Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2025 10:17 Sigurður Þórarinsson. Stjr Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað Sigurð Þórarinsson, tækni- og nýsköpunarstjóra Landspítala, í embætti forstöðumanns Stafrænnar heilsu – þróunar- og þjónustumiðstöðvar sem tekur til starfa 1. janúar 2026. Í tilkynningu segir að Stafræn heilsa verði miðlæg þróunar- og þjónustumiðstöð fyrir allt heilbrigðiskerfið, starfrækt sem hluti af heilbrigðisráðuneytinu á grundvelli 17. gr. laga um Stjórnarráð Íslands. „Þar verða sameinuð verkefni sem áður hafa verið dreifð, t.d. hjá Landspítala, embætti landlæknis, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilbrigðisþjónustu og ráðuneytinu. Í hinni nýju einingu verður einnig áhersla á starfræna nýsköpun þar með talið samskipti og stuðning við aðila á markaði. Þróun stafrænna lausna fyrir heilbrigðisþjónustuna í miðlægri einingu gerir kleift að byggja upp samræmda, stafræna innviði sem nýtast öllu heilbrigðiskerfinu. Áhersla verður á heilbrigðiskerfið sem heild og örugga skráningu, varðveislu og flutning heilbrigðisupplýsinga milli þjónustustiga og þjónustuveitenda,“ segir í tilkynningunni. Um Sigurð segir að hann hafi lokið B.Sc. prófi í iðnaðar- og vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og M.S.E prófi í iðnaðarverkfræði frá University of Washington í Seattle, Bandaríkjunum árið 1996. „Hann hefur víðtæka starfsreynslu á vettvangi tæknilausna á Íslandi og í Bandaríkjunum og hefur m.a. unnið á sviði hugbúnaðarþróunar og nýsköpunar, við rekstur og útvistun upplýsingatæknikerfa og við öryggis- og gæðamál. Undanfarin fjögur ár hefur Sigurður unnið á þróunarsviði Landspítala. Þar hefur hann leitt skipulagsbreytingar á upplýsingatæknideild spítalans, stýrt teymum í gegnum breytingaferla, byggt upp net- og rekstraröryggi og komið að fjölda innleiðingaverkefna. Síðastliðin tvö ár hefur Sigurður gegnt starfi tækni- og nýsköpunarstjóra og í því hlutverki m.a. haft frumkvæði að því að koma á fót nýsköpunarnámsbraut fyrir klíníska starfsmenn í samstarfi við yfirlækni sérnáms á Landspítala. Áður en Sigurður kom til starfa á Landspítala vann hann hjá fyrirtækjum í hugbúnaðarþróun og nýsköpun á almennum markaði, sem framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Tempo ehf. um fimm ára skeið og áður við hugbúnaðarþróun hjá Sabre Airline Solutions um árabil,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ölmu Möller heilbrigðisráðherra að verkefnið sé mjög mikilvægt, jafnt fyrir veitendur og notendur heilbrigðisþjónustu og stuðli að samfelldri, öruggri þjónustu og án óþarfa hindrana. „Það er stórt verkefni sem bíður Sigurðar; að móta og þróa verkefni Stafrænnar heilsu í samráði við haghafa og byggja upp öflugt og samhent teymi starfsfólks til að hrinda þeim í framkvæmd. Ég treysti honum vel til verksins og hann verður svo sannarlega ekki einn, því fjöldi reynslumikils fagfólks sem hefur unnið við stafræn mál í heilbrigðiskerfinu mun fylgja verkefnum sínum og taka til starfa hjá Stafrænni heilsu á nýju ári“ segir Alma. Við mat á umsækjendum og ákvörðun um skipun Sigurðar í embættið byggði ráðherra m.a. á álitsgerð ráðgefandi hæfnisnefndar sem skipuð var samkvæmt 39. gr. b, laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Stafræn þróun Vistaskipti Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Í tilkynningu segir að Stafræn heilsa verði miðlæg þróunar- og þjónustumiðstöð fyrir allt heilbrigðiskerfið, starfrækt sem hluti af heilbrigðisráðuneytinu á grundvelli 17. gr. laga um Stjórnarráð Íslands. „Þar verða sameinuð verkefni sem áður hafa verið dreifð, t.d. hjá Landspítala, embætti landlæknis, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilbrigðisþjónustu og ráðuneytinu. Í hinni nýju einingu verður einnig áhersla á starfræna nýsköpun þar með talið samskipti og stuðning við aðila á markaði. Þróun stafrænna lausna fyrir heilbrigðisþjónustuna í miðlægri einingu gerir kleift að byggja upp samræmda, stafræna innviði sem nýtast öllu heilbrigðiskerfinu. Áhersla verður á heilbrigðiskerfið sem heild og örugga skráningu, varðveislu og flutning heilbrigðisupplýsinga milli þjónustustiga og þjónustuveitenda,“ segir í tilkynningunni. Um Sigurð segir að hann hafi lokið B.Sc. prófi í iðnaðar- og vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og M.S.E prófi í iðnaðarverkfræði frá University of Washington í Seattle, Bandaríkjunum árið 1996. „Hann hefur víðtæka starfsreynslu á vettvangi tæknilausna á Íslandi og í Bandaríkjunum og hefur m.a. unnið á sviði hugbúnaðarþróunar og nýsköpunar, við rekstur og útvistun upplýsingatæknikerfa og við öryggis- og gæðamál. Undanfarin fjögur ár hefur Sigurður unnið á þróunarsviði Landspítala. Þar hefur hann leitt skipulagsbreytingar á upplýsingatæknideild spítalans, stýrt teymum í gegnum breytingaferla, byggt upp net- og rekstraröryggi og komið að fjölda innleiðingaverkefna. Síðastliðin tvö ár hefur Sigurður gegnt starfi tækni- og nýsköpunarstjóra og í því hlutverki m.a. haft frumkvæði að því að koma á fót nýsköpunarnámsbraut fyrir klíníska starfsmenn í samstarfi við yfirlækni sérnáms á Landspítala. Áður en Sigurður kom til starfa á Landspítala vann hann hjá fyrirtækjum í hugbúnaðarþróun og nýsköpun á almennum markaði, sem framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Tempo ehf. um fimm ára skeið og áður við hugbúnaðarþróun hjá Sabre Airline Solutions um árabil,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ölmu Möller heilbrigðisráðherra að verkefnið sé mjög mikilvægt, jafnt fyrir veitendur og notendur heilbrigðisþjónustu og stuðli að samfelldri, öruggri þjónustu og án óþarfa hindrana. „Það er stórt verkefni sem bíður Sigurðar; að móta og þróa verkefni Stafrænnar heilsu í samráði við haghafa og byggja upp öflugt og samhent teymi starfsfólks til að hrinda þeim í framkvæmd. Ég treysti honum vel til verksins og hann verður svo sannarlega ekki einn, því fjöldi reynslumikils fagfólks sem hefur unnið við stafræn mál í heilbrigðiskerfinu mun fylgja verkefnum sínum og taka til starfa hjá Stafrænni heilsu á nýju ári“ segir Alma. Við mat á umsækjendum og ákvörðun um skipun Sigurðar í embættið byggði ráðherra m.a. á álitsgerð ráðgefandi hæfnisnefndar sem skipuð var samkvæmt 39. gr. b, laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Stafræn þróun Vistaskipti Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira