Sport

Big Ben í kvöld: Þor­lákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni

Sindri Sverrisson skrifar
Það má búast við skemmtilegum þætti af Big Ben í kvöld enda góðir gestir í heimsókn.
Það má búast við skemmtilegum þætti af Big Ben í kvöld enda góðir gestir í heimsókn. Samsett

Það verða góðir gestir hjá þeim Guðmundi Benediktssyni og Hjálmari Erni Jóhannssyni í Big Ben í kvöld, í beinni útsendingu á Sýn Sport kl. 22:10.

Fótboltaþjálfarinn Þorlákur Árnason mætir, með nægan frítíma eftir að hafa óvænt sagt upp störfum hjá ÍBV, ósáttur við að félagið réði fyrirliða liðsins sem framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar.

Handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson mætir einnig en hann er nú fluttur heim til Íslands og hugar að næstu skrefum, eftir að hafa verið rekinn frá Fredericia í Danmörku.

Þriðji gesturinn er svo fjölmiðlamaðurinn Gunnar Birgisson sem hefur jafnan sterkar skoðanir á íþróttamálefnum líðandi stundar.

Ljóst er að búast má við afar líflegum og skemmtilegum þætti sem eins og fyrr segir hefst klukkan 22:10 á Sýn Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×