Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2025 15:01 Rodrygo fagnaði marki sínu með Xabi Alonso þjálfara. Getty/Diego Souto/ Rodrygo skoraði mark Real Madrid í 2-1 tapi á móti Manchester City í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi en markafagn hans vakti sérstaka athygli. Rodrygo kom Real yfir en City-menn svöruðu með tveimur mörkum og tryggðu sér sigurinn. Real Madrid og þjálfarinn Xabi Alonso fóru inn í leikinn í miðri viku undir mikilli pressu eftir 2-0 tap á heimavelli gegn Celta Vigo á sunnudaginn, sem þýddi að lið Alonso hafði aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í La Liga. Rodrygo went to celebrate with Xabi Alonso after scoring the goal! 🤍😃🫶🏻 pic.twitter.com/EFfH8kRtWZ— Xabi Zone (@XabiZone1) December 10, 2025 „Við vitum að það er mikil pressa hér,“ sagði Rodrygo. „Það er eðlilegt þegar hlutirnir ganga ekki upp á vellinum. Eftir markið mitt fór ég að faðma Xabi til að sýna samstöðu liðsins. Ég vissi að það væri mikilvægt að eiga þessa stund,“ sagði Rodrygo. Miklar væntingar og nú óviss framtíð Miklar væntingar voru gerðar þegar Real Madrid réð Alonso til að taka við af Carlo Ancelotti. Aðeins sex mánuðum eftir að hann sneri aftur til félagsins sem hann lék eitt sinn með, stendur hann frammi fyrir óvissri framtíð. Madrid er fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona fyrir leikinn gegn Alavés á sunnudaginn. „Þetta er erfiður tími,“ sagði Rodrygo. „Það er erfitt fyrir okkur og það er líka erfitt fyrir hann [Alonso]. Hlutirnir eru ekki að ganga upp og ég vildi sýna fólki að við stöndum með þjálfaranum okkar. Ég veit að það er alltaf margt sagt. Það er oft reynt að búa til alls konar hluti og ég vildi bara segja það, að við værum sameinuð og að við þyrftum á þessari samstöðu að halda til að komast áfram og ná markmiðum okkar,“ sagði Rodrygo. Skilur baulið Rodrygo sagðist skilja baul frá áhorfendum á Bernabéu eftir tvö töp í röð. „Það er eðlilegt,“ sagði brasilíski landsliðsmaðurinn. „Það er sanngjarnt. Við vitum að Madrid er mjög kröfuhart félag, stuðningsmennirnir eru mjög kröfuharðir. Við höfum verið hér í mörg ár og við vitum að þetta er það sem gerist ef okkur gengur ekki vel. Við verðum að reyna að bæta okkur og reyna að komast út úr þessum aðstæðum.“ 🚨 𝐁𝐑𝐄𝐀𝐊𝐈𝐍𝐆: Rodrygo shows his support for Xabi Alonso.“We stand with the coach. Many things being said are lies.”“Hug with Xabi? It’s a difficult time for the players and everyone, and I wanted to show that we’re behind our manager.” pic.twitter.com/HVHZRgccom— 433 (@433) December 10, 2025 Rodrygo batt að minnsta kosti enda á 32 leikja markaþurrð sína á miðvikudaginn. Þurfti virkilega á þessu marki að halda „Ég þurfti virkilega á þessu marki að halda,“ sagði hann. „Ég reyni alltaf að skora, alltaf að hjálpa, og satt best að segja var ég ekki upp á mitt besta. Svona hlutir gerast í fótbolta. Ég verð að halda einbeitingu og halda áfram að æfa. Það er það sem ég hef verið að gera allan þennan tíma, vitandi að hlutirnir gengu ekki upp hjá mér,“ sagði Rodrygo. „Ég er dapur yfir tapinu, en ég vona að með þessu marki og þessari frammistöðu komist ég aftur í mitt besta form og hjálpi liðinu,“ sagði Rodrygo. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Sjá meira
Rodrygo kom Real yfir en City-menn svöruðu með tveimur mörkum og tryggðu sér sigurinn. Real Madrid og þjálfarinn Xabi Alonso fóru inn í leikinn í miðri viku undir mikilli pressu eftir 2-0 tap á heimavelli gegn Celta Vigo á sunnudaginn, sem þýddi að lið Alonso hafði aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í La Liga. Rodrygo went to celebrate with Xabi Alonso after scoring the goal! 🤍😃🫶🏻 pic.twitter.com/EFfH8kRtWZ— Xabi Zone (@XabiZone1) December 10, 2025 „Við vitum að það er mikil pressa hér,“ sagði Rodrygo. „Það er eðlilegt þegar hlutirnir ganga ekki upp á vellinum. Eftir markið mitt fór ég að faðma Xabi til að sýna samstöðu liðsins. Ég vissi að það væri mikilvægt að eiga þessa stund,“ sagði Rodrygo. Miklar væntingar og nú óviss framtíð Miklar væntingar voru gerðar þegar Real Madrid réð Alonso til að taka við af Carlo Ancelotti. Aðeins sex mánuðum eftir að hann sneri aftur til félagsins sem hann lék eitt sinn með, stendur hann frammi fyrir óvissri framtíð. Madrid er fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona fyrir leikinn gegn Alavés á sunnudaginn. „Þetta er erfiður tími,“ sagði Rodrygo. „Það er erfitt fyrir okkur og það er líka erfitt fyrir hann [Alonso]. Hlutirnir eru ekki að ganga upp og ég vildi sýna fólki að við stöndum með þjálfaranum okkar. Ég veit að það er alltaf margt sagt. Það er oft reynt að búa til alls konar hluti og ég vildi bara segja það, að við værum sameinuð og að við þyrftum á þessari samstöðu að halda til að komast áfram og ná markmiðum okkar,“ sagði Rodrygo. Skilur baulið Rodrygo sagðist skilja baul frá áhorfendum á Bernabéu eftir tvö töp í röð. „Það er eðlilegt,“ sagði brasilíski landsliðsmaðurinn. „Það er sanngjarnt. Við vitum að Madrid er mjög kröfuhart félag, stuðningsmennirnir eru mjög kröfuharðir. Við höfum verið hér í mörg ár og við vitum að þetta er það sem gerist ef okkur gengur ekki vel. Við verðum að reyna að bæta okkur og reyna að komast út úr þessum aðstæðum.“ 🚨 𝐁𝐑𝐄𝐀𝐊𝐈𝐍𝐆: Rodrygo shows his support for Xabi Alonso.“We stand with the coach. Many things being said are lies.”“Hug with Xabi? It’s a difficult time for the players and everyone, and I wanted to show that we’re behind our manager.” pic.twitter.com/HVHZRgccom— 433 (@433) December 10, 2025 Rodrygo batt að minnsta kosti enda á 32 leikja markaþurrð sína á miðvikudaginn. Þurfti virkilega á þessu marki að halda „Ég þurfti virkilega á þessu marki að halda,“ sagði hann. „Ég reyni alltaf að skora, alltaf að hjálpa, og satt best að segja var ég ekki upp á mitt besta. Svona hlutir gerast í fótbolta. Ég verð að halda einbeitingu og halda áfram að æfa. Það er það sem ég hef verið að gera allan þennan tíma, vitandi að hlutirnir gengu ekki upp hjá mér,“ sagði Rodrygo. „Ég er dapur yfir tapinu, en ég vona að með þessu marki og þessari frammistöðu komist ég aftur í mitt besta form og hjálpi liðinu,“ sagði Rodrygo.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Sjá meira