Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Lovísa Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2025 21:02 Opna á Kaffistofuna við hlið Kjötbúðarinnar. Fyrir ofan og við hlið húsnæðisins eru íbúðir. Að aftan er líka fjöldi íbúða. Vísir/Vilhelm Geir Rúnar Birgisson, formaður húsfélags Grensásvegar 44 til 50, segir íbúa hafa miklar áhyggjur af flutningi Kaffistofunnar í húsnæði við Grensásveg 46. Hann segir íbúa ósátta við það að framkvæmdir hafi hafist áður en flutningurinn fór í grenndarkynningu. Íbúar óttist aukið ónæði og fjölgun innbrota verði Kaffistofan opnuð á þessari staðsetningu. „Það eru bara allir logandi hræddir og reiðir yfir því að ekkert hafi verið kynnt áður en framkvæmdir hófust. Fólk sem er nýbúið að kaupa, þau eru með ungbörn sem sofa úti. Það kom ein bara grátandi til mín í morgun,“ segir Geir Rúnar sem einnig á og rekur Kjötbúðina á Grensásvegi 48. Framkvæmdastjóri Samhjálpar sagði í viðtali við Vísi í morgun að búið væri að stöðva framkvæmdir í kjölfar þess að ákveðið var að fara í grenndarkynningu á flutningi Kaffistofunnar. Áætlað hefði verið að opna Kaffistofuna þann 1. desember en það tefjist í það minnsta um sex vikur vegna grenndarkynningar. Hún sagðist vonast til þess að íbúar skipti um skoðun og að hægt verði að reka starfsemina í sátt. Funda um helgina Húsfélagið mun funda um málið um helgina. Geir Rúnar segir íbúa töluvert búna að ræða saman og fólk hafi lýst miklum áhyggjum. Fólk sem sé nýbúið að kaupa sér íbúð í húsinu hafi komið til hans grátandi af ótta um að flutningur Kaffistofunnar rýri verðmæti eignarinnar. Þá segir hann annan íbúa hafa flutt í húsið til að flýja miðbæinn og óttist nú að þurfa að flytja á ný. „Fólk er áhyggjufullt yfir því að fá þessa aðila í hverfið,“ segir hann og á við fólk með vímuefnavanda. Hópurinn sé þekktur fyrir innbrot til að fjármagna neyslu og fólk óttist að þeim muni fjölga. Ekki rétti staðurinn Geir Rúnar segist sjálfur oft hafa gefið Samhjálp pening og kjöt fyrir jólin og hann finni verulega til með þeim sem þangað þurfa að leita. „En þessi starfsemi á ekki heima undir eða við hliðina á íbúðarhúsnæði. Þetta á ekki heima saman,“ segir hann að lokum. Fíkn Matvælaframleiðsla Veitingastaðir Félagsmál Heilbrigðismál Börn og uppeldi Reykjavík Kaffistofa Samhjálpar Tengdar fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. 15. júlí 2025 23:04 Samhjálp í kapphlaupi við tímann Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. 21. maí 2025 10:11 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
„Það eru bara allir logandi hræddir og reiðir yfir því að ekkert hafi verið kynnt áður en framkvæmdir hófust. Fólk sem er nýbúið að kaupa, þau eru með ungbörn sem sofa úti. Það kom ein bara grátandi til mín í morgun,“ segir Geir Rúnar sem einnig á og rekur Kjötbúðina á Grensásvegi 48. Framkvæmdastjóri Samhjálpar sagði í viðtali við Vísi í morgun að búið væri að stöðva framkvæmdir í kjölfar þess að ákveðið var að fara í grenndarkynningu á flutningi Kaffistofunnar. Áætlað hefði verið að opna Kaffistofuna þann 1. desember en það tefjist í það minnsta um sex vikur vegna grenndarkynningar. Hún sagðist vonast til þess að íbúar skipti um skoðun og að hægt verði að reka starfsemina í sátt. Funda um helgina Húsfélagið mun funda um málið um helgina. Geir Rúnar segir íbúa töluvert búna að ræða saman og fólk hafi lýst miklum áhyggjum. Fólk sem sé nýbúið að kaupa sér íbúð í húsinu hafi komið til hans grátandi af ótta um að flutningur Kaffistofunnar rýri verðmæti eignarinnar. Þá segir hann annan íbúa hafa flutt í húsið til að flýja miðbæinn og óttist nú að þurfa að flytja á ný. „Fólk er áhyggjufullt yfir því að fá þessa aðila í hverfið,“ segir hann og á við fólk með vímuefnavanda. Hópurinn sé þekktur fyrir innbrot til að fjármagna neyslu og fólk óttist að þeim muni fjölga. Ekki rétti staðurinn Geir Rúnar segist sjálfur oft hafa gefið Samhjálp pening og kjöt fyrir jólin og hann finni verulega til með þeim sem þangað þurfa að leita. „En þessi starfsemi á ekki heima undir eða við hliðina á íbúðarhúsnæði. Þetta á ekki heima saman,“ segir hann að lokum.
Fíkn Matvælaframleiðsla Veitingastaðir Félagsmál Heilbrigðismál Börn og uppeldi Reykjavík Kaffistofa Samhjálpar Tengdar fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. 15. júlí 2025 23:04 Samhjálp í kapphlaupi við tímann Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. 21. maí 2025 10:11 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. 15. júlí 2025 23:04
Samhjálp í kapphlaupi við tímann Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. 21. maí 2025 10:11