Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2025 15:10 Suðurlandsbraut að sumri. Ljóst er að ásýnd og umferð um brautina mun breytast töluvert ef áformin ná fram að ganga. Vísir/Anton Brink Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur samþykkti í gær að auglýsa tillögu að nýju deiluskipulagi vegna Borgarlínu og hefur málinu verið vísað til borgarráðs. Um er að ræða breytingu sem varðar stóran hluta af fyrsta áfanga Borgarlínu sem snýr að skipulagi við Suðurlandsbraut frá Skeiðarvogi að Lágmúla. Tillagan hefur verið umdeild en borgarfulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks lýstu hörðum mótmælum við áformin í bókunum við afgreiðslu málsins í ráðinu. Stefnt er að því að tillagan fari til kynningar í skipulagsgátt í janúar en hún nær yfir um 40% af leið fyrstu lotu Borgarlínu. Áður hefur verið tekist á um áformin líkt og Vísir greindi frá þegar borgarráð afgreiddi tillögu um fyrsta hluta Borgarlínu til borgarstjórnar síðasta vor. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um afgreiðslu tillögunnar sem umhverfis- og samgönguráð afgreiddi í gær eru raktar helstu breytingar sem boðaðar eru á umræddu svæði við Suðurlandsbraut. Þannig verði bætt við sérrými fyrir almenningssamgöngur á milli Skeiðarvogs og Lágmúla og verða þrjár borgarlínustöðvar við Glæsibæ, Laugardalshöll og Lágmúla. Þá verði hjóla- og göngustígum fjölgað sunnan brautarinnar og akreinum fyrir almenna bílaumferð fækkað úr fjórum í tvær, og verða akreinar þannig að mestu leyti einbreiðar nema við stór gatnamót. Þá er gert ráð fyrir að bílastæðum við Suðurlandsbraut 4 til 32 verði fækkað um þriðjung. Fækkun akreina og bílastæða við Suðurlandsbraut eru meðal þess sem fulltrúar minnihlutans lýsa mikilli óánægju með. Áformin „alvarleg aðför“ að fyrirtækjarekstri á svæðinu „Fulltrúarnir telja mikilvægt að fjölga sérakreinum fyrir almenningssamgöngur í Reykjavík en telja það vel mega útfæra án þess að þrengja að almennri umferð, einn fararmáti þurfi ekki að vega að öðrum. Fulltrúarnir lýsa jafnframt andstöðu við þau áform að fjarlægja um 70% bílastæða af svæðinu en á Suðurlandsbraut starfar fjöldi fyrirtækja og fjöldi borgarbúa sækir þangað verslun og þjónustu. Mikilvægt er að tryggja gott aðgengi að rekstri á svæðinu enda geta afleiðingar fyrirliggjandi deiliskipulags verið alvarlegar fyrir fyrirtækin á Suðurlandsbraut,“ segir meðal annars í bókun Sjálfstæðismanna en þeir vilja að deiliskipulagið verði endurhugsað frá grunni. Í tilkynningu borgarinnar er talað um að bílastæðum fækki um 30% en í bókun Sjálfstæðismanna er talað um 70%. Ekki hefur fengist staðfest í hverju munurinn liggur en hlutfallsins er ekki getið í fylgigögnunm málsins sem birtust með fundargerð. Samkvæmt tillögunni fer Borgarlínan um Suðurlandsbraut á tveimur miðjusettum sérakreinum fyrir almenningssamgöngur og er gert ráð fyrir göngu- og hjólastígum beggja vegna göturýmisins og gróðri á svæðum inn á milli.Reykjavíkurborg Framsóknarmenn greiddu einnig atkvæði gegn tillögunni og hafna þeirri útfærslu sem hún felur í sér um legu Borgarlínu um Suðurlandsbraut. „Um er að ræða alvarlega aðför að þjónustu- og verslunarrekstri á svæðinu, þar sem fjölmörg fyrirtæki hafa starfað og byggt upp starfsemi sína í áratugi. Nú þegar er mikill skortur á bílastæðum á svæðinu. Þessi tillaga er reist á óraunsærri sýn á samgöngumál og mikilvægi Suðurlandsbrautar sem einnar af lykilumferðaræðum borgarinnar. Fyrirliggjandi hugmyndir taka hvorki mið af nauðsynlegu aðgengi né viðkvæmum rekstraraðstæðum