Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. nóvember 2025 23:39 Logi Már Einarsson er menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Sýn Logi Már Einarsson menningar-, nýsköpunar, og háskólaráðherra, ætlar að láta gera sérstaka úttekt á íslenska bókamarkaðnum og vinna að nýrri bókmenntastefnu. Hann segir að styðja þurfi vel við bókaútgáfu sem lið í að styrkja stöðu íslenskunnar. Logi tilkynnti um þetta við setningu bókaþings í Hörpu, sem fer fram nú um helgina. Hátíðin markar upphaf jólabókaflóðsins í ár, að sögn skipuleggjenda, og hefur dagskráin aldrei verið umfangsmeiri, en höfundar lesa upp úr ríflega hundrað verkum sínum yfir helgina. Dalandi framboð af unglingabókum Logi segir nauðsynlegt að styðja vel við bókaútgáfu á íslensku. „Við erum að verja um 400 milljónum á ári í útgáfu bóka, og eflaust þarf að gera betur, en til þess að vita hvernig við gerum það með markvissustum hætti, þá þurfum við að skoða alla virðiskeðju bókanna, starfskjör höfunda, möguleika þeirra, útgefanda, dreifingaraðila, bókabúða og auðvitað notandans.“ „Við þurfum líka að skoða hvort það eru gloppur, og við vitum að það eru gloppur, það vantar til dæmis, það er dalandi framboð af unglingabókum, sem hlýtur að vera grunnurinn undir það að efla áhuga ungs fólks á lestri.“ Ef hljóðið virkar ekki í myndbandinu má finna annað sem virkar neðst í greininni Ekki megi fljóta sofandi að feigðarósi Logi segir að bregðast þurfi við mælingum sem sýna að fólk lesi mun minna en áður. „Við getum allavegana ekki sofið eða flotið sofandi að feigðarósi. Það sem er alvarlegt í þessu er að ungt fólk les minna heldur en eldra fólk, konur meira en karlar, og það er ýmislegt fróðlegt í þessu.“ „Nei ef við grípum til aðgerða, þá óttast ég ekki um bókina eða íslenska tungu, en við þurfum hins vegar að taka þessu alvarlega, vegna þess að við erum í samkeppni við nýja tækni, sem að í rauninni beinir hugum fólks annað en að bókinni.“ Bjartsýnni en Katrín Haft var eftir Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, í breska blaðinu Guardian í dag að íslensk tunga væri í útrýmingarhættu. Orsökina mætti rekja til uppgangs gervigreindar og útbreiddrar notkunar ensku, sem gæti gert útaf við íslenskuna á aðeins nokkrum áratugum. Logi segist miklu bjartsýnni en Katrín hvað þetta varðar. „Ég held að íslenskan eigi góða framtíð, en við þurfum hins vegar að hlúa að henni.“ Viðtalið við Loga hefst þegar um sex mínútur eru liðnar af kvöldfréttatímanum Bókmenntir Bókaútgáfa Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Logi tilkynnti um þetta við setningu bókaþings í Hörpu, sem fer fram nú um helgina. Hátíðin markar upphaf jólabókaflóðsins í ár, að sögn skipuleggjenda, og hefur dagskráin aldrei verið umfangsmeiri, en höfundar lesa upp úr ríflega hundrað verkum sínum yfir helgina. Dalandi framboð af unglingabókum Logi segir nauðsynlegt að styðja vel við bókaútgáfu á íslensku. „Við erum að verja um 400 milljónum á ári í útgáfu bóka, og eflaust þarf að gera betur, en til þess að vita hvernig við gerum það með markvissustum hætti, þá þurfum við að skoða alla virðiskeðju bókanna, starfskjör höfunda, möguleika þeirra, útgefanda, dreifingaraðila, bókabúða og auðvitað notandans.“ „Við þurfum líka að skoða hvort það eru gloppur, og við vitum að það eru gloppur, það vantar til dæmis, það er dalandi framboð af unglingabókum, sem hlýtur að vera grunnurinn undir það að efla áhuga ungs fólks á lestri.“ Ef hljóðið virkar ekki í myndbandinu má finna annað sem virkar neðst í greininni Ekki megi fljóta sofandi að feigðarósi Logi segir að bregðast þurfi við mælingum sem sýna að fólk lesi mun minna en áður. „Við getum allavegana ekki sofið eða flotið sofandi að feigðarósi. Það sem er alvarlegt í þessu er að ungt fólk les minna heldur en eldra fólk, konur meira en karlar, og það er ýmislegt fróðlegt í þessu.“ „Nei ef við grípum til aðgerða, þá óttast ég ekki um bókina eða íslenska tungu, en við þurfum hins vegar að taka þessu alvarlega, vegna þess að við erum í samkeppni við nýja tækni, sem að í rauninni beinir hugum fólks annað en að bókinni.“ Bjartsýnni en Katrín Haft var eftir Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, í breska blaðinu Guardian í dag að íslensk tunga væri í útrýmingarhættu. Orsökina mætti rekja til uppgangs gervigreindar og útbreiddrar notkunar ensku, sem gæti gert útaf við íslenskuna á aðeins nokkrum áratugum. Logi segist miklu bjartsýnni en Katrín hvað þetta varðar. „Ég held að íslenskan eigi góða framtíð, en við þurfum hins vegar að hlúa að henni.“ Viðtalið við Loga hefst þegar um sex mínútur eru liðnar af kvöldfréttatímanum
Bókmenntir Bókaútgáfa Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira