Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar 1. desember 2025 07:00 Ég er knúinn til að svara grein á Vísi hinn 26. nóvember þar sem formaður Landssambands eldri borgara viðrar áhyggjur sínar af kjörum eldri borgara. Þar lýsti hann óánægju með að ríkisstjórnin væri ekki að gera nógu mikið til að bæta lífsgæði aldraðra. Það er hægt að taka undir með formanninum að vissu leyti. Þessi málaflokkur hefur verið vanræktur lengi og því mikið verk er fyrir höndum Barátta Landssambands eldri borgara fyrir bættum kjörum og virðingu eldra fólks er aðdáunarverð og gríðarlega mikilvæg. Við heyrum ákallið og deilum þeirri sýn að enginn eldri borgari eigi að búa við fátækt eða óvissu á efri árum. Margt hefur þó áunnist á þeim stutta tíma sem Flokkur fólksins hefur átt sæti við ríkisstjórnarborðið. Á aðeins einu ári hefur okkur tekist að höggva á hnút sem hefur verið reyrður í áratugi. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hefur hleypt af stað þjóðarátaki í uppbyggingu hjúkrunarrýma sem mun fjölga um mörg hundruð á næstu misserum og örfáum árum. Á sama tíma tók ríkisstjórnin þá stór pólitísku ákvörðun að taka kostnaðinn við uppbyggingu hjúkrunarheimila alfarið yfir og létta þannig 15 prósenta kostnaðarþátttöku af sveitarfélögum. Þetta var nauðsynlegt skref til að ryðja úr vegi hindrunum sem áður töfðu framkvæmdir. Þegar kemur að uppbyggingu hjúkrunarrýma má segja að við höfum áorkað meiru á nokkrum mánuðum en fyrri ríkisstjórn á tveimur kjörtímabilum. Stefnt er að því að útrýma biðlistum eftir hjúkrunarrýmum og leysa þar með fráflæðisvanda Landsspítalans. Flokkur fólksins og ríkisstjórnin láta ekki staðar numið þar. Á undanförnum áratug eða svo hefur átt sér stað mikil kjaragliðnun milli greiðslna almannatrygginga og lægstu launa í landinu þannig að nú munar þar yfir 100 þúsund krónum á mánuði. Þess vegna hefur félags- og húsnæðismálaráðherra lagt fram frumvarp um að tengja greiðslur almannatrygginga við launavísitölu. Það er grundvallaratriði til að tryggja að eldri borgarar sitji við sama kjaraborð og launafólk í landinu. Frítekjumark vegna fjármagnstekna og greiðslna frá lífeyrissjóðum verður einnig tvöfaldað og tryggt að aldurstengd örorkuuppbót falli ekki niður við 67 ára aldur. Þetta eru stórar aðgerðir sem munu hafa raunveruleg áhrif á tekjur þeirra sem þarfnast þess mest. Þá munu þúsundir efnaminni eldri borgara í fyrsta skipti fá skattfrjálsa eingreiðslu, eða jólabónus, í desember sem skerðir ekki aðrar greiðslur almannatrygginga Ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar tók við erfiðu búi. Miklum halla á ríkissjóði, verðbólgu og háum vöxtum sem bitna á öllum. Flokkur fólksins hefur hins vegar ákveðið að forgangsráð þeim fjármunum sem ráðuneyti hans hafa í þágu eldri borgara. Um þessar mundir er aðeins ár liðið af kjörtímabilinu og Flokkur fólksins og ríkisstjórnin öll eru samstíga um að gera enn betur til að bæta kjör þeirra sem minnst hafa til skiptanna í þjóðfélaginu. Til að ná árangri þurfum við að standa saman. Það er mikilvægt að styðja við bakið á þeim sem setja málefni aldraðra í forgang og þora að láta verkin tala. Höldum áfram samtalinu og samstarfinu. Markmiðið er skýrt og sameiginlegt: Að tryggja öllum eldri borgurum áhyggjulaust ævikvöld. