„Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. nóvember 2025 09:00 Anton Ingi Rúnarsson fær krefjandi verkefni í hendurnar hjá Fram. vísir / stefán Anton Ingi Rúnarsson er nýtekinn við liði Fram í Bestu deild kvenna og líst vel á metnað stjórnarinnar, sem vill sjá liðið blanda sér í toppbaráttuna bráðlega. Anton Ingi er 29 ára gamall og hefur allan sinn þjálfaraferil starfað fyrir uppeldisfélag sitt í Grindavík en nú skiptir hann úr gulu yfir í blátt. „Ég fékk ekki að halda áfram með karlaliðið hjá Grindavík, eftir að hafa tekið síðustu tvo leikina og var í rauninni bara að leita mér að starfi þegar þetta kemur óvænt upp. Þetta er spennandi starf og stórt skref upp á við fyrir mig. Þetta er tilbreyting fyrir mig, að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ sagði Anton, sem þarf allavega ekki lengur að hafa áhyggjur af því hvar næsta æfing verður. Öðruvísi óvissa „Ég held að ég hafi verið með boltanetið og keilurnar í töskunni í heilt ár og flakkað á milli níu valla“ sagði Anton um tíma sinn hjá Grindavík eftir rýmingu bæjarsins árið 2023. Ákveðin óvissa fylgir þó nýja starfinu, sem Anton tekur við af Óskari Smára Haraldssyni. Stanslausir fundir en metnaðurinn er til staðar Óskar, ásamt öllu þjálfarateyminu og meistaraflokksráði kvenna, hætti störfum eftir tímabilið og ásakaði stjórn knattspyrnudeildar um metnaðarleysi. „Ég er búinn að funda alveg stanslaust hérna í Fram heimilinu síðustu daga, bæði með leikmönnum og [stjórninni] til að manna þjálfarateymið.“ Hvernig var samtalið við stjórnina, hvar er metnaðurinn hjá þeim? „Hann er bara mjög góður og þau ætla að leggja hart að sér í því að halda kvenna- og karlaliðunum á sama róli og hefur verið síðustu ár. Það er búinn að vera mikill uppgangur í fótboltanum hérna síðustu ár. Þetta er stór klúbbur sem á heima í efstu deild, í baráttu um toppsætin og það er eitthvað sem við stefnum að á næstu 2-3 árum.“ Besta deild kvenna Fram Grindavík Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Anton Ingi er 29 ára gamall og hefur allan sinn þjálfaraferil starfað fyrir uppeldisfélag sitt í Grindavík en nú skiptir hann úr gulu yfir í blátt. „Ég fékk ekki að halda áfram með karlaliðið hjá Grindavík, eftir að hafa tekið síðustu tvo leikina og var í rauninni bara að leita mér að starfi þegar þetta kemur óvænt upp. Þetta er spennandi starf og stórt skref upp á við fyrir mig. Þetta er tilbreyting fyrir mig, að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ sagði Anton, sem þarf allavega ekki lengur að hafa áhyggjur af því hvar næsta æfing verður. Öðruvísi óvissa „Ég held að ég hafi verið með boltanetið og keilurnar í töskunni í heilt ár og flakkað á milli níu valla“ sagði Anton um tíma sinn hjá Grindavík eftir rýmingu bæjarsins árið 2023. Ákveðin óvissa fylgir þó nýja starfinu, sem Anton tekur við af Óskari Smára Haraldssyni. Stanslausir fundir en metnaðurinn er til staðar Óskar, ásamt öllu þjálfarateyminu og meistaraflokksráði kvenna, hætti störfum eftir tímabilið og ásakaði stjórn knattspyrnudeildar um metnaðarleysi. „Ég er búinn að funda alveg stanslaust hérna í Fram heimilinu síðustu daga, bæði með leikmönnum og [stjórninni] til að manna þjálfarateymið.“ Hvernig var samtalið við stjórnina, hvar er metnaðurinn hjá þeim? „Hann er bara mjög góður og þau ætla að leggja hart að sér í því að halda kvenna- og karlaliðunum á sama róli og hefur verið síðustu ár. Það er búinn að vera mikill uppgangur í fótboltanum hérna síðustu ár. Þetta er stór klúbbur sem á heima í efstu deild, í baráttu um toppsætin og það er eitthvað sem við stefnum að á næstu 2-3 árum.“
Besta deild kvenna Fram Grindavík Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira