„Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2025 12:00 Sindri leit við í morgunkaffi hjá Snorra á dögunum. Vísir/einar Hinn 28 ára gamli þriggja barna faðir og eiginmaður, Nadínar Guðrúnar Yaghi, kom eins og stormsveipur inn í pólitíkina fyrir ekki svo löngu. Sindri Sindrason leit við í morgunkaffi til Snorra Mássonar varaformanns Miðflokksins á dögunum og var sýnt frá þeirri heimsókn í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. Miðflokkurinn varð fyrir valinu og er óhætt að segja að skoðanir hans hafi ekki farið fram hjá mörgum. Snorri hefur í sinni pólitísku baráttu sett ungt fólk og barnafjölskyldur fremst á dagskrá, ekki síst með það í huga að gera landsmönnum kleift að eignast fleiri börn, sem hann segir eitt mikilvægasta verkefni íslenskra stjórnvalda. Gagnrýnir RÚV mikið Hann hefur líka gert sig gildandi í umræðu um menntamál, þar sem hann telur mikilla úrbóta þörf. Sem fyrrverandi fjölmiðlamaður og stofnandi eigin fyrirtækis á því sviði, hefur Snorri greint frá miklum áhyggjum sem hann hefur af stöðunni í sinni gömlu grein. Hann hefur meðal annars verið harðasti gagnrýnandi Ríkisútvarpsins inni á Alþingi, sem hann hefur sakað um mikla pólitíska slagsíðu í þágu tiltekinna stjórnmálaafla, einkum á vinstri væng. En þetta byrjaði allt saman í Vesturbæ Reykjavíkur. Snorri Másson sigurreifur þegar hann var kjörinn varaformaður Miðflokksins í haust. Hann hefur mikið rætt fjölgun innflytjenda í samhengi við lækkandi fæðingartíðni Íslendinga.Vísir/Lýður Valberg „Ég fer í Hagaskóla og fer í þennan gullna hring, í MR og svo í HÍ. Fer að vinna á Mogganum og svo Vísi og Stöð 2 og svo fór ég bara í ruglið,“ segir Snorri léttur en hann er mjög hrifinn af íslenskri tungu og hefur alltaf verið. „Það er uppáhaldstungumál mitt en það eru önnur tungumál sem ég elska. Ég elska líka þýsku og spænsku og latínu. Ég var í latínu og er úr fornmáladeild MR, þannig að málfræði eru mínar ær og kýr að mörgu leyti og ég hef bara frá unga aldri verið mjög upptekinn af tungumálinu og tungumálum.“ Sindri grípur þá boltann í samtalinu og segir: „Snorri, ég ætla bara að koma upp um þig. Þú komst inn á Stöð 2 og þá varst þú vinstri gæi. Og rosalega woke.“ Woke gæinn á Stöð 2 „Árið 2021 var ég á byrjunarreit á Stöð 2 og ég get alveg fært rök fyrir því. Ég get alveg borið hönd fyrir höfuð mér þegar þessar ásakanir koma fram. Ég var alltaf svona beggja blands og er að mörgu leyti, held ég, enn þá beggja blands. Það eru alveg í mér einhver vinstri sjónarmið, örugglega á ýmsum sviðum, en líka hörð hægri sjónarmið sem teljast mjög hörð hægri sjónarmið, og svo einhver svona leiðinlegur miðjumaður líka,“ segir Snorri og heldur áfram. Snorri Másson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ingibjörg Davíðsdóttir fyrir varaformannskjörið.Vísir/Lýður Valberg „Efnahagslega þá er ég mjög mikill markaðshyggjumaður en ég tel hins vegar að það séu mörk fyrir markaðssjónarmiðum. Af því það er náttúrulega verið að tala um Evrópska efnahagssvæðið, frjálst flæði fólks algjörlega út í hið óendanlega. Og ég segi stundum, heyrðu, við erum ekki bara efnahagssvæði, við erum líka menningarsvæði. Og þar er maður kannski í ágreiningi við einhverja hörðustu frjálshyggjumenn í svona efnahagspólitík.“ Snorri segist almennt vera alveg sama hvað fólk gerir og hvernig það lifir sínu lífi. Vilja þagga niðri fólki „En mörg af þeim sjónarmiðum sem enda hjá manni einhvern veginn eru þegar ég er að berjast gegn þessum vókisma. Þá er ég meira að segja, heyrðu við kaupum það ekki alveg að þið séuð í þessari heilögu mannréttindabaráttu. Mér líður eins og þið viljið bara drottna yfir mér og þagga niður í mér og þagga niður í fólki, ungum gaurum. Þannig að þegar maður berst gegn þessu, þá er maður allt í einu einhver íhaldskurfur, en það er alls ekki þannig. Þetta er meira bara svona málfrelsispæling, þægilegt samfélag þar sem fólk getur sagt sína hluti, sagt sína meiningu, lifað sínu lífi án þess að vera alltaf með fyrirlestra.“ Snorri starfaði um tíma sem fréttamaður á Stöð 2 og stýrði Kryddsíldinni á Stöð 2 á sínum tíma. Þar sem hann ræddi við stjórnmálamenn. Í dag er hann kominn hinummegin við borðið. Vísir/Hulda Margrét Snorri var gagnrýndur á dögunum eftir umræðu um málefni trans fólks á Íslandi. „Eins og í þessu fræga viðtali í Kastljósi á sínum tíma þá var ég að ítreka æ ofan í æ og útskýra að það truflar mig ekki á nokkurn hátt hvað fólk gerir við sitt líf. En ég held hins vegar að umræðan og hvernig er haldið á trans málum og hvernig við tölum um þau mál í skólakerfinu eða gagnvart börnum. Ég held að langflest fullorðið fólk sé algjörlega sammála því að það sé algjörlega eðlilegt að taka þá umræðu. Maður lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur maður. En allir sem mig þekkja vita vel að það vakir aldrei fyrir mér í neinu af þessu, né þessari pólitík.“ Og berst þá talið að útlendingamálunum. Ekki góð stefna „Maður getur ekki svarað öllu, þannig að maður þarf stundum bara að treysta því að maður geti nú bara haldið áfram að flytja sinn málflutning. Ég reyni vitanlega bara alltaf að gera það kurteislega og hóflega. Stundum er einhver mjög ósáttur við það, en það er bara þannig. En maður verður bara að treysta því. Ég vil tempra eins og mögulegt er innflutningshraðann á Íslandi. Ég vil að við áttum okkur á stóra samhengi hlutanna, að ef að þetta heldur svona rosalega hratt áfram á næstu árum eða áratugum þá líður mér eins og við séum komin á allt annan stað í okkar samfélagi þar sem jafnvel heimamenn verða komnir í minnihluta eftir marga áratugi. En ég tel bara að innflytjendastefnan sé ekki endilega mjög góð fyrir samfélög. Það er af mjög mörgum ástæðum. Ég hef alveg ákveðnar efasemdir í almennu samhengi um óheftan flutning fólks á milli landa. Það þarf að vera eitthvað meira. Það þurfa að vera einhver mörk og snarpur þröskuldur. Ég meina, hælisleitendakerfið, ég tel að það hafi ekki gefist vel endilega. Ég held að við þurfum að gera algjört hlé á afgreiðslu slíkra umsókna á meðan við bara náum utan um málaflokkinn.“ Snorri hefur oft sýnt það að hann er tilbúinn í það að taka slaginn, í ýmsum málefnum. Vísir/Vilhelm Snorri er spurður hvort hann sé öfgahægrimaður. „Ég er nú ósköp venjulegur fjölskyldufaðir og er alveg laus við alla pólitíska öfga. Ég er andstæðingur til dæmis ofbeldis og öðru sem ég tel einmitt vera pólitíska öfga. Ég skil nefnilega orðið öfga þannig að vera tilbúinn til þess að beita ofbeldi. Ég er að segja, og kannski er maður eitthvað að verða brenglaður, en ég er svona eiginlega bara þarna, ég er kannski ekki að venjast þessum stimplum, en þeir bíta minna og minna og það vökvast í púðrinu hjá andstæðingnum að nota þessi orð vegna þess að þau hrífa ekki.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Miðflokkurinn Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Sjá meira
Sindri Sindrason leit við í morgunkaffi til Snorra Mássonar varaformanns Miðflokksins á dögunum og var sýnt frá þeirri heimsókn í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. Miðflokkurinn varð fyrir valinu og er óhætt að segja að skoðanir hans hafi ekki farið fram hjá mörgum. Snorri hefur í sinni pólitísku baráttu sett ungt fólk og barnafjölskyldur fremst á dagskrá, ekki síst með það í huga að gera landsmönnum kleift að eignast fleiri börn, sem hann segir eitt mikilvægasta verkefni íslenskra stjórnvalda. Gagnrýnir RÚV mikið Hann hefur líka gert sig gildandi í umræðu um menntamál, þar sem hann telur mikilla úrbóta þörf. Sem fyrrverandi fjölmiðlamaður og stofnandi eigin fyrirtækis á því sviði, hefur Snorri greint frá miklum áhyggjum sem hann hefur af stöðunni í sinni gömlu grein. Hann hefur meðal annars verið harðasti gagnrýnandi Ríkisútvarpsins inni á Alþingi, sem hann hefur sakað um mikla pólitíska slagsíðu í þágu tiltekinna stjórnmálaafla, einkum á vinstri væng. En þetta byrjaði allt saman í Vesturbæ Reykjavíkur. Snorri Másson sigurreifur þegar hann var kjörinn varaformaður Miðflokksins í haust. Hann hefur mikið rætt fjölgun innflytjenda í samhengi við lækkandi fæðingartíðni Íslendinga.Vísir/Lýður Valberg „Ég fer í Hagaskóla og fer í þennan gullna hring, í MR og svo í HÍ. Fer að vinna á Mogganum og svo Vísi og Stöð 2 og svo fór ég bara í ruglið,“ segir Snorri léttur en hann er mjög hrifinn af íslenskri tungu og hefur alltaf verið. „Það er uppáhaldstungumál mitt en það eru önnur tungumál sem ég elska. Ég elska líka þýsku og spænsku og latínu. Ég var í latínu og er úr fornmáladeild MR, þannig að málfræði eru mínar ær og kýr að mörgu leyti og ég hef bara frá unga aldri verið mjög upptekinn af tungumálinu og tungumálum.“ Sindri grípur þá boltann í samtalinu og segir: „Snorri, ég ætla bara að koma upp um þig. Þú komst inn á Stöð 2 og þá varst þú vinstri gæi. Og rosalega woke.“ Woke gæinn á Stöð 2 „Árið 2021 var ég á byrjunarreit á Stöð 2 og ég get alveg fært rök fyrir því. Ég get alveg borið hönd fyrir höfuð mér þegar þessar ásakanir koma fram. Ég var alltaf svona beggja blands og er að mörgu leyti, held ég, enn þá beggja blands. Það eru alveg í mér einhver vinstri sjónarmið, örugglega á ýmsum sviðum, en líka hörð hægri sjónarmið sem teljast mjög hörð hægri sjónarmið, og svo einhver svona leiðinlegur miðjumaður líka,“ segir Snorri og heldur áfram. Snorri Másson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ingibjörg Davíðsdóttir fyrir varaformannskjörið.Vísir/Lýður Valberg „Efnahagslega þá er ég mjög mikill markaðshyggjumaður en ég tel hins vegar að það séu mörk fyrir markaðssjónarmiðum. Af því það er náttúrulega verið að tala um Evrópska efnahagssvæðið, frjálst flæði fólks algjörlega út í hið óendanlega. Og ég segi stundum, heyrðu, við erum ekki bara efnahagssvæði, við erum líka menningarsvæði. Og þar er maður kannski í ágreiningi við einhverja hörðustu frjálshyggjumenn í svona efnahagspólitík.