„Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Jakob Bjarnar skrifar 8. desember 2025 09:49 Erika Nótt hefur sett stefnuna hátt. Hún stefnir á atvinnumennsku og það að flytja til útlanda. vísir/lýður valberg Erika Nótt Einarsdóttir boxari segist algjörlega ónæm fyrir því að fólk gagnrýni hana á samfélagsmiðlum. Það sé hluti af leiknum hennar að fá neikvæð komment og gagnrýni. Erika, sem er gestur í nýjasta podcasti Sölva Tryggvasonar, keppir brátt sinn fyrsta atvinnumannabardaga og segir að vinsældir hennar á samfélagsmiðlum muni auka mjög væntanlegar tekjurnar hennar. „Það hjálpar mér mikið að ég hef alltaf verið þannig að það skiptir mig mjög litlu máli þó að fólk sé að gagnrýna mig. Þegar ég var yngri var ég ekki vinsælasta stelpan í skólanum og ég ólst bara þannig upp að ég er vön því að fá á mig gagnrýni og mótlæti.“ Stundaði 9-5 vinnu sem henni leiddist í Þetta þýddi að þegar Erika Nótt hóf að setja út efni á samfélagsmiðlum var hún við öllu búin. „Það koma neikvæðar athugasemdir, en hverjum er ekki drullusama? Þetta er hvort sem er eitthvað skrýtið fólk upp til hópa sem er að gagnrýna fólk í kommentum á samfélagsmiðlum. Ég held að flestir sem maður vill umgangast séu ekkert í því. Erika Nótt segist hreinlega nærast á neikvæðum athugasemdum á netinu.Vísir/Lýður Valberg Þeir sem þola ekki neikvætt umtal ættu kannski ekki að vera að setja mikið út á samfélagsmiðlum. Enginn sem neyðir neinn í að gera það. En ég er að byggja mér upp líf sem ég er búin að sjá fyrir mér og þetta er hluti af því. Svo er líka gott að muna að maður verður líklega fyrir gagnrýni í lífinu sama hvað maður gerir. Sérstaklega ef maður þorir að fara eigin leiðir.“ Erika ákvað því að taka stökkið og fara alla leið í því sem hún er að gera eftir að hafa áttað sig á því að hún vildi lifa öðruvísi lífi en flestir. „Ég var í skóla og fannst ég ekki vera að ná miklu nýju þar. Auk þess var ég í vinnu frá 9-5 sem mér fannst ógeðslega leiðinleg.“ Neikvæðar athugasemdir efla Eriku En svo tók hún til við að setja efni á samfélagsmiðla samhliða því að æfa á fullu. „Og núna er ég að byggja upp líf þar sem ég get fengið borgað fyrir það sem ég elska að gera. Það hljómar kannski furðulega fyrir suma, en ég verð mjög ánægð þegar fólk er pirrað út í mig eða hneykslast á mér, af því að það mun hjálpa mér að fá fleiri fylgjendur og stækka vörumerkið mitt. Ég hugsa bara: „You fell for my trick“ þegar fólk er að skrifa eitthvað neikvætt undir færslurnar mínar. TikTok er miklu verra en Instagram þegar kemur að neikvæðni og gagnrýni, en eftir því sem fylgjendunum fjölgar sé ég líka minna og minna af því sem er verið að skrifa.” Erika hefur sem sagt segir slegið í gegn á samfélagsmiðlum og býst við því að fá mun betur borgað en kollegar hennar þegar hún gerist atvinnumaður í íþróttinni. Enda er hún nú þegar komin með fleiri en 150 þúsund fylgjendur á Instagram og þeim fer stöðugt fjölgandi. Hún telur samfélagsmiðla besta tækið sem íþróttafólk hefur til að koma sér á framfæri: „Þetta hefur gert mjög mikið fyrir mig og er mikilvægt í öllu því sem ég er að gera. Ég er ekki náttúrulega góð í mörgu. Ég er týpan sem þarf að æfa meira en hinir og þarf að hafa mjög mikið fyrir hlutunum.“ Sem íþróttamaður þarftu að markaðssetja þig Erika segist á einhvern hátt skilja samfélagsmiðla og hefur alveg frá upphafi verið góð í að átta mig á hvernig á að nota þá, hvað virkar og hvað ekki. „Íþróttamenn eru yfirleitt agaðir og það hjálpar líka til þegar kemur að því að pósta nógu oft og reglulega. Þetta er heilmikil vinna og flestir átta sig ekki á því hvað það liggur mikið að baki. Ég hef verið að pósta sjö sinnum á dag og það er meira en að segja það því það koma auðvitað margir dagar þar sem maður er ekkert í stuði. Samfélagsmiðlar skipta miklu máli og Erika Nótt segist skilja gangverkið í þeim. Hún gæti þess vegna lifað á því eingöngu að vera þar.vísir/Lýður Valberg En sem íþróttamaður árið 2025 verður þú að markaðssetja þig. Þú ert þitt eigið fyrirtæki og vörumerki. Bara út af samfélagsmiðlum mun ég líklega fá meira borgað fyrir fyrsta bardagann minn en margir fá yfir allan ferilinn.