Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 20:00 Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur Visku stéttarfélags, átti sæti í starfshópnum. Vísir/Stefán Ísland er útsöluvara í Norrænum samanburði hvað varðar veitingu dvalarleyfa og algjört stefnuleysi hefur ríkt í málaflokknum. Þetta segir hagfræðingur sem vann úttekt á reglum um dvalarleyfi á Íslandi. Dómsmálaráðherra boðar fimm lagafrumvörp til breytinga í málaflokknum. Skýrsla starfshóps um þróun í útgáfu dvalarleyfa og samanburður við önnur Norðurlönd var kynnt í dag. Meðal þess sem lesa má úr skýrslunni er að fjöldi dvalarleyfishafa frá ríkjum utan EES hefur nær fimmfaldast frá árinu 2017. Aukningin er hvað mest á síðustu þremur árum, en fjöldinn hefur tvöfaldast frá 2022. „Það er náttúrlega fjöldaflótti frá Úkraínu eftir 2022, það er kannski stærsta einstaka breytingin. En svo hefur kerfið bara verið stefnulaust og það var miklu meiri migration [í. fólksflutningar] á heimsvísu og fólk hefur bara leitað inn í kerfi sem er útsöluland í Norðurlandasamanburði,“ segir Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur Visku stéttarfélags, sem átti sæti í starfshópnum. Hópurinn gerir fjölmargar tillögur að úrbótum sem settar eru fram í skýrslunni. Samanburður við Norðurlönd sýnir að á árunum 2020 til 2024 veitti Ísland til að mynda umtalsvert fleiri ný dvalarleyfi á hvern íbúa en hin löndin. Munurinn nemur allt að 78% í tilfelli Noregs, 64% samanborið við Svíþjóð, 58% á við í Danmörku og allt að 36% fleiri dvalarleyfi voru veitt hér en í Finnlandi á tímabilinu. Boðar afnám séríslenskra reglna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað fimm lagafrumvörp, sem sum eru fram komin en önnur ekki, sem ætlað er að laga hina ýmsu þætti er snúa að útlendingamálum. Þær aðgerðir sem ráðherra hyggst ráðast í felast ekki síður í því að samræma löggjöf við það sem tíðkast á Norðurlöndum. Er það markmið í sjálfu sér að gera allt eins og Norðurlöndin? „Það er markmið í sjálfu sér að afnema séríslenskar reglur. Þær hafa verið allnokkrar og hafa í mörgum tilvikum verið til vandræða. Norðurlöndin eru ekki öll að vinna eftir sama lagabókstafnum en um ákveðin viðmið hafa norðurlöndin hin verið í takti og verið sammála en Ísland hefur skorið sig úr,“ svarar Þorbjörg. Það er bent á að stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum, en hver er stefnan? „Við vitum að Ísland, við erum háð fólksflutningum til landsins. Hagvöxtur okkar byggir á því að hingað komi fólk, það viljum við sannarlega að verði áfram. Fólksfjölgunin á Íslandi hefur hins vegar verið mjög kraftmikil á mjög skömmum tíma og ekkert endilega í samræmi við neina stefnumörkun stjórnvalda. Þannig við viljum fá fólk til landsins á grundvelli þess sem við erum að stefna að í samfélaginu um hagvöxt, um sjálfbærni, um það að geta boðið fólki sæmilegar aðstæður hér á landi. Það eru okkar markmið,“ segir Þorbjörg. Hælisleitendur Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Skýrsla starfshóps um þróun í útgáfu dvalarleyfa og samanburður við önnur Norðurlönd var kynnt í dag. Meðal þess sem lesa má úr skýrslunni er að fjöldi dvalarleyfishafa frá ríkjum utan EES hefur nær fimmfaldast frá árinu 2017. Aukningin er hvað mest á síðustu þremur árum, en fjöldinn hefur tvöfaldast frá 2022. „Það er náttúrlega fjöldaflótti frá Úkraínu eftir 2022, það er kannski stærsta einstaka breytingin. En svo hefur kerfið bara verið stefnulaust og það var miklu meiri migration [í. fólksflutningar] á heimsvísu og fólk hefur bara leitað inn í kerfi sem er útsöluland í Norðurlandasamanburði,“ segir Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur Visku stéttarfélags, sem átti sæti í starfshópnum. Hópurinn gerir fjölmargar tillögur að úrbótum sem settar eru fram í skýrslunni. Samanburður við Norðurlönd sýnir að á árunum 2020 til 2024 veitti Ísland til að mynda umtalsvert fleiri ný dvalarleyfi á hvern íbúa en hin löndin. Munurinn nemur allt að 78% í tilfelli Noregs, 64% samanborið við Svíþjóð, 58% á við í Danmörku og allt að 36% fleiri dvalarleyfi voru veitt hér en í Finnlandi á tímabilinu. Boðar afnám séríslenskra reglna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað fimm lagafrumvörp, sem sum eru fram komin en önnur ekki, sem ætlað er að laga hina ýmsu þætti er snúa að útlendingamálum. Þær aðgerðir sem ráðherra hyggst ráðast í felast ekki síður í því að samræma löggjöf við það sem tíðkast á Norðurlöndum. Er það markmið í sjálfu sér að gera allt eins og Norðurlöndin? „Það er markmið í sjálfu sér að afnema séríslenskar reglur. Þær hafa verið allnokkrar og hafa í mörgum tilvikum verið til vandræða. Norðurlöndin eru ekki öll að vinna eftir sama lagabókstafnum en um ákveðin viðmið hafa norðurlöndin hin verið í takti og verið sammála en Ísland hefur skorið sig úr,“ svarar Þorbjörg. Það er bent á að stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum, en hver er stefnan? „Við vitum að Ísland, við erum háð fólksflutningum til landsins. Hagvöxtur okkar byggir á því að hingað komi fólk, það viljum við sannarlega að verði áfram. Fólksfjölgunin á Íslandi hefur hins vegar verið mjög kraftmikil á mjög skömmum tíma og ekkert endilega í samræmi við neina stefnumörkun stjórnvalda. Þannig við viljum fá fólk til landsins á grundvelli þess sem við erum að stefna að í samfélaginu um hagvöxt, um sjálfbærni, um það að geta boðið fólki sæmilegar aðstæður hér á landi. Það eru okkar markmið,“ segir Þorbjörg.
Hælisleitendur Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira