Lífið

Æsku­heimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Bríet segir málverk sem hún málaði á hurðina á herbergui sínu þegar hún var tólf ára fylgja með eigninni.
Bríet segir málverk sem hún málaði á hurðina á herbergui sínu þegar hún var tólf ára fylgja með eigninni.

Æskuheimili tónlistarkonunnar Bríetar Ísis Elfar við Laugarnesveg er komið á sölu. Íbúðin er rúmlega 92 fermetrar að stærð og á efstu hæð snyrtilegs fjölbýlishúss frá árinu 1959. Ásett verð er 89,9 milljónir.

„Mamma er að selja æskuheimilið mitt. Þetta er epic staður til að alast upp,“ skrifar Bríet og deilir fasteignaauglýsingunni á Instagram.

Íbúðin er á tveimur hæðum, þar af rishæð sem er ekki með fullri lofthæð, auk herbergis í kjallara. Neðri hæðin skiptist í forstofu, hol, rúmgóða stofu, borðstofu, eldhús og baðherbergi. Útgengt er á austursvalir bæði frá eldhúsi og stofu.

Gengið er upp viðarstiga sem leiðir á rishæðina, sem skiptist í þrjú svefnherbergi og geymslu, þar á meðal gamla herbergi Bríetar. 

„Ef þú kaupir íbúðina færðu líka þetta frábæra málverk sem ég málaði á hurðina mína þegar ég var 12 ára,“ skrifar Bríet.

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.