“ Erika segist skynja miklar breytingar að undanförnu. „Fyrst þegar ég var að byrja sendi ég pósta á gríðarlega mörg fyrirtæki á Íslandi, en enginn vildi vinna með mér. Mér var ekki einu sinni svarað. Ég held að ég hafi sent á 150 fyrirtæki og fengið eitt svar frá Icelandair og það var hreint nei! En núna fæ ég tilboð frá fullt af fyrirtækjum á hverjum einasta degi.“ Stefnir á að flytja til útlanda Fyrir ári hefði Erika samþykkt flest þeirra tilboða sem berast en nú hafa markmiðin breyst. Hún vill ekki samþykkja eitthvað of snemma og sjá eftir því seinna. „Ég gæti lifað af því að vera eingöngu á samfélagsmiðlum núna ef ég myndi samþykkja það sem verið er að bjóða mér, en ég er með markmið til lengri tíma og vil frekar bíða aðeins á meðan samningsstaðan mín er að verða betri.” Erika er ennþá áhugamaður í hnefaleikum en fljótlega á næsta ári mun hún stíga skrefið yfir í atvinnumennsku. Hún segist vera með vel skipulagða áætlun og veit hvert hún stefnir. „Ég ætla að fara út að æfa, vonandi til Los Angeles og komast þar að hjá þjálfurum í heimsklassa. Ef mér lýst vel á allt saman þar mun ég flytja út.“ Gerist fátt ef þú ætlar að vera krúttleg í einhverju dundi Erika setur stefnuna hátt. Hún segist vilja verða heimsmeistari í boxi og ætlar að gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að ná því markmiði. „En hvort sem það gerist eða ekki veit ég að ég ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík. Ég er með markmið og veit hvað ég vil og veit að það mun kosta mig mikla vinnu og erfiði. Mér finnst stundum að stelpur í íþróttum fái önnur skilaboð en karlmenn. Svolítið eins og að hjá okkur sé þetta krúttlegt, en það megi gera meiri kröfur til strákanna.“ https://www.youtube.com/watch?v=SdbTvHUTai8 Stelpur fái ekki þau skilaboð að þær geti orðið bestar ef þær leggjum hart að sér. „Meira að við getum þetta líka. Auðvitað getum við þetta. Það er augljóst. Við eigum að vera kominn á þann stað að það megi gera sömu kröfur til ungra kvenna og karla og stundum er allt í lagi að það sé verið að ýta þér áfram og að það sé harka í því og aukavinna. Þú verður að æfa „fokking” mikið ef þú ætlar að ná alla leið og það gerist ekki ef þú ætlar að vera krúttleg að dunda þér í einhverju.” Hægt er að nálgast viðtalið við Eriku og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Box Samfélagsmiðlar Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Erika, sem er gestur í nýjasta podcasti Sölva Tryggvasonar, keppir brátt sinn fyrsta atvinnumannabardaga og segir að vinsældir hennar á samfélagsmiðlum muni auka mjög væntanlegar tekjurnar hennar. „Það hjálpar mér mikið að ég hef alltaf verið þannig að það skiptir mig mjög litlu máli þó að fólk sé að gagnrýna mig. Þegar ég var yngri var ég ekki vinsælasta stelpan í skólanum og ég ólst bara þannig upp að ég er vön því að fá á mig gagnrýni og mótlæti.“ Stundaði 9-5 vinnu sem henni leiddist í Þetta þýddi að þegar Erika Nótt hóf að setja út efni á samfélagsmiðlum var hún við öllu búin. „Það koma neikvæðar athugasemdir, en hverjum er ekki drullusama? Þetta er hvort sem er eitthvað skrýtið fólk upp til hópa sem er að gagnrýna fólk í kommentum á samfélagsmiðlum. Ég held að flestir sem maður vill umgangast séu ekkert í því. Erika Nótt segist hreinlega nærast á neikvæðum athugasemdum á netinu.Vísir/Lýður Valberg Þeir sem þola ekki neikvætt umtal ættu kannski ekki að vera að setja mikið út á samfélagsmiðlum. Enginn sem neyðir neinn í að gera það. En ég er að byggja mér upp líf sem ég er búin að sjá fyrir mér og þetta er hluti af því. Svo er líka gott að muna að maður verður líklega fyrir gagnrýni í lífinu sama hvað maður gerir. Sérstaklega ef maður þorir að fara eigin leiðir.“ Erika ákvað því að taka stökkið og fara alla leið í því sem hún er að gera eftir að hafa áttað sig á því að hún vildi lifa öðruvísi lífi en flestir. „Ég var í skóla og fannst ég ekki vera að ná miklu nýju þar. Auk þess var ég í vinnu frá 9-5 sem mér fannst ógeðslega leiðinleg.