Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. desember 2025 20:00 Lauren Sanchéz og Jeff Bezos giftu sig eftirminnilega í Feneyjum. Instagram Ástin blómstraði sem aldrei fyrr í Hollywood á árinu sem er senn að líða og brjálæðislega kostnaðarsöm brúðkaup vöktu athygli á heimsvísu í bland við einlægri athafnir. Hér verður farið yfir nokkur af stærstu stjörnubrúðkaupum ársins. Jeff Bezos og Lauren Sanchéz View this post on Instagram A post shared by Lauren Sánchez Bezos (@laurensanchezbezos) Líklega eitthvert dýrasta brúðkaup sögunnar og sömuleiðis umdeildasta. Amazon auðjöfurinn Bezos gekk að eiga fyrrum fjölmiðlakonuna og nýlegan geimfarann Sanchés við mjög svo hátíðlega athöfn í Feneyjum þar sem hjúin gerðu tilraun til að taka ítalska svæðið alveg yfir við mikil mótmæli innfæddra. Ef einhvern tíma má segja að gestalisti hafi verið stjörnum prýddur þá var það í þessu tilfelli. Stórstjörnur úr tónlist, kvikmyndum, pólítík og raunveruleikasjónvarpi komu þarna saman og má meðal annars nefna Kardashian fjölskylduna, Opruh Winfrey, Leonardo DiCaprio, Usher og svo lengi mætti telja. Talið er að brúðkaupið hafi kostað um sjö milljarða. Demi Lovato og Jordan Lutes View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Poppstjarnan Demi Lovato gekk að eiga sinn heittelskaða Jordan Lutes tónlistarmann við aðeins einlægri athöfn í Santa Barbara en brúðkaupið var engu að síður glæsilegt. Ástin tók yfir í vorblíðunni í Kaliforníu þar sem þau fögnuðu með fjölskyldu og bestu vinum. Lovato klæddist stórglæsilegum brúðarkjól frá Vivienne Westwood og Lutes jakkafötum frá franska tískurisanum Saint Laurent. Selena Gomez og Benny Blanco View this post on Instagram A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) Tónlistarkonan fræga Selena Gomez og pródúserinn Benny Blanco giftu sig líka í Santa Barbara umkringd náttúrufegurð í haust. Hjónin klæddust bæði sérsaumuðum klæðum frá tískurisanum Ralph Lauren og gestalistinn var svakalegur þar sem Taylor Swift, Paris Hilton, Ed Sheeran og Steve Martin létu sig ekki vanta. Charli XCX og George Daniel View this post on Instagram A post shared by Charli (@charli_xcx) Poppprinsessan Charli XCX giftist trommaranum og plötusnúðnum George Daniel fyrst við litla athöfn í ráðhúsi í London og svo með glæsilegu teiti í Sikiley. Charli skartaði gegnsæjum hvítum flæðandi kjól frá Danielle Frankel og Daniel sérsaumuðum jakkafötum frá Carter Young. Á gestalista mátti finna nöfn á borð við Troye Sivan, Amelia Dimoldenberg, Devon Lee Carlson, Shygirl, Matty Healy og Gabbriette. Hailee Steinfeld og Josh Allen View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Hollywood bomban, tónlistarkonan og leikkonan Hailee Steinfeld giftist leikstjórnandanum (e. quarterback) og NFL stjörnunni Josh Allen 31. maí í sólríku Kaliforníu. Parið hafði þá verið saman í tvö ár og virðast algjörlega ástfangin upp fyrir haus. Steinfeld skein skært í kjól frá tískuhúsi Tamara Ralph en hún sló nýverið í gegn í kvikmyndinni Sinners. Allen spilar fyrir Buffalo Bills og voru ótal margar stjörnur úr íþróttalífinu vestanhafs meðal gesta. Má þar nefna Spencer Brown og Dawson Knox. Leikarinn fyndni Larry David lét sig ekki heldur vanta. Hollywood Brúðkaup Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Hér verður farið yfir nokkur af stærstu stjörnubrúðkaupum ársins. Jeff Bezos og Lauren Sanchéz View this post on Instagram A post shared by Lauren Sánchez Bezos (@laurensanchezbezos) Líklega eitthvert dýrasta brúðkaup sögunnar og sömuleiðis umdeildasta. Amazon auðjöfurinn Bezos gekk að eiga fyrrum fjölmiðlakonuna og nýlegan geimfarann Sanchés við mjög svo hátíðlega athöfn í Feneyjum þar sem hjúin gerðu tilraun til að taka ítalska svæðið alveg yfir við mikil mótmæli innfæddra. Ef einhvern tíma má segja að gestalisti hafi verið stjörnum prýddur þá var það í þessu tilfelli. Stórstjörnur úr tónlist, kvikmyndum, pólítík og raunveruleikasjónvarpi komu þarna saman og má meðal annars nefna Kardashian fjölskylduna, Opruh Winfrey, Leonardo DiCaprio, Usher og svo lengi mætti telja. Talið er að brúðkaupið hafi kostað um sjö milljarða. Demi Lovato og Jordan Lutes View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Poppstjarnan Demi Lovato gekk að eiga sinn heittelskaða Jordan Lutes tónlistarmann við aðeins einlægri athöfn í Santa Barbara en brúðkaupið var engu að síður glæsilegt. Ástin tók yfir í vorblíðunni í Kaliforníu þar sem þau fögnuðu með fjölskyldu og bestu vinum. Lovato klæddist stórglæsilegum brúðarkjól frá Vivienne Westwood og Lutes jakkafötum frá franska tískurisanum Saint Laurent. Selena Gomez og Benny Blanco View this post on Instagram A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) Tónlistarkonan fræga Selena Gomez og pródúserinn Benny Blanco giftu sig líka í Santa Barbara umkringd náttúrufegurð í haust. Hjónin klæddust bæði sérsaumuðum klæðum frá tískurisanum Ralph Lauren og gestalistinn var svakalegur þar sem Taylor Swift, Paris Hilton, Ed Sheeran og Steve Martin létu sig ekki vanta. Charli XCX og George Daniel View this post on Instagram A post shared by Charli (@charli_xcx) Poppprinsessan Charli XCX giftist trommaranum og plötusnúðnum George Daniel fyrst við litla athöfn í ráðhúsi í London og svo með glæsilegu teiti í Sikiley. Charli skartaði gegnsæjum hvítum flæðandi kjól frá Danielle Frankel og Daniel sérsaumuðum jakkafötum frá Carter Young. Á gestalista mátti finna nöfn á borð við Troye Sivan, Amelia Dimoldenberg, Devon Lee Carlson, Shygirl, Matty Healy og Gabbriette. Hailee Steinfeld og Josh Allen View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Hollywood bomban, tónlistarkonan og leikkonan Hailee Steinfeld giftist leikstjórnandanum (e. quarterback) og NFL stjörnunni Josh Allen 31. maí í sólríku Kaliforníu. Parið hafði þá verið saman í tvö ár og virðast algjörlega ástfangin upp fyrir haus. Steinfeld skein skært í kjól frá tískuhúsi Tamara Ralph en hún sló nýverið í gegn í kvikmyndinni Sinners. Allen spilar fyrir Buffalo Bills og voru ótal margar stjörnur úr íþróttalífinu vestanhafs meðal gesta. Má þar nefna Spencer Brown og Dawson Knox. Leikarinn fyndni Larry David lét sig ekki heldur vanta.
Hollywood Brúðkaup Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira