Innlent

Al­var­legt um­ferðar­slys á Suður­strandar­vegi

Atli Ísleifsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna málsins. Fréttin er úr safni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna málsins. Fréttin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Alvarlegt umferðarslys var á Suðurstandarvegi, rétt austan afleggjarans við Vigdísarvelli, í morgun. Að minnsta kosti einn er alverlega slasaður.

Eyþór Rúnar Þórarinsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að bíll hafi þar oltið.

Eyþór segir að búið sé að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna slyssins. Aðstæður á vettvangi séu erfiðar og mikil hálka á svæðinu.

Fréttin verður uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×