Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2025 09:02 Hollywood var einn þekkasti skemmtistaður í sögu íslensks skemmtanalífs. Inngangurinn var endurgerður fyrir tökur á þættinum. Hér eru Ingi Þórhallsson, Steindi og Nikulás Daði í hlutverkum sínum. Goði Már Guðbjörnsson Tökur standa yfir á nýrri leikinni sjónvarpsþáttaröð sem ber heitið Ljúfa líf sem gerist í lok áttunda áratugarins í Reykjavík en aðallega í Magaluf á Mallorca á Spáni. Tökur hafa staðið yfir hér á Íslandi meðal annars í Ármúla þar sem skemmtistaðurinn Hollywood var til húsa. Steindi Jr. og Saga Garðarsdóttir sameina krafta sína í aðalhlutverkum í þáttaröðinni sem er kómedídrama. Steindi leikur plötusnúð á Hollywood í Ármúla sem er að sleppa af léttasta skeiði en þó fastur í táningnum. Óábyrg týpa sem býr enn í foreldrahúsum og elskar djammið. Steindi talar við fólkið á dansgólfinu á Hollywood.Eva Rut Steindi hittir æskuástina sína úr gaggó sem Saga leikur. Plötusnúðurinn verður skotinn sem aldrei fyrr og til að endurvekja ástina ræður hann sig sem fararstjóra í hópferð Íslendinga til Magaluf á Spáni til að elta hana við hennar störf sem femínískur kvikmyndagerðarmaður á Spáni. Nikulás Hansen Daðason í góðum gír fyrir utan Hollywood í Ármúla.Goði Már Guðbjörnsson Hugmyndin að sögunni kviknaði hjá Ragnari Bragasyni sem skrifaði handritið ásamt Snjólaugu Lúðvíksdóttur en Magnús Leifsson er leikstjóri seríunnar. Glassriver framleiðir þættina. Fjöldi þekktra leikara kemur fram í seríunni en með helstu hlutverk fara Nikulás Hansen Daðason, Ingi Þór Þórhallsson, Sigga Ózk, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Þorsteinn Bachmann, Søren Bregendal, Friðgeir Einarsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Thea Snæfríður Kristjánsdóttir, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, Breki Freyr Rúnarsson, Jóhann Sigurðsson og Helga Braga Jónsdóttir. Ásgrímur Guðbjartsson tökumaður á setti.Tómas Welding Sigurðarson Um er að ræða átta þátta seríu sem til stendur að sýna á sjónvarpsstöðinni Sýn haustið 2026. Goðsagnakenndur skemmtistaður Tökum á þeim hluta sögunnar sem gerist á Íslandi er nýlokið og fóru meðal annars fram í Ármúla. Þar var Hollywood-skiltið endurgert og múgur og margmenni á setti. Steindi í miklum fíling þeytandi skífum á Hollywood.Eva Rut Hópurinn færir sig svo til Tenerife á nýju ári þar sem bróðurpartur seríunnar verður skotinn. Katrín Halldóra snýr þannig aftur á eyjuna sem hún sá á tímabili ekki fyrir sér að heimsækja aftur. Katrín Halldóra útskýrði í Bakaríinu á Bylgjunni á dögunum að ummæli hennar um versta stað sem hún hefði komið á hefðu ekki verið sögð í fullri alvöru. Hollywood var skemmtistaður í Ármúla í Reykjavík sem sérhæfði sig í diskótónlist, diskósýningum og almennum glamúr á árunum 1978 til 1987. Opið var alla daga vikunnar, nema á miðvikudögum því á þeim degi var bannað að selja og veita áfengi á Íslandi. Magnús Leifsson leikstjóri er reynslumikill í faginu og hefur bæði komið að þáttagerð, auglýsingagerð og tónlistarmyndböndum. Rúmu ári eftir opnun Hollywood var önnur hæð byggð ofan á skemmtistaðinn. Við það stækkaði hann um helming og barirnir urðu átta. Inni á staðnum var auk þess sjoppa þar sem selt var sælgæti, sokkabuxur, snyrtivörur og samlokur og annað smálegt. Einnig var hægt að kaupa þar ísmola við lokun á kvöldin og hafa með sér í heimapartíin. Helstu plötusnúðar staðarins voru þeir: Leópold Sveinsson, Ásgeir Tómasson, Gísli Sveinn Loftsson (Áslákur), Halldór Árni Sveinsson og Daddi dídjei. Mikið sungið um Hollywood Skemmtistaðurinn kemur fyrir í nokkrum íslenskum dægurlagatextum. Má þar nefna lagið Fegurðardrottning með Ragnhildi Gísladóttur. Þar segir: „Og svo frétti ég af keppninni í Hollywood / Þar sem bíll af Datsun-gerð í veði var / Svo ég skellti mér í chiffonkjól, batt hár í hnút / og viti menn, ég sigur úr býtum bar.“ Nikulás Hansen Daðason.Tómas Welding Sigurðarson Í lagi Bítlavinafélagsins, Þrisvar í viku, segir frá tvítuga töffaranum Auðbirni sem „...fer í ljós þrisvar í viku og mætir reglulega í líkamsrækt. Hann fer í Hollywood um helgar með mynd af bílnum í vasanum.