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Pálmason Flokkur fólksins Eldri borgarar Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er knúinn til að svara grein á Vísi hinn 26. nóvember þar sem formaður Landssambands eldri borgara viðrar áhyggjur sínar af kjörum eldri borgara. Þar lýsti hann óánægju með að ríkisstjórnin væri ekki að gera nógu mikið til að bæta lífsgæði aldraðra. Það er hægt að taka undir með formanninum að vissu leyti. Þessi málaflokkur hefur verið vanræktur lengi og því mikið verk er fyrir höndum Barátta Landssambands eldri borgara fyrir bættum kjörum og virðingu eldra fólks er aðdáunarverð og gríðarlega mikilvæg. Við heyrum ákallið og deilum þeirri sýn að enginn eldri borgari eigi að búa við fátækt eða óvissu á efri árum. Margt hefur þó áunnist á þeim stutta tíma sem Flokkur fólksins hefur átt sæti við ríkisstjórnarborðið. Á aðeins einu ári hefur okkur tekist að höggva á hnút sem hefur verið reyrður í áratugi. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hefur hleypt af stað þjóðarátaki í uppbyggingu hjúkrunarrýma sem mun fjölga um mörg hundruð á næstu misserum og örfáum árum. Á sama tíma tók ríkisstjórnin þá stór pólitísku ákvörðun að taka kostnaðinn við uppbyggingu hjúkrunarheimila alfarið yfir og létta þannig 15 prósenta kostnaðarþátttöku af sveitarfélögum. Þetta var nauðsynlegt skref til að ryðja úr vegi hindrunum sem áður töfðu framkvæmdir. Þegar kemur að uppbyggingu hjúkrunarrýma má segja að við höfum áorkað meiru á nokkrum mánuðum en fyrri ríkisstjórn á tveimur kjörtímabilum. Stefnt er að því að útrýma biðlistum eftir hjúkrunarrýmum og leysa þar með fráflæðisvanda Landsspítalans. Flokkur fólksins og ríkisstjórnin láta ekki staðar numið þar. Á undanförnum áratug eða svo hefur átt sér stað mikil kjaragliðnun milli greiðslna almannatrygginga og lægstu launa í landinu þannig að nú munar þar yfir 100 þúsund krónum á mánuði. Þess vegna hefur félags- og húsnæðismálaráðherra lagt fram frumvarp um að tengja greiðslur almannatrygginga við launavísitölu. Það er grundvallaratriði til að tryggja að eldri borgarar sitji við sama kjaraborð og launafólk í landinu. Frítekjumark vegna fjármagnstekna og greiðslna frá lífeyrissjóðum verður einnig tvöfaldað og tryggt að aldurstengd örorkuuppbót falli ekki niður við 67 ára aldur. Þetta eru stórar aðgerðir sem munu hafa raunveruleg áhrif á tekjur þeirra sem þarfnast þess mest. Þá munu þúsundir efnaminni eldri borgara í fyrsta skipti fá skattfrjálsa eingreiðslu, eða jólabónus, í desember sem skerðir ekki aðrar greiðslur almannatrygginga Ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar tók við erfiðu búi. Miklum halla á ríkissjóði, verðbólgu og háum vöxtum sem bitna á öllum. Flokkur fólksins hefur hins vegar ákveðið að forgangsráð þeim fjármunum sem ráðuneyti hans hafa í þágu eldri borgara. Um þessar mundir er aðeins ár liðið af kjörtímabilinu og Flokkur fólksins og ríkisstjórnin öll eru samstíga um að gera enn betur til að bæta kjör þeirra sem minnst hafa til skiptanna í þjóðfélaginu. Til að ná árangri þurfum við að standa saman. Það er mikilvægt að styðja við bakið á þeim sem setja málefni aldraðra í forgang og þora að láta verkin tala. Höldum áfram samtalinu og samstarfinu. Markmiðið er skýrt og sameiginlegt: Að tryggja öllum eldri borgurum áhyggjulaust ævikvöld. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun