Innlent

Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Mikið álag hefur verið á spítalanum vegna inflúensufaraldurs, sér í lagi á barnadeild að sögn yfirlæknis. Nokkur fjöldi barna hefur þurft að leggjast inn vegna veikinda. Flensan hefur jafnframt verið fyrr á ferðinni nú en oft áður. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Í fréttatímanum verður einnig fjallað um stöðuna í Úkraínu en Úkraínumönnum hafa verið gerðir afarkostir af hálfu Bandaríkjanna um samþykkt friðartillagna. Formaður utanríkisrmálanefndar Alþingis bindur vonir við að Evrópumenn geti haft áhrif á tillögurnar.

Við heimsækjum blindan mann, sem útvegaði sér nýlega gervigreindarsólgleraugu frá Meta. Hann segir þau algjöra byltingu. 

Við verðum í beinni útsendingu frá Hörpu, þar sem Helgi Björnsson verður með tónleika í kvöld og rifjar upp gamla takta, þar sem hægt verður að horfa á tónleikana í stofunni heima.

Í íþróttapakkanum verða fótboltaleikir dagsins raktir ítarlega og við förum yfir framvindu formúlunnar í dag.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×