Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2025 14:33 Kristín Birna Ólafsdóttir, afreksstjóri ÍSÍ. Mynd/ÍSÍ Nýr launasjóður ÍSÍ var kynntur til sögunnar með pompi og prakt í höfuðstöðvum ÍSÍ í gær. Afreksíþróttafólk landsins andar léttar og nýtur loks réttinda launafólks eftir margra ára baráttu fyrir bættum kjörum og fjárhagslegu öryggi. Hæstráðendur hjá ÍSÍ bíða þess að fjármagn í sjóðinn verði sett á fjármálaáætlun. Fremsta íþróttafólk landsins í einstaklingumgreinum hefur í fjöldamörg ár kallað eftir breytingum á launa- og styrkjakerfi ÍSÍ svo þau geti notið álíka réttinda og fólk á almennum vinnumarkaði. Áföll, óvæntar uppákomur eða missir á styrktarfé hefur getað orðið til mikils ama. Breyting varð á þegar 38 einstaklingar í fremstu röð hérlendis var skráð á launaskrá nýs launasjóðs ÍSÍ með tilheyrandi kjara- og réttindabótum. „Þetta er gleðidagur og þetta eru tímamót fyrir afreksíþróttafólkið, íþróttahreyfinguna og þjóðina í þessum efnum. Hér erum við að raungera það sem rétt hefur verið lengi, ákall íþróttafólks eftir auknum stuðnings,“ segir Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, um áfangann. Tímamót fyrir þjóðina segir Willum Þór, forseti ÍSÍ.Vísir/Ívar Fannar „Það hefur sannarlega verið þannig að það hefur verið hægt að styðja við íþróttafólkið í gegnum styrki og það heldur áfram. En þessi viðbót gerir þeim kleift að borga í lífeyrissjóð, að vera skattgreiðendur á Íslandi og afla sér þessara réttinda sem eru svo mikilvæg,“ segir þá Kristín Birna Ólafsdóttir, afreksstjóri ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild. Framlag til sérsambanda skerðist ekki Fjármagn til afreksíþrótta var aukið um 637 milljónir milli ára í fjárlögum þessa árs. Þar af fóru um 323 milljónir í Afrekssjóð ÍSÍ sem skiptist milli sérsambanda á vegum ÍSÍ. Nýr Launasjóður nýtur einnig góðs af aukningunni og uppsetning hans gerir ekki að verkum að áðurnefnd framlög til sérsambanda skerðist. Klippa: Afreksstjóri ÍSÍ ræðir nýjan Launasjóð „Nei, það skerðist ekki. Á þessu ári komu 637 milljónir aukalega inn í afreksstarf á Íslandi. Það var strax ákveðið að setja 300 milljónir af því beint inn í sérsamböndin. Það er þá viðbót frá því sem áður var,“ segir Kristín Birna og bætir við: „Enda er rosalega mikilvægt að þau standi sterk í sínu og geti sinnt sínu starfi áður en við förum að tala um frekari yfirbyggingu. Það var mjög mikilvægt að setja fjármagn í sérsamböndin og engin skerðing þar á.“ Hluti fésins fari einnig í aðstoð við ungt landsliðsfólk en mikið hefur verið fjallað um sligandi kostnað af landsliðsverkefnum yngri landsliða, til að mynda í handbolta og körfubolta. „Þar að auki var sett fjármagn í kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi sem hefur líka verið mikið í fjölmiðlaumræðunni, að ungmenni sem þurfi að borga mjög mikið með sér og fjölskyldur sjái fyrir að geta ekki greitt undir börnin sín, svo það komu 100 milljónir inn í það verkefni. Svo kom inn í launasjóðinn og starfsemi skrifstofunnar,“ segir Kristín Birna. Vonast til að festa fjármagnið á blaði Ásmundur Einar Daðason var ráðherra í fyrri ríkisstjórn sem lagði aukninguna til í lok árs 2024. Fjármagnið var þá viðbótar framlag frá mennta- og barnamálaráðuneytinu á fjárlögum þessa árs. Klippa: Willum ræðir nýjan Launasjóð Þess er þó beðið að nýr Launasjóður fari formlega á fjármálaáætlun til næstu ára. „Við erum með þetta fjármagnað á þessu ári og treystum á að við fáum þetta aftur á næsta ári. Þetta er ekki komið inn í samning til næstu fimm ára en við erum sannarlega að vonast til þess að hægt sé að festa þetta á blaði,“ segir Kristín Birna. „Hún er á fjárlögum þess árs en auðvitað eru fjárlögin byggð upp þannig að þau byggja á fjármálaáætlun til fimm ára. Það er inni í þeim ramma og fjárlög hvers árs byggja á þeim. Það má segja að þannig sé það tryggt, en það er gamla góða klisjan að það er háð á samþykki Alþingis á hverju ári,“ segir Willum Þór. Viðtöl við þau Kristínu og Willum má sjá í heild í spilurunum að ofan. ÍSÍ Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Sjá meira
Fremsta íþróttafólk landsins í einstaklingumgreinum hefur í fjöldamörg ár kallað eftir breytingum á launa- og styrkjakerfi ÍSÍ svo þau geti notið álíka réttinda og fólk á almennum vinnumarkaði. Áföll, óvæntar uppákomur eða missir á styrktarfé hefur getað orðið til mikils ama. Breyting varð á þegar 38 einstaklingar í fremstu röð hérlendis var skráð á launaskrá nýs launasjóðs ÍSÍ með tilheyrandi kjara- og réttindabótum. „Þetta er gleðidagur og þetta eru tímamót fyrir afreksíþróttafólkið, íþróttahreyfinguna og þjóðina í þessum efnum. Hér erum við að raungera það sem rétt hefur verið lengi, ákall íþróttafólks eftir auknum stuðnings,“ segir Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, um áfangann. Tímamót fyrir þjóðina segir Willum Þór, forseti ÍSÍ.Vísir/Ívar Fannar „Það hefur sannarlega verið þannig að það hefur verið hægt að styðja við íþróttafólkið í gegnum styrki og það heldur áfram. En þessi viðbót gerir þeim kleift að borga í lífeyrissjóð, að vera skattgreiðendur á Íslandi og afla sér þessara réttinda sem eru svo mikilvæg,“ segir þá Kristín Birna Ólafsdóttir, afreksstjóri ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild. Framlag til sérsambanda skerðist ekki Fjármagn til afreksíþrótta var aukið um 637 milljónir milli ára í fjárlögum þessa árs. Þar af fóru um 323 milljónir í Afrekssjóð ÍSÍ sem skiptist milli sérsambanda á vegum ÍSÍ. Nýr Launasjóður nýtur einnig góðs af aukningunni og uppsetning hans gerir ekki að verkum að áðurnefnd framlög til sérsambanda skerðist. Klippa: Afreksstjóri ÍSÍ ræðir nýjan Launasjóð „Nei, það skerðist ekki. Á þessu ári komu 637 milljónir aukalega inn í afreksstarf á Íslandi. Það var strax ákveðið að setja 300 milljónir af því beint inn í sérsamböndin. Það er þá viðbót frá því sem áður var,“ segir Kristín Birna og bætir við: „Enda er rosalega mikilvægt að þau standi sterk í sínu og geti sinnt sínu starfi áður en við förum að tala um frekari yfirbyggingu. Það var mjög mikilvægt að setja fjármagn í sérsamböndin og engin skerðing þar á.“ Hluti fésins fari einnig í aðstoð við ungt landsliðsfólk en mikið hefur verið fjallað um sligandi kostnað af landsliðsverkefnum yngri landsliða, til að mynda í handbolta og körfubolta. „Þar að auki var sett fjármagn í kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi sem hefur líka verið mikið í fjölmiðlaumræðunni, að ungmenni sem þurfi að borga mjög mikið með sér og fjölskyldur sjái fyrir að geta ekki greitt undir börnin sín, svo það komu 100 milljónir inn í það verkefni. Svo kom inn í launasjóðinn og starfsemi skrifstofunnar,“ segir Kristín Birna. Vonast til að festa fjármagnið á blaði Ásmundur Einar Daðason var ráðherra í fyrri ríkisstjórn sem lagði aukninguna til í lok árs 2024. Fjármagnið var þá viðbótar framlag frá mennta- og barnamálaráðuneytinu á fjárlögum þessa árs. Klippa: Willum ræðir nýjan Launasjóð Þess er þó beðið að nýr Launasjóður fari formlega á fjármálaáætlun til næstu ára. „Við erum með þetta fjármagnað á þessu ári og treystum á að við fáum þetta aftur á næsta ári. Þetta er ekki komið inn í samning til næstu fimm ára en við erum sannarlega að vonast til þess að hægt sé að festa þetta á blaði,“ segir Kristín Birna. „Hún er á fjárlögum þess árs en auðvitað eru fjárlögin byggð upp þannig að þau byggja á fjármálaáætlun til fimm ára. Það er inni í þeim ramma og fjárlög hvers árs byggja á þeim. Það má segja að þannig sé það tryggt, en það er gamla góða klisjan að það er háð á samþykki Alþingis á hverju ári,“ segir Willum Þór. Viðtöl við þau Kristínu og Willum má sjá í heild í spilurunum að ofan.
ÍSÍ Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Sjá meira