Innlent

Brotist inn á heil­brigðis­stofnun og lyfjum stolið

Eiður Þór Árnason skrifar
Málið er til skoðunar á lögreglustöð 1 í Hverfisgötu.
Málið er til skoðunar á lögreglustöð 1 í Hverfisgötu. Vísir/vlhelm

Brotist var inn á heilbrigðisstofnun í Ármúla í Reykjavík og lyfjum stolið þaðan. Lögreglan rannsakar nú málið en einnig voru skemmdir og mögulegt tjón unnið á tækjum. Innbrotið uppgötvaðist í morgun en var líklega framið um helgina.

Þetta segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.

Einkarekna læknamiðstöðin Klíníkin er staðsett í Ármúla en Ásmundur gat ekki staðfest hvort um hana væri að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×