„Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. nóvember 2025 12:04 Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem stjörnu Sævar. Gisting á Íslandi er nánast uppbókuð í tengslum við almyrkva á sólu í ágúst á næsta ári og stjórnvöld hafa skipað stýrihóp sem á að samræma og samhæfa undirbúning vegna myrkvans. Sævar Helgi Bragason stjörnuáhugamaður segir að dæmi séu um að verð á gistingu hafi fjórfaldast. Almyrkvi á sólu verður þann 12. ágúst næsta sumar en þetta verður í fyrsta sinn síðan árið 1954 sem almyrkvi verður sýnilegur á Íslandi. Almyrkvaslóðin mun liggja yfir Vestfirði, Snæfellsnes, höfuðborgarsvæðið og Reykjanesskaga og er þegar orðið vart við gríðarlegan áhuga erlendra ferðamanna á að sækja Ísland heim í tengslum við myrkvann. Sævar Helgi Bragason stjörnuáhugamaður sem heldur úti vefsíðunni solmyrkvi2026.is segir að þau fáu hótelherbergi sem séu laus séu á gríðarlega háu verði. „Ég er farinn að fá tölvupósta frá fólki sem ég kannast við og kannast ekki við sem er í vandræðum með að leita og finna gistingu bæði innan og utan slóðar,“ sagði Sævar Helgi í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fjórföld verðhækkun á gistingu Einnig er mikil eftirspurn eftir íbúðagistingu og þar ræður lögmálið um framboð og eftirspurn, fáir láti hátt verð stoppa sig í að sjá viðburð sem þennan. „Ég fékk einmitt tölvupóst frá manni sem var að reyna að bóka Airbnb og lenti í því að honum tókst að bóka en svo var bara afbókað jafnharðan þegar fólk áttaði sig á um hvaða dagsetningu var að ræða og þá var verð hækkað tvöfalt, þrefalt og jafnvel fjórfalt. Þetta hefur líka neikvæðar hliðar, fólk fær pínu neikvæða mynd af því hvernig kaupin gerast á eyrinni og þetta hefur áhrif á orðspor.“ Stjórnvöld hafa skipað stýrihóp í tengslum við sólmyrkvann sem hefur það hlutverk að tryggja yfirsýn allra verkþátta sem tengjast atburðinum. „Það þarf að huga að umferð, sérstaklega á stöðum sem er líklegt að verði mjög annasamir og það á sérstaklega við um Snæfellsnesið, bæði norðanvert og sunnanvert þar sem vegir eru ekki endilega þeir bestu á landinu. Það eru fyrst og fremst umferðamál, safnsvæði þar sem fólk getur komið saman og sömuleiðis þjónusta og salernismál því þetta verður svona þjóðhátíðarstemmning, nema bara margföld“. Lýst yfir neyðarástandi fyrir fram Sævar Helgi segir Íslendinga ekki átta sig á fyrir hversu stór viðburður þetta sé. „Við erum ekki eins illa undirbúin og við vorum fyrir nokkrum mánuðum síðan en það er þökk sé þrotlausri vinnu að ýta á hagsmunaaðila. Þetta er allt að koma en betur má ef duga skal. Þetta er gullið tækifæri sem við eigum að grípa, ekki bara fyrir ferðafólkið heldur fyrir okkur sjálf því við fáum ekki að upplifa þennan atburð aftur fyrr en eftir 170 ár, árið 2196.“ Eins og áður segir má búast við töluverðum atgangi þegar að sólmyrkvanum kemur. „Það er eitthvað sem gerist alls staðar í heiminum og til dæmis í Bandaríkjunum var ákveðið að lýsa yfir neyðarástandi fyrir fram vegna umferðar sem búist var við, við eigum ekki von á alveg eins mikilli umferð en þetta verður mjög mikið fár og fólk þarf að átta sig á því en sem betur fer er það samtal hafið.“ Sveitarfélög þurfi að huga að tjaldsvæðum Þá sé sömuleiðis mikil eftirspurn eftir tjaldsvæðum, tjaldvögnum og bílastæðum fyrir þá. Sveitarfélög þurfi að hafa það í huga. „Ég fæ helling af fyrirspurnum um ráðleggingar hvar fólk á að vera og er að reyna mitt besta við að aðstoða. Ég get voðalega lítið sagt þegar ekki er búið að ákveða hvar fólk á að safnast saman og þarf að vita það sem fyrst hjá sveitarfélögunum.