Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2025 17:01 Hinn átján ára gamli Lamine Yamal kyssir Barcelona-treyjuna í sigurleiknum á Real Betis um helgina. Getty/Eric Verhoeven Meðalaldur byrjunarliðs Barcelona í sigri á Real Betis í spænsku deildinni um helgina var undir 24 árum sem er mögnuð staðreynd fyrir lið sem situr í efsta sæti deildarinnar. Barcelona náði fjögurra stiga forystu á Real Madrid á toppnum með 5-3 sigri á Betis en Real missteig sig síðan í gærkvöldi þegar liðið gat minnkað það aftur niður í eitt stig. Byrjunarlið Börsunga vakti mikla athygli og fékk tölfræðinga til að gramsa í gögnunum sínum. „Sagt er að hæfileikar séu ekki háðir aldri og La Masia er besta dæmið um það. Ár eftir ár heldur unglingaakademía Börsunga áfram að ala af sér leikmenn sem skilja leikinn, keppa eins og gamalreyndir menn og taka ábyrgð án þess að það íþyngi þeim. Fjárfesting í ungum hæfileikum, ásamt uppöldum leikmönnum og hnökralausum viðbótum, hefur komið Barca í góða stöðu fyrir nútíðina og sérstaklega fyrir framtíðina,“ segir í frétt á heimasíðu Barcelona. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona (@fcbarcelona) Þar er síðan farið yfir tölfræði yfir aldur byrjunarliðsins. Byrjunarliðið var með 23,34 ára meðalaldur, sem gerir það að yngsta liði Barca í spænsku deildinni, La Liga, síðan 28. desember 1930, þegar Börsungar sigruðu Racing Santander með liði sem var með 23,09 ára meðalaldur. Þessi samanburður útilokar reyndar leikinn frá 9. september 1984 gegn Zaragoza, þegar unglingaliðsmenn spiluðu vegna verkfalls atvinnumanna. Meðalaldurinn var þá 20,69 ár og var þetta því einstakt tilfelli út af verkfallsaðgerðum aðalliðsmanna. Meðal þeirra sem fengu tækifæri í byrjunarliðinu var tvítugur Svíi, Roony Bardghji, og hann skoraði eitt af fimm mörkum liðsins. Hinn 25 ára gamli Ferran Torres skoraði þrennu og hinn átján ára gamli Lamine Yamal skoraði síðasta markið úr vítaspyrnu. Hið sögulega byrjunarlið Börsunga samanstóð af Joan Garcia (24 ára, 7 mánaða og 2 daga) í markinu; ungri vörn með Alejandro Balde (22 ára, 1 mánaðar og 18 daga), Pau Cubarsí (18 ára, 10 mánaða og 14 daga), Gerard Martín (23 ára, 9 mánaða og 10 daga) og Jules Kounde (27 ára og 24 daga); Roony Bardghi (20 ára og 21 dags), Eric Garcia (24 ára, 10 mánaða og 27 daga), Pedri (23 ára og 11 daga), Lamine Yamal (18 ára, 4 mánaða og 23 daga), Ferran Torres (25 ára, 9 mánaða og 7 daga) og Marcus Rashford (28 ára, 1 mánaðar og 6 daga). Spænski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Sjá meira
Barcelona náði fjögurra stiga forystu á Real Madrid á toppnum með 5-3 sigri á Betis en Real missteig sig síðan í gærkvöldi þegar liðið gat minnkað það aftur niður í eitt stig. Byrjunarlið Börsunga vakti mikla athygli og fékk tölfræðinga til að gramsa í gögnunum sínum. „Sagt er að hæfileikar séu ekki háðir aldri og La Masia er besta dæmið um það. Ár eftir ár heldur unglingaakademía Börsunga áfram að ala af sér leikmenn sem skilja leikinn, keppa eins og gamalreyndir menn og taka ábyrgð án þess að það íþyngi þeim. Fjárfesting í ungum hæfileikum, ásamt uppöldum leikmönnum og hnökralausum viðbótum, hefur komið Barca í góða stöðu fyrir nútíðina og sérstaklega fyrir framtíðina,“ segir í frétt á heimasíðu Barcelona. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona (@fcbarcelona) Þar er síðan farið yfir tölfræði yfir aldur byrjunarliðsins. Byrjunarliðið var með 23,34 ára meðalaldur, sem gerir það að yngsta liði Barca í spænsku deildinni, La Liga, síðan 28. desember 1930, þegar Börsungar sigruðu Racing Santander með liði sem var með 23,09 ára meðalaldur. Þessi samanburður útilokar reyndar leikinn frá 9. september 1984 gegn Zaragoza, þegar unglingaliðsmenn spiluðu vegna verkfalls atvinnumanna. Meðalaldurinn var þá 20,69 ár og var þetta því einstakt tilfelli út af verkfallsaðgerðum aðalliðsmanna. Meðal þeirra sem fengu tækifæri í byrjunarliðinu var tvítugur Svíi, Roony Bardghji, og hann skoraði eitt af fimm mörkum liðsins. Hinn 25 ára gamli Ferran Torres skoraði þrennu og hinn átján ára gamli Lamine Yamal skoraði síðasta markið úr vítaspyrnu. Hið sögulega byrjunarlið Börsunga samanstóð af Joan Garcia (24 ára, 7 mánaða og 2 daga) í markinu; ungri vörn með Alejandro Balde (22 ára, 1 mánaðar og 18 daga), Pau Cubarsí (18 ára, 10 mánaða og 14 daga), Gerard Martín (23 ára, 9 mánaða og 10 daga) og Jules Kounde (27 ára og 24 daga); Roony Bardghi (20 ára og 21 dags), Eric Garcia (24 ára, 10 mánaða og 27 daga), Pedri (23 ára og 11 daga), Lamine Yamal (18 ára, 4 mánaða og 23 daga), Ferran Torres (25 ára, 9 mánaða og 7 daga) og Marcus Rashford (28 ára, 1 mánaðar og 6 daga).
Spænski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Sjá meira