Lífið

Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Áslaug Arna átti 35 ára afmæli í gær.
Áslaug Arna átti 35 ára afmæli í gær. Instagram

Sjálfstæðiskonan og fyrrum ráðherran Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir átti 35 ára afmæli í gær og naut dagsins á fjarlægum slóðum. Skvísan er stödd í Kólumbíu þar sem hún fagnaði brúðkaupi vina sinna Davíðs Þorlákssonar og Daniels Barrios Castilla. 

Áslaug klæddist auðvitað bláum kjól í brúðkaupinu á laugardag enda hennar einkennislitur. 

Áslaug rokkaði bláan kjól í brúðkaupinu.Instagram

Á Instagram síðu sinni skrifar hún að það hafi verið mjög gaman í brúðkaupinu og fer í leiðinni yfir liðið og viðburðaríkt ár, sem fór sannarlega ekki eins og hún hefði séð fyrir sér. 

Eftir að Áslaug tapaði formannsslaginum gegn Guðrúnu Hafsteinsdóttur tók hún U-beygju og skellti sér í nám við Columbia háskóla í New York. Hún segist stolt af þessu ári og hlakkar mikið til þess næsta. 

Í gærkvöldi fagnaði hún svo 35 árunum með 30 manns í afmæliskvöldmat og segist ekki geta hugsað sér betri leið til að halda upp á daginn. 

30 manns samankomnir í afmæliskvöldmat Áslaugar.Instagram





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.