Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Agnar Már Másson skrifar 6. desember 2025 11:37 Fjárlagafrumvarp Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra var afgreitt úr annari umræðu. Vísir/Anton Brink Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á Alþingi í gær. Mikill galsi var í þingmönnum við afgreiðslu frumvarpsins. Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp fyrir 2026 lauk rétt fyrir klukkan 19 í gær og sluppu þingmenn við að halda þingfund í dag, laugardag. Fjárlagafrumvarp Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra var samþykkt með fimmtíu atkvæðum og því vísað til fjárlaganefndar og svo þriðju umræðu. Um fjörutíu breytingatillögur á frumvarpinu voru þá einnig samþykktar á þinginu í gær. Morgunblaðið greinir enn frekar frá því að stjórnarliðar hafi frestað breytingum á mati á erfðafjárskatti sem voru fyrirhugaðar í bandorminum svokallaða, sem er frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. Breytingarnar höfðu mætt andspyrnu bænda þar sem þau eru sögð gera þeim erfiðara fyrir að arfleiða bú sín til ættingja. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna mótmælti breytingunum í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær. „Hér eru stóru verkin.“ Mikill galsi var í þingmönnum við afgreiðslu fjárlaganna í gærkvöldi, þá einkum þegar Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðismaður gerði grein fyrir atkvæði sínu. Þar talaði hann háðslega um að „besta málið“ í fjárlagafrumvarpinu væri fólgið í breytingartillögu fjárlaganefndar sem lagði til sölu á ýmsum fasteignum sem væru í eigu ríkisins. „Farið þið bara yfir listann. Við erum í alvöru að selja íbúðarhús á leigulóð að Kornbrekku í Rangárþingi ytra,“ sagði hann. Þá heyrðist karlmannsrödd kalla úr þingsal: „Þið náðuð því ekki í síðustu stjórn.“ Og þingheimur hló. „Heimur batnandi fer,“ bætti Guðlaugur Þór við. „Hér eru stóru verkin.“ Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp fyrir 2026 lauk rétt fyrir klukkan 19 í gær og sluppu þingmenn við að halda þingfund í dag, laugardag. Fjárlagafrumvarp Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra var samþykkt með fimmtíu atkvæðum og því vísað til fjárlaganefndar og svo þriðju umræðu. Um fjörutíu breytingatillögur á frumvarpinu voru þá einnig samþykktar á þinginu í gær. Morgunblaðið greinir enn frekar frá því að stjórnarliðar hafi frestað breytingum á mati á erfðafjárskatti sem voru fyrirhugaðar í bandorminum svokallaða, sem er frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. Breytingarnar höfðu mætt andspyrnu bænda þar sem þau eru sögð gera þeim erfiðara fyrir að arfleiða bú sín til ættingja. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna mótmælti breytingunum í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær. „Hér eru stóru verkin.“ Mikill galsi var í þingmönnum við afgreiðslu fjárlaganna í gærkvöldi, þá einkum þegar Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðismaður gerði grein fyrir atkvæði sínu. Þar talaði hann háðslega um að „besta málið“ í fjárlagafrumvarpinu væri fólgið í breytingartillögu fjárlaganefndar sem lagði til sölu á ýmsum fasteignum sem væru í eigu ríkisins. „Farið þið bara yfir listann. Við erum í alvöru að selja íbúðarhús á leigulóð að Kornbrekku í Rangárþingi ytra,“ sagði hann. Þá heyrðist karlmannsrödd kalla úr þingsal: „Þið náðuð því ekki í síðustu stjórn.“ Og þingheimur hló. „Heimur batnandi fer,“ bætti Guðlaugur Þór við. „Hér eru stóru verkin.“
Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira