Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2025 10:05 Árni Ágúst fagnaði ákaft eftir sigurinn í úrslitaleiknum í gær og salurinn tók undir. Sýn Sport Óhætt er að segja að mögnuð tilþrif hafi sést á fjórða og síðasta stigasöfnunarkvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti, á Bullseye í gær. Sjö af átta keppendum voru með bakið uppi við vegg svo hver píla og hver leggur skipti máli. Á endanum var það Árni Ágúst Daníelsson sem stóð uppi sem sigurvegari í gærkvöld, eftir frábæran úrslitaleik gegn Herði Þór Guðjónssyni. Árni Ágúst endaði því stigahæstur í deildarkeppninni, þar sem hver pílukastari tók þátt í tveimur af fjórum mótum, en hér má sjá tilþrif þeirra Harðar í úrslitaleiknum. Klippa: Árni Ágúst bestur á spennukvöldi á Bullseye Tveir til viðbótar trygggðu sig í gær inn í átta manna úrslitin sem nú liggja fyrir og hefjast næsta laugardagskvöld. Þessir átta urðu efstir og spila í átta manna úrslitum Úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Halli Birgis endaði aðeins einum legg fyrir ofan Davíð Svansson.Sýn Sport Í fyrsta leik gærkvöldsins mættust slökkviliðsmaðurinn frá Reykjanesbæ, Arngrímur Anton Ólafsson, og handboltamarkvörðurinn Davíð Svansson og gerði sá síðarnefndi sér lítið fyrir og sópaði Tona út, 3-0, eftir flotta frammistöðu. Davíð endaði leikinn með 64,41 í meðaltal en það gekk mun betur hjá Davíð að loka leggjum, sérstaklega í legg númer 2 þegar hann kom aftan að Tona og skellti í 180 og skildi sig eftir í 92 og tók það svo út á meðan Tona tókst ekki að loka 32. Næsti leikur hefði átt að vera á milli Árna Ágústs og Halla Egils en Halli þurfti að draga sig úr keppni af persónulegum ástæðum. Hann var samt sem áður búinn að tryggja sig í átta manna úrslitin en Árni Ágúst fékk frípassa í undanúrslitin. Davíð einum legg frá átta manna úrslitum Hörður Þór og hinn ungi og efnilegi Kári Vagn Birkisson mættust í þriðja leik kvöldsins en þar mátti ungstirnið þola 3-0 tap og Hörður þar með kominn í ansi góða stöðu varðandi það að komast áfram í átta manna úrslit deildarinnar. Síðasti leikurinn í átta manna úrslitum í gær var svo á milli Halla Birgis og Skagamannsins Gunna Hó. Báðir með gamla góða bakið upp við vegg en sá leikur fór alla leið í oddalegg. Þar var Halli Birgis öruggur og lokaði þeim legg en var á sama tíma ekki búinn að tryggja sitt sæti í átta manna þar sem hann og Davíð Svans voru að keppa um það sæti. Í undanúrslitum var fyrri leikurinn á milli Harðar og Davíðs en báðir þurftu að vinna leikinn til að tryggja sig áfram. Hörður hélt uppteknum hætti og var öruggur og lokaði þeim leik 3-1 og tryggði sér um leið sæti á átta manna úrslitakvöldinu. Frábær úrslitaleikur Seinni leikurinn var svo á milli Halla Birgis og Árna Ágústs en á þeim tíma dugði Halla Birgis að vinna tvo leggi til að tryggja sig í átta manna úrslit og senda Davíð í fríið. Eftir að hafa lent 1-0 undir þá gerði Halli sér lítið fyrir og kom sér í 2-1 og tryggði sitt sæti í átta manna úrslitunum. Árni Ágúst vann hins vegar næstu tvo leggi og þar með leikinn, og mætti Herði í úrslitaleiknum. Í úrslitum fékk fólk svo sannarlega að sjá pílukast eins og það gerist best. Árni Ágúst byrjaði á að stela legg eitt eftir að Hörður var langt á undan í útskot. Í legg tvö sýndi Hörður svo sannarlega að hann er Guðjónsson (Guðjón pabbi hans er á háum stalli í sögu íslensks pílukasts). Eftir fyrstu tvær heimsóknir var Hörður með 403 eftir, í næstu tveimur heimsóknum skoraði hann 140 og 140 og skildi sig eftir í 123, og tók það svo út og náði á sama tíma hæsta útskoti kvöldsins. Eftir þann legg sýndi Árni af hverju hann er samt sem áður einn af okkar bestu kösturum og kláraði næstu tvo leggi og tryggði sér í kjölfarið efsta sætið í stigasöfnun. Átta manna úrslitin á laugardag Næsta laugardag fer fram beinn útsláttur í átta