Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. nóvember 2025 15:46 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Pawel Bartoszek ræddu kísiljárntolla í Sprengisandi. Vísir/Samsett Fyrrverandi utanríkisráðherra segir blasa við að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi ekki gert ráð fyrir að álagning verndartolla á kísiljárn frá Íslandi og Noregi mættu slíkri andstöðu og raun bar vitni. Atkvæðagreiðslunni hafi verið frestað sem gerist örsjaldan og smala hafi þurft löndum til að fá aðgerðirnar í gegn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þingmaður og fyrrverandi utanríkisráðherra segir rökstuðningur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að verndartollar á kísiljárn falli undir 112. og 113. grein EES-samningsins hæpinn. Þær greinar kveða á um að aðildarríki sé heimilt að leggja verndartolla að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, nefnilega „ef upp eru að koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar.“ Þórdís Kolbrún, Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar og Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins ræddu verndaraðgerðir Evrópusambandsins sem framkvæmdastjórnin samþykkti á þriðjudag við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þórdís Kolbrún og Pawel sammæltust um að íslensk stjórnvöld ættu að gera framkvæmdastjórninni mjög skýra andstöðu sína við aðgerðirnar og láta það álit sitt í ljós að þau telji aðgerðirnar brjóta gegn EES-samningnum. Hins vegar voru þau einnig sammála um að hefndaraðgerðir hefðu lítið upp úr sér og myndu fyrst og fremst bitna á íslenskum fyrirtækjum. Bergþór Ólason var annars sinnis og sagði að stjórnvöld ættu að bregðast við með afdráttarlausari hætti. Óskynsamleg skilaboð frá Brussel Lagalegu hlið málsins, það er að segja hvort aðgerðirnar rúmist innan þeirrar heimildar sem 112. og 113. grein samningsins veita, sagði Þórdís vera spurning um lagatæknilega útfærslu og að þó svo að Ísland ætti að sjálfsögðu að leita allra leiða til að leita úrlausnar málsins fyrir evrópskum ferlum væri pólitísk hlið málsins áhugaverðari. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að við deilum markmiðum ESB með verndarráðstöfunum. Við erum sammála því að það sé ekki til hagsbóta hvorki fyrir álfuna né þessa framleiðslu að það séu lönd sem eru í raun að dömpa inn á markaðinn og fara fram hjá reglum, sem gerir öðrum erfitt fyrir að spila samkvæmt þeim. Pólitísku skilaboðin sem ESB er að senda, ekki bara gagnvart Elkem á Íslandi og í Noregi, heldur í stóru myndinni eru að mínu mati óskynsamleg,“ sagði hún. Það blasi við að framkvæmdastjórnin hafi ekki gert sér grein fyrir því hve alvarlegum augum aðgerðirnar yrðu litnar á Íslandi, Noregi og Norðurlöndunum öllum. „Vegna þess að atkvæðagreiðslunni var frestað, sem gerist eiginlega aldrei, það þurfti að smala saman nægilegum fjölda landa til þess að styðja og það þurfti að telja þá út. Vonandi er það þannig að það sé hægt að treysta þeim orðum að þetta sé ekki fordæmisgefandi. En það er auðvitað ekkert óeðlilegt að spyrja sig hvort önnur svona pólitísk ákvörðun yrði tekin seinna,“ sagði Þórdís. Hefndaraðgerðir hafi ekkert upp úr sér Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar túlkar yfirlýsingu Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnarinnar um að aðgerðirnar séu ekki fordæmisgefandi á þann hátt að verið sé að senda stjórnvöldum á Íslandi þau skilaboð að þau megi ekki eiga von á fleiri sambærilegum aðgerðum í framtíðinni. Prinsippið skipti þó máli. „Alltaf þegar þarf að taka fram að eitthvað sé ekki fordæmisgefandi þá er það út af því að það er það,“ sagði hann. Hann sagði sjálfsagt að Ísland færi með málið fyrir EES-nefndina og kæmi því í ferli innan evrópska kerfisins. Þaðan væri hægt að vísa málinu í gerðardóm eða fyrir evrópskan dómstól. Sú leið standi Íslendingum til boða þó að ekki sé víst að stjórnvöld telji sig hagnast á því. Pawel sagðist ekki vilja útiloka það að beita þeim verkfærum sem Íslendingum standa til boða til að tjá ósætti okkar með skýrum hætti frekar en að grafa kerfisbundið undan EES-samningnum. „[E]ins og mér hefur heyrst einhverjir leggja til með því að segja: Hættum að samþykkja lög um langtímafjárfestingasjóði sem við erum að taka upp í EES-samninginn.“ Eins og einhverjum sé ekki drullusama um það í Brussel þó svo að Íslendingar neiti að samþykkja einhverja EES-reglugerð,“ sagði hann. EES-samningurinn skipti öllu máli Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins sagði að „færiband“ innleiðingar Evrópureglugerða á Alþingi hlyti að hökta við slíka aðför. Ekki síst sjálfsvirðingu Alþingis vegna. Þórdís Kolbrún sagði sjálfsagt að þingið brygðist við, tæki sér tíma til að láta óánægju sína í ljós en að ekki væri hægt að bjóða íslensku atvinnulífi upp á að tollakíting við Evrópusambandið. „Það þarf að hugsa það til enda. Við getum ekki verið þau sem ætla að fara að setja EES-samninginn í uppnám. Við berum ekki allan kostnað af því að innleiða þessar reglur, þessi samningur gefur okkur aðgang að 450 milljóna [manna] markaði. Ef við ætlum að slengja því að við ætlum bara að hætta að innleiða allar reglur. Það er EES-samningurinn sem skiptir öllu máli fyrir okkur,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þingmaður og fyrrverandi utanríkisráðherra. Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Evrópusambandið Skattar, tollar og gjöld Stóriðja Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur EES-samningurinn Sprengisandur Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þingmaður og fyrrverandi utanríkisráðherra segir rökstuðningur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að verndartollar á kísiljárn falli undir 112. og 113. grein EES-samningsins hæpinn. Þær greinar kveða á um að aðildarríki sé heimilt að leggja verndartolla að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, nefnilega „ef upp eru að koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar.“ Þórdís Kolbrún, Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar og Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins ræddu verndaraðgerðir Evrópusambandsins sem framkvæmdastjórnin samþykkti á þriðjudag við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þórdís Kolbrún og Pawel sammæltust um að íslensk stjórnvöld ættu að gera framkvæmdastjórninni mjög skýra andstöðu sína við aðgerðirnar og láta það álit sitt í ljós að þau telji aðgerðirnar brjóta gegn EES-samningnum. Hins vegar voru þau einnig sammála um að hefndaraðgerðir hefðu lítið upp úr sér og myndu fyrst og fremst bitna á íslenskum fyrirtækjum. Bergþór Ólason var annars sinnis og sagði að stjórnvöld ættu að bregðast við með afdráttarlausari hætti. Óskynsamleg skilaboð frá Brussel Lagalegu hlið málsins, það er að segja hvort aðgerðirnar rúmist innan þeirrar heimildar sem 112. og 113. grein samningsins veita, sagði Þórdís vera spurning um lagatæknilega útfærslu og að þó svo að Ísland ætti að sjálfsögðu að leita allra leiða til að leita úrlausnar málsins fyrir evrópskum ferlum væri pólitísk hlið málsins áhugaverðari. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að við deilum markmiðum ESB með verndarráðstöfunum. Við erum sammála því að það sé ekki til hagsbóta hvorki fyrir álfuna né þessa framleiðslu að það séu lönd sem eru í raun að dömpa inn á markaðinn og fara fram hjá reglum, sem gerir öðrum erfitt fyrir að spila samkvæmt þeim. Pólitísku skilaboðin sem ESB er að senda, ekki bara gagnvart Elkem á Íslandi og í Noregi, heldur í stóru myndinni eru að mínu mati óskynsamleg,“ sagði hún. Það blasi við að framkvæmdastjórnin hafi ekki gert sér grein fyrir því hve alvarlegum augum aðgerðirnar yrðu litnar á Íslandi, Noregi og Norðurlöndunum öllum. „Vegna þess að atkvæðagreiðslunni var frestað, sem gerist eiginlega aldrei, það þurfti að smala saman nægilegum fjölda landa til þess að styðja og það þurfti að telja þá út. Vonandi er það þannig að það sé hægt að treysta þeim orðum að þetta sé ekki fordæmisgefandi. En það er auðvitað ekkert óeðlilegt að spyrja sig hvort önnur svona pólitísk ákvörðun yrði tekin seinna,“ sagði Þórdís. Hefndaraðgerðir hafi ekkert upp úr sér Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar túlkar yfirlýsingu Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnarinnar um að aðgerðirnar séu ekki fordæmisgefandi á þann hátt að verið sé að senda stjórnvöldum á Íslandi þau skilaboð að þau megi ekki eiga von á fleiri sambærilegum aðgerðum í framtíðinni. Prinsippið skipti þó máli. „Alltaf þegar þarf að taka fram að eitthvað sé ekki fordæmisgefandi þá er það út af því að það er það,“ sagði hann. Hann sagði sjálfsagt að Ísland færi með málið fyrir EES-nefndina og kæmi því í ferli innan evrópska kerfisins. Þaðan væri hægt að vísa málinu í gerðardóm eða fyrir evrópskan dómstól. Sú leið standi Íslendingum til boða þó að ekki sé víst að stjórnvöld telji sig hagnast á því. Pawel sagðist ekki vilja útiloka það að beita þeim verkfærum sem Íslendingum standa til boða til að tjá ósætti okkar með skýrum hætti frekar en að grafa kerfisbundið undan EES-samningnum. „[E]ins og mér hefur heyrst einhverjir leggja til með því að segja: Hættum að samþykkja lög um langtímafjárfestingasjóði sem við erum að taka upp í EES-samninginn.“ Eins og einhverjum sé ekki drullusama um það í Brussel þó svo að Íslendingar neiti að samþykkja einhverja EES-reglugerð,“ sagði hann. EES-samningurinn skipti öllu máli Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins sagði að „færiband“ innleiðingar Evrópureglugerða á Alþingi hlyti að hökta við slíka aðför. Ekki síst sjálfsvirðingu Alþingis vegna. Þórdís Kolbrún sagði sjálfsagt að þingið brygðist við, tæki sér tíma til að láta óánægju sína í ljós en að ekki væri hægt að bjóða íslensku atvinnulífi upp á að tollakíting við Evrópusambandið. „Það þarf að hugsa það til enda. Við getum ekki verið þau sem ætla að fara að setja EES-samninginn í uppnám. Við berum ekki allan kostnað af því að innleiða þessar reglur, þessi samningur gefur okkur aðgang að 450 milljóna [manna] markaði. Ef við ætlum að slengja því að við ætlum bara að hætta að innleiða allar reglur. Það er EES-samningurinn sem skiptir öllu máli fyrir okkur,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þingmaður og fyrrverandi utanríkisráðherra.
Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Evrópusambandið Skattar, tollar og gjöld Stóriðja Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur EES-samningurinn Sprengisandur Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira