„Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. desember 2025 13:01 Guðrún er biskup Íslands og vill fá börnin í heimsókn í kirkjurnar yfir jólin. Þjóðkirkjan kynnti á dögunum nýtt merki og nýja vefsíðu. Biskup Íslands segir markmiðið að gera þjónustu kirkjunnar sýnilegri. En ljóst er að kostnaðurinn hleypur á milljónum. Hið nýja merki kirkjunnar er einfaldur kross á einlitum grunni. Og kemur það í stað merkisins sem kynnt var árið 2003. Guðrún Karls Helgudóttir, biskup, segir breytinguna og nýja vefsíðu kirkjunnar hafi verið lengi í burðarliðnum. Sindri Sindrason hitti Guðrúnu á dögunum í Hallgrímskirkju. Guðrún er svo sannarlega ekki dæmigerður biskup og viðurkennir að fyrir aðeins 15 árum hefði hún haldið að hún gæti aldrei orðið það. Hún hefur skilið, hún á transbarn. Og er jú kona, en auðvitað kom Agnes biskup á undan henni. „Ég upplifi mikla jákvæðni og mikinn meðbyr og það er er meiri aðsókn í kirkjur, enn meiri heldur en var. Og ég held að það séu margar ástæður. Ein af ástæðunum er sjálfsagt að þjóðkirkjan hefur verið svolítið svona að opna sig. Við höfum verið að nýta alla okkar miðla til þess að birta betur allt það góða og mikla starf sem er í kirkjunni og ég upplifi líka einhvern veginn í dag að það má frekar tala um trú. Það er ekkert feimnismál að vera trúuð manneskja eða fara í kirkju og þó trú sé mjög persónuleg fyrir fólk þá er þetta samt ekki feimnismál lengur, upplifi ég. Það er nefnilega ekkert skrítið við að vera trúaður. Það er bara venjulegt,“ segir Guðrún. Hún segir að það hafi verið nokkuð þungt og erfitt andrúmsloft á Íslandi lengi gagnvart trúni. „Og ég held að við séum bara svolítið komin með nóg af því vegna þess að við höldum jól á Íslandi. Jólin eru náttúrulega í grunninn hér á Íslandi haldin vegna þess að við höfum verið kristin þjóð og erum kristin þjóð að langmestu leyti. Auðvitað þurfum við að taka tillit til þess að það er alls konar fólk á Íslandi og það eru ekkert allir til í það. En heimsóknir skóla í kirkju eru í raun og veru fræðslu- og svona upplifunarheimsóknir til þess að fá jólastemninguna og allt þetta góða og fallega. Og ég get ekki séð að það þurfi að vera endilega einhver sérstök ástæða til að óska eftir því að koma ekki í þær heimsóknir. Alveg eins og ég myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku eða eitthvað annað. Ég meina, af hverju ekki? Vegna þess að trúfrelsi þýðir líka það að við megum hafa trúna í samfélaginu og við eigum að tala um hana og eigum bara ekkert að vera feimin við það.“ Hér að ofan má sjá viðtalið við Guðrúnu í heild sinni þar sem hún fer um víðan völl. Ísland í dag Þjóðkirkjan Jól Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup, segir breytinguna og nýja vefsíðu kirkjunnar hafi verið lengi í burðarliðnum. Sindri Sindrason hitti Guðrúnu á dögunum í Hallgrímskirkju. Guðrún er svo sannarlega ekki dæmigerður biskup og viðurkennir að fyrir aðeins 15 árum hefði hún haldið að hún gæti aldrei orðið það. Hún hefur skilið, hún á transbarn. Og er jú kona, en auðvitað kom Agnes biskup á undan henni. „Ég upplifi mikla jákvæðni og mikinn meðbyr og það er er meiri aðsókn í kirkjur, enn meiri heldur en var. Og ég held að það séu margar ástæður. Ein af ástæðunum er sjálfsagt að þjóðkirkjan hefur verið svolítið svona að opna sig. Við höfum verið að nýta alla okkar miðla til þess að birta betur allt það góða og mikla starf sem er í kirkjunni og ég upplifi líka einhvern veginn í dag að það má frekar tala um trú. Það er ekkert feimnismál að vera trúuð manneskja eða fara í kirkju og þó trú sé mjög persónuleg fyrir fólk þá er þetta samt ekki feimnismál lengur, upplifi ég. Það er nefnilega ekkert skrítið við að vera trúaður. Það er bara venjulegt,“ segir Guðrún. Hún segir að það hafi verið nokkuð þungt og erfitt andrúmsloft á Íslandi lengi gagnvart trúni. „Og ég held að við séum bara svolítið komin með nóg af því vegna þess að við höldum jól á Íslandi. Jólin eru náttúrulega í grunninn hér á Íslandi haldin vegna þess að við höfum verið kristin þjóð og erum kristin þjóð að langmestu leyti. Auðvitað þurfum við að taka tillit til þess að það er alls konar fólk á Íslandi og það eru ekkert allir til í það. En heimsóknir skóla í kirkju eru í raun og veru fræðslu- og svona upplifunarheimsóknir til þess að fá jólastemninguna og allt þetta góða og fallega. Og ég get ekki séð að það þurfi að vera endilega einhver sérstök ástæða til að óska eftir því að koma ekki í þær heimsóknir. Alveg eins og ég myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku eða eitthvað annað. Ég meina, af hverju ekki? Vegna þess að trúfrelsi þýðir líka það að við megum hafa trúna í samfélaginu og við eigum að tala um hana og eigum bara ekkert að vera feimin við það.“ Hér að ofan má sjá viðtalið við Guðrúnu í heild sinni þar sem hún fer um víðan völl.
Ísland í dag Þjóðkirkjan Jól Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein