Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2025 18:07 Mikil flóð hafa valdið gífulegum skemmdum og fjölda dauðsfalla í Suðaustur-Asíu síðustu daga. AP/Binsar Bakkara Að minnsta kosti 604 eru látnir eftir mikil flóð á Indónesíu og að minnsta kosti 464 er enn saknað. Í heildina er vitað til þess að rúmlega þúsund manns hafi dáið vegna flóða í þremur löndum í Suðaustur-Asíu og er rúmlega átta hundruð saknað. Innviðir á Indónesíu urðu fyrir miklum skemmdum og hafa björgunarsveitir ekki enn náð til svæða sem talið er að hafi orðið illa úti. Er það meðal annars vegna mikið skemmdra vega og annarra innviða, samkvæmt AP fréttaveitunni. Prabowo Subianto, forseti Indónesíu, sagði blaðamönnum í dag að taka þyrfti betur á veðurfarsbreytingum, sem spila rullu í því að gera hamfarir sem þessar verri en ella. Hann sagði að grípa þyrfti til aðgerða til að vernda umhverfið en í senn bæta varnir vegna frekari veðurhamfara í framtíðinni sem rekja megi til veðurfarsbreytinga. Á Sri Lanka eru að minnsta kosti 366 látnir og að minnsta kosti 367 er saknað. Um 218 þúsund manns halda til í neyðarskýlum eftir rigninguna og flóðin. Í Taílandi eru að minnsta kosti 176 látnir. Flóðin þar höfðu mikil áhrif á byggðir í sunnanverðu landinu. Áætlað er að um 3,9 milljónir manna hafi orðið fyrir áhrifum og hafa margir ekki aðgang að hreinu vatni eða rafmagni. Í frétt BBC segir að veðurhamfarirnar hafi komið til vegna nokkurra þátta. Monsúnvindar sem flytja rakt loft til Suðaustur-Asíu hafi þar spilað inn í auk óveðursins Senyar. Því óveðri hefur fylgt gífurleg rigning og í einhverjum tilfellum hefur hún mælst hálfur metri á nokkrum dögum. Indónesía Srí Lanka Taíland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Að minnsta kosti 193 eru látnir eftir einar verstu veðurhamfarir síðustu ára í Srí Lanka eftir að hvirfilbylurinn Ditwah reið yfir landið. Yfir hundrað þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín. 30. nóvember 2025 09:45 Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Að minnsta kosti 145 eru látnir eftir mikil flóð í suðurhluta Taílands. Dregið hefur úr flóðunum og eru gífurlegar skemmdir að líta dagsins ljós. Áætlað er að flóðin hafi haft áhrif á um 1,2 milljónir heimila og um 3,6 milljónir manna í tólf héruðum Taílands. 28. nóvember 2025 16:34 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Sjá meira
Innviðir á Indónesíu urðu fyrir miklum skemmdum og hafa björgunarsveitir ekki enn náð til svæða sem talið er að hafi orðið illa úti. Er það meðal annars vegna mikið skemmdra vega og annarra innviða, samkvæmt AP fréttaveitunni. Prabowo Subianto, forseti Indónesíu, sagði blaðamönnum í dag að taka þyrfti betur á veðurfarsbreytingum, sem spila rullu í því að gera hamfarir sem þessar verri en ella. Hann sagði að grípa þyrfti til aðgerða til að vernda umhverfið en í senn bæta varnir vegna frekari veðurhamfara í framtíðinni sem rekja megi til veðurfarsbreytinga. Á Sri Lanka eru að minnsta kosti 366 látnir og að minnsta kosti 367 er saknað. Um 218 þúsund manns halda til í neyðarskýlum eftir rigninguna og flóðin. Í Taílandi eru að minnsta kosti 176 látnir. Flóðin þar höfðu mikil áhrif á byggðir í sunnanverðu landinu. Áætlað er að um 3,9 milljónir manna hafi orðið fyrir áhrifum og hafa margir ekki aðgang að hreinu vatni eða rafmagni. Í frétt BBC segir að veðurhamfarirnar hafi komið til vegna nokkurra þátta. Monsúnvindar sem flytja rakt loft til Suðaustur-Asíu hafi þar spilað inn í auk óveðursins Senyar. Því óveðri hefur fylgt gífurleg rigning og í einhverjum tilfellum hefur hún mælst hálfur metri á nokkrum dögum.
Indónesía Srí Lanka Taíland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Að minnsta kosti 193 eru látnir eftir einar verstu veðurhamfarir síðustu ára í Srí Lanka eftir að hvirfilbylurinn Ditwah reið yfir landið. Yfir hundrað þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín. 30. nóvember 2025 09:45 Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Að minnsta kosti 145 eru látnir eftir mikil flóð í suðurhluta Taílands. Dregið hefur úr flóðunum og eru gífurlegar skemmdir að líta dagsins ljós. Áætlað er að flóðin hafi haft áhrif á um 1,2 milljónir heimila og um 3,6 milljónir manna í tólf héruðum Taílands. 28. nóvember 2025 16:34 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Sjá meira
Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Að minnsta kosti 193 eru látnir eftir einar verstu veðurhamfarir síðustu ára í Srí Lanka eftir að hvirfilbylurinn Ditwah reið yfir landið. Yfir hundrað þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín. 30. nóvember 2025 09:45
Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Að minnsta kosti 145 eru látnir eftir mikil flóð í suðurhluta Taílands. Dregið hefur úr flóðunum og eru gífurlegar skemmdir að líta dagsins ljós. Áætlað er að flóðin hafi haft áhrif á um 1,2 milljónir heimila og um 3,6 milljónir manna í tólf héruðum Taílands. 28. nóvember 2025 16:34