“ Hann segir um að ræða gullið tækifæri til að efla áhuga barna á vísindum og náttúru sem veiti ekki af. Hann vill að farið verði í fræðsluátak og segir að augu allra barna muni beinast til himins þennan dag. „Þau munu öll upplifa eitthvað stórkostlegt sama hvort það verður skýjað eða heiðskírt og við ætlum ekki að missa af því tækifæri, ég bara trúi því ekki,“ sagði Sævar Helgi að lokum. Almyrkvi 12. ágúst 2026 Ferðaþjónusta Airbnb Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Almyrkvi á sólu verður þann 12. ágúst næsta sumar en þetta verður í fyrsta sinn síðan árið 1954 sem almyrkvi verður sýnilegur á Íslandi. Almyrkvaslóðin mun liggja yfir Vestfirði, Snæfellsnes, höfuðborgarsvæðið og Reykjanesskaga og er þegar orðið vart við gríðarlegan áhuga erlendra ferðamanna á að sækja Ísland heim í tengslum við myrkvann. Sævar Helgi Bragason stjörnuáhugamaður sem heldur úti vefsíðunni solmyrkvi2026.is segir að þau fáu hótelherbergi sem séu laus séu á gríðarlega háu verði. „Ég er farinn að fá tölvupósta frá fólki sem ég kannast við og kannast ekki við sem er í vandræðum með að leita og finna gistingu bæði innan og utan slóðar,“ sagði Sævar Helgi í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fjórföld verðhækkun á gistingu Einnig er mikil eftirspurn eftir íbúðagistingu og þar ræður lögmálið um framboð og eftirspurn, fáir láti hátt verð stoppa sig í að sjá viðburð sem þennan. „Ég fékk einmitt tölvupóst frá manni sem var að reyna að bóka Airbnb og lenti í því að honum tókst að bóka en svo var bara afbókað jafnharðan þegar fólk áttaði sig á um hvaða dagsetningu var að ræða og þá var verð hækkað tvöfalt, þrefalt og jafnvel fjórfalt. Þetta hefur líka neikvæðar hliðar, fólk fær pínu neikvæða mynd af því hvernig kaupin gerast á eyrinni og þetta hefur áhrif á orðspor.“ Stjórnvöld hafa skipað stýrihóp í tengslum við sólmyrkvann sem hefur það hlutverk að tryggja yfirsýn allra verkþátta sem tengjast atburðinum. „Það þarf að huga að umferð, sérstaklega á stöðum sem er líklegt að verði mjög annasamir og það á sérstaklega við um Snæfellsnesið, bæði norðanvert og sunnanvert þar sem vegir eru ekki endilega þeir bestu á landinu. Það eru fyrst og fremst umferðamál, safnsvæði þar sem fólk getur komið saman og sömuleiðis þjónusta og salernismál því þetta verður svona þjóðhátíðarstemmning, nema bara margföld“. Lýst yfir neyðarástandi fyrir fram Sævar Helgi segir Íslendinga ekki átta sig á fyrir hversu stór viðburður þetta sé. „Við erum ekki eins illa undirbúin og við vorum fyrir nokkrum mánuðum síðan en það er þökk sé þrotlausri vinnu að ýta á hagsmunaaðila. Þetta er allt að koma en betur má ef duga skal. Þetta er gullið tækifæri sem við eigum að grípa, ekki bara fyrir ferðafólkið heldur fyrir okkur sjálf því við fáum ekki að upplifa þennan atburð aftur fyrr en eftir 170 ár, árið 2196.“ Eins og áður segir má búast við töluverðum atgangi þegar að sólmyrkvanum kemur. „Það er eitthvað sem gerist alls staðar í heiminum og til dæmis í Bandaríkjunum var ákveðið að lýsa yfir neyðarástandi fyrir fram vegna umferðar sem búist var við, við eigum ekki von á alveg eins mikilli umferð en þetta verður mjög mikið fár og fólk þarf að átta sig á því en sem betur fer er það samtal hafið.“ Sveitarfélög þurfi að huga að tjaldsvæðum Þá sé sömuleiðis mikil eftirspurn eftir tjaldsvæðum, tjaldvögnum og bílastæðum fyrir þá. Sveitarfélög þurfi að hafa það í huga. „Ég fæ helling af fyrirspurnum um ráðleggingar hvar fólk á að vera og er að reyna mitt besta við að aðstoða. Ég get voðalega lítið sagt þegar ekki er búið að ákveða hvar fólk á að safnast saman og þarf að vita það sem fyrst hjá sveitarfélögunum.“ Hann segir um að ræða gullið tækifæri til að efla áhuga barna á vísindum og náttúru sem veiti ekki af. Hann vill að farið verði í fræðsluátak og segir að augu allra barna muni beinast til himins þennan dag. „Þau munu öll upplifa eitthvað stórkostlegt sama hvort það verður skýjað eða heiðskírt og við ætlum ekki að missa af því tækifæri, ég bara trúi því ekki,“ sagði Sævar Helgi að lokum.
Almyrkvi 12. ágúst 2026 Ferðaþjónusta Airbnb Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira