Innlent

Viðrar hug­mynd um að gera full­veldis­daginn að rauðum degi

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Kristrún segir daginn eiga sérstakan sess í hennar hjarta.
Kristrún segir daginn eiga sérstakan sess í hennar hjarta. Vísir/Ívar Fannar

Kristrún Frostadóttir birti færslu á Facebook í tilefni fullveldisdags Íslands. Þar viðrar hún hugmynd sína um að dagurinn ætti að vera rauður dagur.

„1. desember 1918 markaði kaflaskil í lífi þjóðarinnar og þessi dagur á sérstakan sess í mínu hjarta,“ skrifar forsætisráðherrann í færslunni.

Kristrún tekur þá fram að hún hafi áður viðrað þá hugmynd að 1. desember yrði rauður dagur. Hún spyr fylgjendur sína hvað þeim finnist um hugmyndina og hvort hún ætti að viðra hana við verkalýðshreyfinguna og Samtök atvinnurekenda.

Áður fyrr var dagurinn frídagur í skólum og verslunum og skrifstofum yfirleitt lokað eftir hádegi. Árið 1963 var ákveðið með sérstökum kjaradómi að dagurinn skyldi ekki teljast sem almennur frídagur. Skólar landsins gáfu frí alveg til ársins 1995 en það ár féllust kennarar á það með kjarasamningi að kennsluskylda væri á fullveldisdaginn.

Rauðir dagar flokkast sem stórhátíðardagar, líkt og nýársdagur, aðfangadagur, jóladagur og þjóðhátíðardagur Íslendinga.


Tengdar fréttir

Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra

Á þessum degi fyrir 107 árum varð Ísland fullvalda ríki en Halla Tómasdóttir forseti Íslands sendir landsmönnum heillaóskir að því tilefni. Þar sem alþingiskosningar fóru fram daginn fyrir fullveldisafmælið í fyrra verður þetta í fyrsta sinn sem dagskrá Höllu verður með hefðbundnu sniði á fullveldisdaginn eftir að hún tók við embætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×