Sport

Dag­skráin: Skipti­borðið á föstu­degi og for­múlu­helgi af stað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristófer Acox verður í sviðsljósinu í kvöld með Valsliðinu.
Kristófer Acox verður í sviðsljósinu í kvöld með Valsliðinu. Vísir / Diego

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á föstudögum.

Bónus-deild karla í körfubolta er að byrja á nýjan leik eftir landsleikjahlé og fjórir leikir verða sýndir beint í kvöld. Skiptiborðið fylgist líka með þeim öllum samtímis og gerir síðan kvöldið upp í Tilþrifunum.

Valsmenn taka á móti Njarðvíkingum og Keflvíkingar taka á móti KR-ingum í stærstu leikjum kvöldsins.

Formúlu 1-tímabilið klárast um helgina í Abú Dabí. Í dag verða fyrstu æfingarnar fyrir síðasta kappakstur tímabilsins.

Hull tekur á móti Middlesbrough í ensku B-deildinni í fótbolta og það verður sýndur leikur Düsseldorf og Schalke 04 í þýsku B-deildinni.

Það verður sýnt frá golfmótum og NHL-deildinni í íshokkí.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

SÝN Sport Ísland

Klukkan 19.10 hefst Skiptiborðið þar sem fylgst verður samtímis með öllum leikjum kvöldsins í Bónus-deild karla í körfubolta.

Klukkan 21.10 hefjast Tilþrifin þar sem farið verður yfir alla leiki kvöldsins í Bónus-deild karla í körfubolta.

SÝN Sport Ísland 2

Klukkan 19.05 hefst bein útsending frá leik Vals og Njarðvíkur í Bónus-deild karla í körfubolta.

SÝN Sport Ísland 3

Klukkan 19.05 hefst bein útsending frá leik ÍR og Álftaness í Bónus-deild karla í körfubolta.

SÝN Sport Ísland 4

Klukkan 19.05 hefst bein útsending frá leik Keflavíkur og KR í Bónus-deild karla í körfubolta.

SÝN Sport Ísland 5

Klukkan 19.05 hefst bein útsending frá leik Tindastóls og ÍA í Bónus-deild karla í körfubolta.

SÝN Sport 4

Klukkan 09.00 hefst útsending frá Nedbank Golf Challenge-golfmótinu á DP World Tour.

Klukkan 02.30 hefst útsending frá Crown Australian Open golfmótinu á DP World Tour.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 09.25 hefst bein útsending frá fyrstu æfingu fyrir Abú Dabí-kappaksturinn í formúlu 1.

Klukkan 12.25 hefst bein útsending frá annarri æfingu fyrir Abú Dabí-kappaksturinn í formúlu 1.

Klukkan 17.25 hefst bein útsending frá leik Düsseldorf og Schalke 04 í þýsku B-deildinni í fótbolta.

Klukkan 19.50 hefst bein útsending frá leik Hull og Middlesbroughn í ensku B-deildinni í fótbolta.

Klukkan 00.05 hefst bein útsending frá leik New Jersey Devils og Vegas Golden Knights í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×