Íslenski boltinn

Aron Jó leystur undan samningi hjá Val

Aron Guðmundsson skrifar
Aron Jóhannsson skoraði eitt marka Vals í sigri liðsins á FH
Aron Jóhannsson skoraði eitt marka Vals í sigri liðsins á FH Vísir/Hulda Margrét

Aron Jóhannsson hefur verið leystur undan samningi hjá Bestu deildar liði Vals í fótbolta. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild Vals í dag og er Aroni því frjálst að semja við annað félag. 

Alls lék Aron 76 leiki fyrir Val í efstu deild og skoraði nítján mörk í þeim leikjum. 

Hinn 35 ára gamli Aron á að baki feril í atvinnumennsku erlendis sem og með bandaríska landsliðinu. 

Hann gekk í raðir Vals frá pólska félaginu Lech Poznan árið 2022 og eftir nokkurra ára veru á Hlíðarenda framlengdi hann samning sinn við Val til ársins 2026.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×