Sport

Átta bestu berjast í beinni á Bullseye

Sindri Sverrisson skrifar
Svona eru viðureignirnar í átta manna úrslitum Úrvalsdeildarinnar í pílukasti.
Svona eru viðureignirnar í átta manna úrslitum Úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Sýn Sport

Nú er ekki lengur neitt svigrúm fyrir mistök í Úrvalsdeildinni í pílukasti. Átta bestu keppendurnir mæta til leiks á Bullseye við Snorrabraut annað kvöld, þar sem útsláttarkeppnin hefst.

Búast má við jöfnum og spennandi viðureignum og hefst kvöldið klukkan 20, í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland. Vinna þarf fimm leggi til að komast áfram í undanúrslitin eftir viku.

Keppendurnir unnu sig inn í átta manna úrslitin með árangri á tveimur af fjórum undankvöldum, og hér að neðan má sjá tilþrif þeirra sem unnu hvert kvöld.

Á morgun mætast svo Alexander Veigar Þorvaldsson og Hörður Þór Guðjónsson í Grindavíkurslag, og Vitor Charrua keppir við Halla Egils. Árni Ágúst Daníelsson, sem endaði efstur að stigum inn í átta manna úrslitin, mætir Halla Birgis, og nýliðinn Jón Bjarmi Sigurðsson mætir landsliðsþjálfaranum Kristjáni Sigurðssyni.

Átta manna úrslitin í Úrvalsdeildinni í pílukasti verða í beinni útsendingu á Sýn Sport klukkan 20 annað kvöld. Allir eru jafnframt velkomnir á Bullseye til að sjá bestu pílukastara landsins keppa í frábærri stemningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×