“ Á plötunni Ísland syngur Spilverk þjóðanna um hippann sem „forðum í Tjarnarbúð fríkaði út“ en „er nú fastagestur í Hollywood, mænir á meyjar og vídeó og dreymir um Alfa Rómeó“. Rakel Ýr Stefánsdóttir og Magnús Leifsson leikstjóri á setti.Goði Már Guðbjörnsson Bubbi Morthens samdi svo og söng lagið Hollywood, hárbeitta ádeilu um firringu diskómenningarinnar, sem kom út á hljómplötunni (1980). Lag Herberts Guðmundssonar Hollywood fjallar þó um samnefnt hverfi í Los Angeles en Herbert var þó tíður gestur á skemmtistaðnum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Steindi Jr. og Saga Garðarsdóttir sameina krafta sína í aðalhlutverkum í þáttaröðinni sem er kómedídrama. Steindi leikur plötusnúð á Hollywood í Ármúla sem er að sleppa af léttasta skeiði en þó fastur í táningnum. Óábyrg týpa sem býr enn í foreldrahúsum og elskar djammið. Steindi talar við fólkið á dansgólfinu á Hollywood.Eva Rut Steindi hittir æskuástina sína úr gaggó sem Saga leikur. Plötusnúðurinn verður skotinn sem aldrei fyrr og til að endurvekja ástina ræður hann sig sem fararstjóra í hópferð Íslendinga til Magaluf á Spáni til að elta hana við hennar störf sem femínískur kvikmyndagerðarmaður á Spáni. Nikulás Hansen Daðason í góðum gír fyrir utan Hollywood í Ármúla.Goði Már Guðbjörnsson Hugmyndin að sögunni kviknaði hjá Ragnari Bragasyni sem skrifaði handritið ásamt Snjólaugu Lúðvíksdóttur en Magnús Leifsson er leikstjóri seríunnar. Glassriver framleiðir þættina. Fjöldi þekktra leikara kemur fram í seríunni en með helstu hlutverk fara Nikulás Hansen Daðason, Ingi Þór Þórhallsson, Sigga Ózk, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Þorsteinn Bachmann, Søren Bregendal, Friðgeir Einarsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Thea Snæfríður Kristjánsdóttir, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, Breki Freyr Rúnarsson, Jóhann Sigurðsson og Helga Braga Jónsdóttir. Ásgrímur Guðbjartsson tökumaður á setti.Tómas Welding Sigurðarson Um er að ræða átta þátta seríu sem til stendur að sýna á sjónvarpsstöðinni Sýn haustið 2026. Goðsagnakenndur skemmtistaður Tökum á þeim hluta sögunnar sem gerist á Íslandi er nýlokið og fóru meðal annars fram í Ármúla. Þar var Hollywood-skiltið endurgert og múgur og margmenni á setti. Steindi í miklum fíling þeytandi skífum á Hollywood.Eva Rut Hópurinn færir sig svo til Tenerife á nýju ári þar sem bróðurpartur seríunnar verður skotinn. Katrín Halldóra snýr þannig aftur á eyjuna sem hún sá á tímabili ekki fyrir sér að heimsækja aftur. Katrín Halldóra útskýrði í Bakaríinu á Bylgjunni á dögunum að ummæli hennar um versta stað sem hún hefði komið á hefðu ekki verið sögð í fullri alvöru. Hollywood var skemmtistaður í Ármúla í Reykjavík sem sérhæfði sig í diskótónlist, diskósýningum og almennum glamúr á árunum 1978 til 1987. Opið var alla daga vikunnar, nema á miðvikudögum því á þeim degi var bannað að selja og veita áfengi á Íslandi. Magnús Leifsson leikstjóri er reynslumikill í faginu og hefur bæði komið að þáttagerð, auglýsingagerð og tónlistarmyndböndum. Rúmu ári eftir opnun Hollywood var önnur hæð byggð ofan á skemmtistaðinn. Við það stækkaði hann um helming og barirnir urðu átta. Inni á staðnum var auk þess sjoppa þar sem selt var sælgæti, sokkabuxur, snyrtivörur og samlokur og annað smálegt. Einnig var hægt að kaupa þar ísmola við lokun á kvöldin og hafa með sér í heimapartíin. Helstu plötusnúðar staðarins voru þeir: Leópold Sveinsson, Ásgeir Tómasson, Gísli Sveinn Loftsson (Áslákur), Halldór Árni Sveinsson og Daddi dídjei. Mikið sungið um Hollywood Skemmtistaðurinn kemur fyrir í nokkrum íslenskum dægurlagatextum. Má þar nefna lagið Fegurðardrottning með Ragnhildi Gísladóttur. Þar segir: „Og svo frétti ég af keppninni í Hollywood / Þar sem bíll af Datsun-gerð í veði var / Svo ég skellti mér í chiffonkjól, batt hár í hnút / og viti menn, ég sigur úr býtum bar.“ Nikulás Hansen Daðason.Tómas Welding Sigurðarson Í lagi Bítlavinafélagsins, Þrisvar í viku, segir frá tvítuga töffaranum Auðbirni sem „...fer í ljós þrisvar í viku og mætir reglulega í líkamsrækt. Hann fer í Hollywood um helgar með mynd af bílnum í vasanum.“ Á plötunni Ísland syngur Spilverk þjóðanna um hippann sem „forðum í Tjarnarbúð fríkaði út“ en „er nú fastagestur í Hollywood, mænir á meyjar og vídeó og dreymir um Alfa Rómeó“. Rakel Ýr Stefánsdóttir og Magnús Leifsson leikstjóri á setti.Goði Már Guðbjörnsson Bubbi Morthens samdi svo og söng lagið Hollywood, hárbeitta ádeilu um firringu diskómenningarinnar, sem kom út á hljómplötunni (1980). Lag Herberts Guðmundssonar Hollywood fjallar þó um samnefnt hverfi í Los Angeles en Herbert var þó tíður gestur á skemmtistaðnum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira