Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. desember 2025 09:02 Íslenska landsliðið fagnaði vel og innilega þegar það fékk smá frí í gær. Federico Gambarini/picture alliance via Getty Images Stelpurnar okkar á HM í handbolta voru orðnar þreyttar á leikja- og æfinga rútínunni endalausu og brutu daginn vel upp í gær. Góð pizza peppaði þær fyrir Færeyjaleikinn. Eftir að hafa spilað annan hvern dag undanfarnar tvær vikur og varla haft tíma í neitt annað en æfingar og leiki, með lokaprófalestur í ofanálag, sögðu þær einfaldlega hingað og ekki lengra, báðu um að fresta viðtölum þangað til seinnipartinn og skelltu sér í mollið. „Það er alltaf bara næsti dagur, næsta æfing, fundur og vinna eða læra, þannig að það var fínt af fá sér smá ferskt loft“ sagði markmaðurinn Hafdís Renötudóttir. „Þetta var bara frábært, maður fær líka að kynnast aðeins nánar, hlæja og hafa gaman. Hugsa um eitthvað annað en handbolta, þetta getur orðið ansi mikil handboltahugsun. Þá er ótrúlega mikilvægt að hugsa um eitthvað annað og komast í annað umhverfi og svona“ sagði hornakonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir. Þær voru líka orðnar ansi þreyttar á matnum sem er á boðstólnum á HM, það er annað hvort bragðlaust hakk og spagettí eða kryddlaus kjúkling, í hádegis- og kvöldmat til skiptis. „Já ég held að ég fái mér ekki hakk og spagettí í langan tíma eftir þetta bíó hér” sagði Hafdís. “Heyrðu við fengum okkur pizzu, smá carbload er alltaf gott” sagði miðvörðurinn Elín Rósa Magnúsdóttir. Þetta segja þær líka hafa verið frábæran dag og akkúrat það sem liðið þurfti fyrir lokaleikinn gegn Færeyjum á morgun. „Já ég vona það og held að við höfum bara haft gott af þessu, núna erum við komnar með fullan fókus á næsta verkefni” sagði Elín Rósa. „Heldur betur, þetta er síðasti leikurinn og síðustu tveir leikir hafa ekki farið eins vel og við vildum. Þetta er okkar síðasti séns að gera þetta almennilega og loka þessu móti á jákvæðan hátt” sagði Þórey. Ísland spilar gegn Færeyjum í Westfalen höllinni í Dortmund klukkan 19:30 í kvöld. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Innslagið um stelpurnar okkar úr Sportpakka Sýnar í gærkvöldi má sjá í spilaranum að ofan. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Sjá meira
Eftir að hafa spilað annan hvern dag undanfarnar tvær vikur og varla haft tíma í neitt annað en æfingar og leiki, með lokaprófalestur í ofanálag, sögðu þær einfaldlega hingað og ekki lengra, báðu um að fresta viðtölum þangað til seinnipartinn og skelltu sér í mollið. „Það er alltaf bara næsti dagur, næsta æfing, fundur og vinna eða læra, þannig að það var fínt af fá sér smá ferskt loft“ sagði markmaðurinn Hafdís Renötudóttir. „Þetta var bara frábært, maður fær líka að kynnast aðeins nánar, hlæja og hafa gaman. Hugsa um eitthvað annað en handbolta, þetta getur orðið ansi mikil handboltahugsun. Þá er ótrúlega mikilvægt að hugsa um eitthvað annað og komast í annað umhverfi og svona“ sagði hornakonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir. Þær voru líka orðnar ansi þreyttar á matnum sem er á boðstólnum á HM, það er annað hvort bragðlaust hakk og spagettí eða kryddlaus kjúkling, í hádegis- og kvöldmat til skiptis. „Já ég held að ég fái mér ekki hakk og spagettí í langan tíma eftir þetta bíó hér” sagði Hafdís. “Heyrðu við fengum okkur pizzu, smá carbload er alltaf gott” sagði miðvörðurinn Elín Rósa Magnúsdóttir. Þetta segja þær líka hafa verið frábæran dag og akkúrat það sem liðið þurfti fyrir lokaleikinn gegn Færeyjum á morgun. „Já ég vona það og held að við höfum bara haft gott af þessu, núna erum við komnar með fullan fókus á næsta verkefni” sagði Elín Rósa. „Heldur betur, þetta er síðasti leikurinn og síðustu tveir leikir hafa ekki farið eins vel og við vildum. Þetta er okkar síðasti séns að gera þetta almennilega og loka þessu móti á jákvæðan hátt” sagði Þórey. Ísland spilar gegn Færeyjum í Westfalen höllinni í Dortmund klukkan 19:30 í kvöld. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Innslagið um stelpurnar okkar úr Sportpakka Sýnar í gærkvöldi má sjá í spilaranum að ofan.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Sjá meira