manna úrslitum deildarinnar og þar mætast: Árni Ágúst og Halli Birgis Jón Bjarmi og Kristján Alexander Veigar og Hörður Vitor og Halli Egils Pílukast Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Á endanum var það Árni Ágúst Daníelsson sem stóð uppi sem sigurvegari í gærkvöld, eftir frábæran úrslitaleik gegn Herði Þór Guðjónssyni. Árni Ágúst endaði því stigahæstur í deildarkeppninni, þar sem hver pílukastari tók þátt í tveimur af fjórum mótum, en hér má sjá tilþrif þeirra Harðar í úrslitaleiknum. Klippa: Árni Ágúst bestur á spennukvöldi á Bullseye Tveir til viðbótar trygggðu sig í gær inn í átta manna úrslitin sem nú liggja fyrir og hefjast næsta laugardagskvöld. Þessir átta urðu efstir og spila í átta manna úrslitum Úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Halli Birgis endaði aðeins einum legg fyrir ofan Davíð Svansson.Sýn Sport Í fyrsta leik gærkvöldsins mættust slökkviliðsmaðurinn frá Reykjanesbæ, Arngrímur Anton Ólafsson, og handboltamarkvörðurinn Davíð Svansson og gerði sá síðarnefndi sér lítið fyrir og sópaði Tona út, 3-0, eftir flotta frammistöðu. Davíð endaði leikinn með 64,41 í meðaltal en það gekk mun betur hjá Davíð að loka leggjum, sérstaklega í legg númer 2 þegar hann kom aftan að Tona og skellti í 180 og skildi sig eftir í 92 og tók það svo út á meðan Tona tókst ekki að loka 32. Næsti leikur hefði átt að vera á milli Árna Ágústs og Halla Egils en Halli þurfti að draga sig úr keppni af persónulegum ástæðum. Hann var samt sem áður búinn að tryggja sig í átta manna úrslitin en Árni Ágúst fékk frípassa í undanúrslitin. Davíð einum legg frá átta manna úrslitum Hörður Þór og hinn ungi og efnilegi Kári Vagn Birkisson mættust í þriðja leik kvöldsins en þar mátti ungstirnið þola 3-0 tap og Hörður þar með kominn í ansi góða stöðu varðandi það að komast áfram í átta manna úrslit deildarinnar. Síðasti leikurinn í átta manna úrslitum í gær var svo á milli Halla Birgis og Skagamannsins Gunna Hó. Báðir með gamla góða bakið upp við vegg en sá leikur fór alla leið í oddalegg. Þar var Halli Birgis öruggur og lokaði þeim legg en var á sama tíma ekki búinn að tryggja sitt sæti í átta manna þar sem hann og Davíð Svans voru að keppa um það sæti. Í undanúrslitum var fyrri leikurinn á milli Harðar og Davíðs en báðir þurftu að vinna leikinn til að tryggja sig áfram. Hörður hélt uppteknum hætti og var öruggur og lokaði þeim leik 3-1 og tryggði sér um leið sæti á átta manna úrslitakvöldinu. Frábær úrslitaleikur Seinni leikurinn var svo á milli Halla Birgis og Árna Ágústs en á þeim tíma dugði Halla Birgis að vinna tvo leggi til að tryggja sig í átta manna úrslit og senda Davíð í fríið. Eftir að hafa lent 1-0 undir þá gerði Halli sér lítið fyrir og kom sér í 2-1 og tryggði sitt sæti í átta manna úrslitunum. Árni Ágúst vann hins vegar næstu tvo leggi og þar með leikinn, og mætti Herði í úrslitaleiknum. Í úrslitum fékk fólk svo sannarlega að sjá pílukast eins og það gerist best. Árni Ágúst byrjaði á að stela legg eitt eftir að Hörður var langt á undan í útskot. Í legg tvö sýndi Hörður svo sannarlega að hann er Guðjónsson (Guðjón pabbi hans er á háum stalli í sögu íslensks pílukasts). Eftir fyrstu tvær heimsóknir var Hörður með 403 eftir, í næstu tveimur heimsóknum skoraði hann 140 og 140 og skildi sig eftir í 123, og tók það svo út og náði á sama tíma hæsta útskoti kvöldsins. Eftir þann legg sýndi Árni af hverju hann er samt sem áður einn af okkar bestu kösturum og kláraði næstu tvo leggi og tryggði sér í kjölfarið efsta sætið í stigasöfnun. Átta manna úrslitin á laugardag Næsta laugardag fer fram beinn útsláttur í átta manna úrslitum deildarinnar og þar mætast: Árni Ágúst og Halli Birgis Jón Bjarmi og Kristján Alexander Veigar og Hörður Vitor og Halli Egils
Pílukast Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira