Sport

Fékk morð­hótun í miðjum leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cooke er hér að láta Chestnut heyra það.
Cooke er hér að láta Chestnut heyra það. vísir/getty

Sparkarar í NFL-deildinni eru almennt ekki þekktir fyrir mikil læti en nú er einn þeirra að gera sig breiðan.

Það sauð nefnilega upp úr í leik Tennessee Titans og Jacksonville Jaguars í Nashville um nýliðna helgi.

Þá fauk hraustlega í Logan Cooke, punter hjá Jaguars. Hlaupari Titans, Julius Chestnut, lenti tvisvar í átökum við Cooke og það fór illa í sparkarann.

„Ég var bara að spila fast eins og eðlilegt er. Þá kom hann upp að mér og sagðist ætla að drepa mig,“ sagði Chestnut um samskiptin við Cooke.

„Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu því ég hef aldrei lent í svona atviki áður.“

NFL-deildin mun örugglega óska eftir útskýringum frá Cooke á þessari hegðun hans.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×