“ Neikvæðar athugasemdir efla Eriku En svo tók hún til við að setja efni á samfélagsmiðla samhliða því að æfa á fullu. „Og núna er ég að byggja upp líf þar sem ég get fengið borgað fyrir það sem ég elska að gera. Það hljómar kannski furðulega fyrir suma, en ég verð mjög ánægð þegar fólk er pirrað út í mig eða hneykslast á mér, af því að það mun hjálpa mér að fá fleiri fylgjendur og stækka vörumerkið mitt. Ég hugsa bara: „You fell for my trick“ þegar fólk er að skrifa eitthvað neikvætt undir færslurnar mínar. TikTok er miklu verra en Instagram þegar kemur að neikvæðni og gagnrýni, en eftir því sem fylgjendunum fjölgar sé ég líka minna og minna af því sem er verið að skrifa.” Erika hefur sem sagt segir slegið í gegn á samfélagsmiðlum og býst við því að fá mun betur borgað en kollegar hennar þegar hún gerist atvinnumaður í íþróttinni. Enda er hún nú þegar komin með fleiri en 150 þúsund fylgjendur á Instagram og þeim fer stöðugt fjölgandi. Hún telur samfélagsmiðla besta tækið sem íþróttafólk hefur til að koma sér á framfæri: „Þetta hefur gert mjög mikið fyrir mig og er mikilvægt í öllu því sem ég er að gera. Ég er ekki náttúrulega góð í mörgu. Ég er týpan sem þarf að æfa meira en hinir og þarf að hafa mjög mikið fyrir hlutunum.“ Sem íþróttamaður þarftu að markaðssetja þig Erika segist á einhvern hátt skilja samfélagsmiðla og hefur alveg frá upphafi verið góð í að átta mig á hvernig á að nota þá, hvað virkar og hvað ekki. „Íþróttamenn eru yfirleitt agaðir og það hjálpar líka til þegar kemur að því að pósta nógu oft og reglulega. Þetta er heilmikil vinna og flestir átta sig ekki á því hvað það liggur mikið að baki. Ég hef verið að pósta sjö sinnum á dag og það er meira en að segja það því það koma auðvitað margir dagar þar sem maður er ekkert í stuði. Samfélagsmiðlar skipta miklu máli og Erika Nótt segist skilja gangverkið í þeim. Hún gæti þess vegna lifað á því eingöngu að vera þar.vísir/Lýður Valberg En sem íþróttamaður árið 2025 verður þú að markaðssetja þig. Þú ert þitt eigið fyrirtæki og vörumerki. Bara út af samfélagsmiðlum mun ég líklega fá meira borgað fyrir fyrsta bardagann minn en margir fá yfir allan ferilinn.“ Erika segist skynja miklar breytingar að undanförnu. „Fyrst þegar ég var að byrja sendi ég pósta á gríðarlega mörg fyrirtæki á Íslandi, en enginn vildi vinna með mér. Mér var ekki einu sinni svarað. Ég held að ég hafi sent á 150 fyrirtæki og fengið eitt svar frá Icelandair og það var hreint nei! En núna fæ ég tilboð frá fullt af fyrirtækjum á hverjum einasta degi.“ Stefnir á að flytja til útlanda Fyrir ári hefði Erika samþykkt flest þeirra tilboða sem berast en nú hafa markmiðin breyst. Hún vill ekki samþykkja eitthvað of snemma og sjá eftir því seinna. „Ég gæti lifað af því að vera eingöngu á samfélagsmiðlum núna ef ég myndi samþykkja það sem verið er að bjóða mér, en ég er með markmið til lengri tíma og vil frekar bíða aðeins á meðan samningsstaðan mín er að verða betri.” Erika er ennþá áhugamaður í hnefaleikum en fljótlega á næsta ári mun hún stíga skrefið yfir í atvinnumennsku. Hún segist vera með vel skipulagða áætlun og veit hvert hún stefnir. „Ég ætla að fara út að æfa, vonandi til Los Angeles og komast þar að hjá þjálfurum í heimsklassa. Ef mér lýst vel á allt saman þar mun ég flytja út.“ Gerist fátt ef þú ætlar að vera krúttleg í einhverju dundi Erika setur stefnuna hátt. Hún segist vilja verða heimsmeistari í boxi og ætlar að gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að ná því markmiði. „En hvort sem það gerist eða ekki veit ég að ég ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík. Ég er með markmið og veit hvað ég vil og veit að það mun kosta mig mikla vinnu og erfiði. Mér finnst stundum að stelpur í íþróttum fái önnur skilaboð en karlmenn. Svolítið eins og að hjá okkur sé þetta krúttlegt, en það megi gera meiri kröfur til strákanna.“ https://www.youtube.com/watch?v=SdbTvHUTai8 Stelpur fái ekki þau skilaboð að þær geti orðið bestar ef þær leggjum hart að sér. „Meira að við getum þetta líka. Auðvitað getum við þetta. Það er augljóst. Við eigum að vera kominn á þann stað að það megi gera sömu kröfur til ungra kvenna og karla og stundum er allt í lagi að það sé verið að ýta þér áfram og að það sé harka í því og aukavinna. Þú verður að æfa „fokking” mikið ef þú ætlar að ná alla leið og það gerist ekki ef þú ætlar að vera krúttleg að dunda þér í einhverju.” Hægt er að nálgast viðtalið við Eriku og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Box Samfélagsmiðlar Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“