“ Snorri segist almennt vera alveg sama hvað fólk gerir og hvernig það lifir sínu lífi. Vilja þagga niðri fólki „En mörg af þeim sjónarmiðum sem enda hjá manni einhvern veginn eru þegar ég er að berjast gegn þessum vókisma. Þá er ég meira að segja, heyrðu við kaupum það ekki alveg að þið séuð í þessari heilögu mannréttindabaráttu. Mér líður eins og þið viljið bara drottna yfir mér og þagga niður í mér og þagga niður í fólki, ungum gaurum. Þannig að þegar maður berst gegn þessu, þá er maður allt í einu einhver íhaldskurfur, en það er alls ekki þannig. Þetta er meira bara svona málfrelsispæling, þægilegt samfélag þar sem fólk getur sagt sína hluti, sagt sína meiningu, lifað sínu lífi án þess að vera alltaf með fyrirlestra.“ Snorri starfaði um tíma sem fréttamaður á Stöð 2 og stýrði Kryddsíldinni á Stöð 2 á sínum tíma. Þar sem hann ræddi við stjórnmálamenn. Í dag er hann kominn hinummegin við borðið. Vísir/Hulda Margrét Snorri var gagnrýndur á dögunum eftir umræðu um málefni trans fólks á Íslandi. „Eins og í þessu fræga viðtali í Kastljósi á sínum tíma þá var ég að ítreka æ ofan í æ og útskýra að það truflar mig ekki á nokkurn hátt hvað fólk gerir við sitt líf. En ég held hins vegar að umræðan og hvernig er haldið á trans málum og hvernig við tölum um þau mál í skólakerfinu eða gagnvart börnum. Ég held að langflest fullorðið fólk sé algjörlega sammála því að það sé algjörlega eðlilegt að taka þá umræðu. Maður lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur maður. En allir sem mig þekkja vita vel að það vakir aldrei fyrir mér í neinu af þessu, né þessari pólitík.“ Og berst þá talið að útlendingamálunum. Ekki góð stefna „Maður getur ekki svarað öllu, þannig að maður þarf stundum bara að treysta því að maður geti nú bara haldið áfram að flytja sinn málflutning. Ég reyni vitanlega bara alltaf að gera það kurteislega og hóflega. Stundum er einhver mjög ósáttur við það, en það er bara þannig. En maður verður bara að treysta því. Ég vil tempra eins og mögulegt er innflutningshraðann á Íslandi. Ég vil að við áttum okkur á stóra samhengi hlutanna, að ef að þetta heldur svona rosalega hratt áfram á næstu árum eða áratugum þá líður mér eins og við séum komin á allt annan stað í okkar samfélagi þar sem jafnvel heimamenn verða komnir í minnihluta eftir marga áratugi. En ég tel bara að innflytjendastefnan sé ekki endilega mjög góð fyrir samfélög. Það er af mjög mörgum ástæðum. Ég hef alveg ákveðnar efasemdir í almennu samhengi um óheftan flutning fólks á milli landa. Það þarf að vera eitthvað meira. Það þurfa að vera einhver mörk og snarpur þröskuldur. Ég meina, hælisleitendakerfið, ég tel að það hafi ekki gefist vel endilega. Ég held að við þurfum að gera algjört hlé á afgreiðslu slíkra umsókna á meðan við bara náum utan um málaflokkinn.“ Snorri hefur oft sýnt það að hann er tilbúinn í það að taka slaginn, í ýmsum málefnum. Vísir/Vilhelm Snorri er spurður hvort hann sé öfgahægrimaður. „Ég er nú ósköp venjulegur fjölskyldufaðir og er alveg laus við alla pólitíska öfga. Ég er andstæðingur til dæmis ofbeldis og öðru sem ég tel einmitt vera pólitíska öfga. Ég skil nefnilega orðið öfga þannig að vera tilbúinn til þess að beita ofbeldi. Ég er að segja, og kannski er maður eitthvað að verða brenglaður, en ég er svona eiginlega bara þarna, ég er kannski ekki að venjast þessum stimplum, en þeir bíta minna og minna og það vökvast í púðrinu hjá andstæðingnum að nota þessi orð vegna þess að þau hrífa ekki.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Miðflokkurinn Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið