Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Aron Guðmundsson skrifar 4. desember 2025 12:33 Ingeborg Eide Garðarsdóttir, íþróttakona ársins 2025 í vali ÍF Vísir/Lýður Á krefjandi ári tókst kúluvarparanum Ingeborg Eide Garðarsdóttur að setja nýtt Íslandsmet í sínum flokki. Hún var í gær kjörin íþróttakona ársins 2025 í vali Íþróttasambands Fatlaðra. Kúluvarparinn Ingeborg Eide Garðarsdóttir og sundkappinn Snævar Örn Kristmannsson eru íþróttafólk fatlaðra árið 2025 en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í gær. Ingeborg setti nýtt Íslandsmet á árinu 2025 í flokki F37 í frjálsum íþróttum. Metið setti hún á stóra sviðinu þegar hún keppti á Heimsmeistaramóti IPC í frjálsum íþróttum sem haldið var í Nýju Delí á Indlandi undir lok september. Þar kastaði Ingeborg í fyrsta sinn yfir tíu metra, nánar tiltekið 10,08 metra sem er nýtt Íslandsmet í hennar flokki. „Ég er stolt og mjög þakklát fyrir að fá þennan titil. Þetta er stærsta viðurkenning sem maður getur fengið fyrir þá vinnu sem maður hefur sett í íþróttina sína í ár,“ segir Ingeborg í samtali við íþróttadeild. Klippa: Stolt og þakklát eftir krefjandi ár Árið sem nú er að renna sitt skeið reyndist henni krefjandi andlega þar sem að hún glímdi við Olympics blues, andlega niðursveiflu sem íþróttamenn geta fundið fyrir eftir að hafa keyrt sig í botn líkamlega og andlega á stórum mótum á borð við Ólympíuleikana eða paralympics. „Í samvinnu með mínum íþróttasálfræðingi ákváðum við að ég kæmi rólega inn í heimsmeistaramótið í Nýju Delí þar sem að ég myndi bara fá að njóta mín. Það greinilega skilaði sér því þar set ég þetta Íslandsmet í síðasta kasti. Það var bara geggjað að enda árið svona. Þetta var búið að vera svo erfitt, bara eins og afreksíþróttir eru, það koma þessar bylgjur.“ Loksins rauf hún tíu metra múrinn með kasti sínu. „Ég er búinn að stefna svolítið lengi á þennan stað, sennilega tvö ár núna. Fólk skilur ekki alveg hvernig kúluvarp virkar, þú ert ekki bara að bæta þig um einn sentímeter í einu. Heldur geturðu lent í því að vera stopp í sömu tölunni í nokkur ár svo allt í einu kemur risa bæting. Það var smá þannig núna. Það sem hefur skilað mér á þennan stað er þessi stöðugleiki í því að halda alltaf áfram, vinnusemi, mæta alltaf þrátt fyrir að eiga erfiða tíma.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Sjá meira
Kúluvarparinn Ingeborg Eide Garðarsdóttir og sundkappinn Snævar Örn Kristmannsson eru íþróttafólk fatlaðra árið 2025 en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í gær. Ingeborg setti nýtt Íslandsmet á árinu 2025 í flokki F37 í frjálsum íþróttum. Metið setti hún á stóra sviðinu þegar hún keppti á Heimsmeistaramóti IPC í frjálsum íþróttum sem haldið var í Nýju Delí á Indlandi undir lok september. Þar kastaði Ingeborg í fyrsta sinn yfir tíu metra, nánar tiltekið 10,08 metra sem er nýtt Íslandsmet í hennar flokki. „Ég er stolt og mjög þakklát fyrir að fá þennan titil. Þetta er stærsta viðurkenning sem maður getur fengið fyrir þá vinnu sem maður hefur sett í íþróttina sína í ár,“ segir Ingeborg í samtali við íþróttadeild. Klippa: Stolt og þakklát eftir krefjandi ár Árið sem nú er að renna sitt skeið reyndist henni krefjandi andlega þar sem að hún glímdi við Olympics blues, andlega niðursveiflu sem íþróttamenn geta fundið fyrir eftir að hafa keyrt sig í botn líkamlega og andlega á stórum mótum á borð við Ólympíuleikana eða paralympics. „Í samvinnu með mínum íþróttasálfræðingi ákváðum við að ég kæmi rólega inn í heimsmeistaramótið í Nýju Delí þar sem að ég myndi bara fá að njóta mín. Það greinilega skilaði sér því þar set ég þetta Íslandsmet í síðasta kasti. Það var bara geggjað að enda árið svona. Þetta var búið að vera svo erfitt, bara eins og afreksíþróttir eru, það koma þessar bylgjur.“ Loksins rauf hún tíu metra múrinn með kasti sínu. „Ég er búinn að stefna svolítið lengi á þennan stað, sennilega tvö ár núna. Fólk skilur ekki alveg hvernig kúluvarp virkar, þú ert ekki bara að bæta þig um einn sentímeter í einu. Heldur geturðu lent í því að vera stopp í sömu tölunni í nokkur ár svo allt í einu kemur risa bæting. Það var smá þannig núna. Það sem hefur skilað mér á þennan stað er þessi stöðugleiki í því að halda alltaf áfram, vinnusemi, mæta alltaf þrátt fyrir að eiga erfiða tíma.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Sjá meira