Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2025 08:33 Max Verstappen var kátur eftir kappaksturinn í Las Vegas í nótt og setti upp þessi gleraugu við hlið Lando Norris. Getty/Mark Thompson Max Verstappen vann sinn annan sigur í Las Vegas-kappakstrinum á ferlinum og hélt þar með litlum möguleikum sínum á titlinum lifandi. Spennan helst því áfram í heimsmeistarakeppni ökumanna í formúlu 1. Lando Norris, sem leiðir baráttuna um heimsmeistaratitilinn, varð annar í kappakstrinum í nótt. 42 stigum frá toppnum Það þýðir að þegar aðeins tvær keppnir eru eftir af tímabilinu þá er Norris með þrjátíu stiga forskot á liðsfélaga sinn hjá McLaren, Oscar Piastri, og 42 stiga forskot á Verstappen. 58 stig eru í pottinum á síðustu tveimur vikum tímabilsins en næsta keppni verður í Katar. Keeping himself in title contention 👏👀 @Max33Verstappen #F1 #LasVegasGP pic.twitter.com/E7VoJ6DCFw— Formula 1 (@F1) November 23, 2025 Verstappen vann þennan kappakstur í nótt með tæplega 21 sekúndu forskoti eftir að Norris lenti í vandræðum með bílinn undir lokin. Það dugði þó ekki til að George Russell, ökumaður Mercedes, næði að stela öðru sætinu af Norris. Endaði síðasta á undanum Norris í ágúst Piastri varð að sætta sig við fjórða sætið en hann var langt á eftir. Hann hefur nú ekki endað á undan liðsfélaga sínum Norris síðan í hollenska kappakstrinum í lok ágúst. Forskot Norris þýðir þó að hann getur tryggt sér titilinn í kappakstrinum í Katar í næstu viku ef forskot hans er 25 stig eða meira að þeim kappakstri loknum. Sigur Verstappens í syndaborginni heldur óvæntum titilvonum hans lifandi í að minnsta kosti eina viku í viðbót. Putting on the shades in the cooldown car 😎✨#F1 #LasVegasGP pic.twitter.com/sxzzzpTd1p— Formula 1 (@F1) November 23, 2025 Verstappen virtist úr leik eftir sumarfríið en hefur barist aftur inn í titilbaráttuna með einum magnaðasta endaspretti sem hefur sést í Formúlu 1. Hollendingurinn hefur nú unnið fjóra af sjö kappökstrum eftir sumarfríið. Komst fram úr á fyrsta hring Verstappen náði yfirhöndinni í keppninni á laugardagskvöldið strax á fyrsta hring. Norris hafði byrjað á ráspól og færði sig ákveðið yfir brautina til að halda Red Bull-ökumanninum og ríkjandi fjórfalda heimsmeistaranum fyrir aftan sig, en fór svo of djúpt inn í fyrstu beygju. Það gerði Verstappen kleift að komast fram úr Norris í næstu beygju og Russell náði einnig að smeygja sér fram úr honum í annað sætið. Eftir það virtist forysta Verstappen aldrei vera í hættu. McLaren-liðið var bjartsýnt á að ná Verstappen á lokahringjunum, en vandamál með bílinn seint í keppninni varð til þess að Norris dróst verulega aftur úr á lokasprettinum. Verstappen wins, with Norris and Russell rounding out the top-three! 🙌Your points-finishers in Las Vegas ⬇️#F1 #LasVegasGP pic.twitter.com/sCcxsu5YqZ— Formula 1 (@F1) November 23, 2025 GPGuide | Standings : Here we go … 2 races left, and things remain tight & difficult up top … with @LandoNorris getting that much closer to getting his hands on the Drivers’ World Champion trophy. #F1 #LasVegasGP ♠️♥️♣️♦️ pic.twitter.com/ycSgfe4LWe— F1 GPGuide (@GPGuide) November 23, 2025 Akstursíþróttir Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Lando Norris, sem leiðir baráttuna um heimsmeistaratitilinn, varð annar í kappakstrinum í nótt. 42 stigum frá toppnum Það þýðir að þegar aðeins tvær keppnir eru eftir af tímabilinu þá er Norris með þrjátíu stiga forskot á liðsfélaga sinn hjá McLaren, Oscar Piastri, og 42 stiga forskot á Verstappen. 58 stig eru í pottinum á síðustu tveimur vikum tímabilsins en næsta keppni verður í Katar. Keeping himself in title contention 👏👀 @Max33Verstappen #F1 #LasVegasGP pic.twitter.com/E7VoJ6DCFw— Formula 1 (@F1) November 23, 2025 Verstappen vann þennan kappakstur í nótt með tæplega 21 sekúndu forskoti eftir að Norris lenti í vandræðum með bílinn undir lokin. Það dugði þó ekki til að George Russell, ökumaður Mercedes, næði að stela öðru sætinu af Norris. Endaði síðasta á undanum Norris í ágúst Piastri varð að sætta sig við fjórða sætið en hann var langt á eftir. Hann hefur nú ekki endað á undan liðsfélaga sínum Norris síðan í hollenska kappakstrinum í lok ágúst. Forskot Norris þýðir þó að hann getur tryggt sér titilinn í kappakstrinum í Katar í næstu viku ef forskot hans er 25 stig eða meira að þeim kappakstri loknum. Sigur Verstappens í syndaborginni heldur óvæntum titilvonum hans lifandi í að minnsta kosti eina viku í viðbót. Putting on the shades in the cooldown car 😎✨#F1 #LasVegasGP pic.twitter.com/sxzzzpTd1p— Formula 1 (@F1) November 23, 2025 Verstappen virtist úr leik eftir sumarfríið en hefur barist aftur inn í titilbaráttuna með einum magnaðasta endaspretti sem hefur sést í Formúlu 1. Hollendingurinn hefur nú unnið fjóra af sjö kappökstrum eftir sumarfríið. Komst fram úr á fyrsta hring Verstappen náði yfirhöndinni í keppninni á laugardagskvöldið strax á fyrsta hring. Norris hafði byrjað á ráspól og færði sig ákveðið yfir brautina til að halda Red Bull-ökumanninum og ríkjandi fjórfalda heimsmeistaranum fyrir aftan sig, en fór svo of djúpt inn í fyrstu beygju. Það gerði Verstappen kleift að komast fram úr Norris í næstu beygju og Russell náði einnig að smeygja sér fram úr honum í annað sætið. Eftir það virtist forysta Verstappen aldrei vera í hættu. McLaren-liðið var bjartsýnt á að ná Verstappen á lokahringjunum, en vandamál með bílinn seint í keppninni varð til þess að Norris dróst verulega aftur úr á lokasprettinum. Verstappen wins, with Norris and Russell rounding out the top-three! 🙌Your points-finishers in Las Vegas ⬇️#F1 #LasVegasGP pic.twitter.com/sCcxsu5YqZ— Formula 1 (@F1) November 23, 2025 GPGuide | Standings : Here we go … 2 races left, and things remain tight & difficult up top … with @LandoNorris getting that much closer to getting his hands on the Drivers’ World Champion trophy. #F1 #LasVegasGP ♠️♥️♣️♦️ pic.twitter.com/ycSgfe4LWe— F1 GPGuide (@GPGuide) November 23, 2025
Akstursíþróttir Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira