Handbolti

KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KA hélt sigurgöngu sinni áfram í KA-húsinu.
KA hélt sigurgöngu sinni áfram í KA-húsinu. vísir/Diego

KA fylgdi eftir sigri á nágrönnum sínum í Þór með xx marka sigri á Selfossi í KA-húsinu í Olís deild karla í handbolta í kvöld.

KA vann leikinn 33-28 eftir að hafa verið 21-15 yfir í hálfleik.

KA-menn voru með frumkvæðið allan leikinn og það voru margir að skila til liðsins í kvöld.

KA-menn eru gríðarlega sterkir heima í KA-húsinu þar sem þeir hafa unnið fimm af sex deildarleikjum sínum í vetur þar af þá fimm síðustu.

Bjarni Ófeigur Valdimarsson var öflugur með sjö mörk og sjö stoðsendingar.

Georgíumaðurinn Giorgi Dikhaminjia skoraði sjö mörk og Morten Linder var með sex mörk og fimm stoðsendingar.

Einar Birgir Stefánsson og Jens Bragi Bergþórsson skoruðu báðir fjögur mörk.

Anton Breki Hjaltason skoraði níu mörk fyrir Selfoss og Jason Dagur Þórisson var með sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×