Innlent

Helgi Val­berg tekur við ritarastöðunni

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Helgi Valberg starfar hjá forsætisráðuneytinu.
Helgi Valberg starfar hjá forsætisráðuneytinu. Samsett

Helgi Valberg Jensson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, tekur við sem ritari þjóðaröryggisráðs um næstu mánaðarmót. Forsætisráðherra féllst á tillögu Þórunnar J. Hafstein, fráfarandi ritara, að hún láti af störfum.

Helgi Valberg lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 2009. Síðastliðið ár hefur Helgi Valberg starfað sem lögfræðingur í forsætisráðuneytinu en var áður yfirlögfræðingur hjá embætti ríkislögreglustjóra og staðgengill ríkislögreglustjóra. 

Auk þess sem að Helgi hefur starfað hjá forsætisráðuneytinu starfaði hann einnig áður í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu á skrifstofu Kjara- og mannauðssýslu.

Þórunn hefur verið ritari ráðsins frá stofnun þess árið 2017 og mun hún starfa í forsætisráðuneytinu út skipunartímann sinn, 1. október 2026, sem ráðgjafi í þjóðaröryggismálum. Hún verður einnig nýjum ritara til stuðnings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×