þessara fyrirtækja þar sem fækkun bílastæða er veruleg, og horfa fram hjá þeim samfélagslegu og efnahagslegu áhrifum sem slík truflun hefði í för með sér,“ segir í bókun Framsóknar. Framkvæmdir hefjist 2027 Fulltrúar meirihlutans fagna hins vegar áfanganum. „Við fögnum tillögu að deiliskipulagi göturýmis Suðurlandsbrautar sem verður nú sett í auglýsingu. Nýjar verklagsreglur eiga að tryggja að íbúar á svæðinu verði vel upplýstir um hana. Tillagan er hluti af 1. lotu Borgarlínu og er í samræmi við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og Aðalskipulag Reykjavíkur 2040. Tillagan er einnig í samræmi við þá yfirlýstu stefnu borgarinnar að efla vistvæna og virka samgöngumáta,“ segir í bókun meirihlutans. Áætlað er að framkvæmdir á Suðurlandsbraut vestan Grensásvegar standi yfir frá 2027 til 2029 og austan Grensásvegar frá 2028 til 2030. Fréttin hefur verið uppfærð. Borgarlína Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Stefnt er að því að tillagan fari til kynningar í skipulagsgátt í janúar en hún nær yfir um 40% af leið fyrstu lotu Borgarlínu. Áður hefur verið tekist á um áformin líkt og Vísir greindi frá þegar borgarráð afgreiddi tillögu um fyrsta hluta Borgarlínu til borgarstjórnar síðasta vor. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um afgreiðslu tillögunnar sem umhverfis- og samgönguráð afgreiddi í gær eru raktar helstu breytingar sem boðaðar eru á umræddu svæði við Suðurlandsbraut. Þannig verði bætt við sérrými fyrir almenningssamgöngur á milli Skeiðarvogs og Lágmúla og verða þrjár borgarlínustöðvar við Glæsibæ, Laugardalshöll og Lágmúla. Þá verði hjóla- og göngustígum fjölgað sunnan brautarinnar og akreinum fyrir almenna bílaumferð fækkað úr fjórum í tvær, og verða akreinar þannig að mestu leyti einbreiðar nema við stór gatnamót. Þá er gert ráð fyrir að bílastæðum við Suðurlandsbraut 4 til 32 verði fækkað um þriðjung. Fækkun akreina og bílastæða við Suðurlandsbraut eru meðal þess sem fulltrúar minnihlutans lýsa mikilli óánægju með. Áformin „alvarleg aðför“ að fyrirtækjarekstri á svæðinu „Fulltrúarnir telja mikilvægt að fjölga sérakreinum fyrir almenningssamgöngur í Reykjavík en telja það vel mega útfæra án þess að þrengja að almennri umferð, einn fararmáti þurfi ekki að vega að öðrum. Fulltrúarnir lýsa jafnframt andstöðu við þau áform að fjarlægja um 70% bílastæða af svæðinu en á Suðurlandsbraut starfar fjöldi fyrirtækja og fjöldi borgarbúa sækir þangað verslun og þjónustu. Mikilvægt er að tryggja gott aðgengi að rekstri á svæðinu enda geta afleiðingar fyrirliggjandi deiliskipulags verið alvarlegar fyrir fyrirtækin á Suðurlandsbraut,“ segir meðal annars í bókun Sjálfstæðismanna en þeir vilja að deiliskipulagið verði endurhugsað frá grunni. Í tilkynningu borgarinnar er talað um að bílastæðum fækki um 30% en í bókun Sjálfstæðismanna er talað um 70%. Ekki hefur fengist staðfest í hverju munurinn liggur en hlutfallsins er ekki getið í fylgigögnunm málsins sem birtust með fundargerð. Samkvæmt tillögunni fer Borgarlínan um Suðurlandsbraut á tveimur miðjusettum sérakreinum fyrir almenningssamgöngur og er gert ráð fyrir göngu- og hjólastígum beggja vegna göturýmisins og gróðri á svæðum inn á milli.Reykjavíkurborg Framsóknarmenn greiddu einnig atkvæði gegn tillögunni og hafna þeirri útfærslu sem hún felur í sér um legu Borgarlínu um Suðurlandsbraut. „Um er að ræða alvarlega aðför að þjónustu- og verslunarrekstri á svæðinu, þar sem fjölmörg fyrirtæki hafa starfað og byggt upp starfsemi sína í áratugi. Nú þegar er mikill skortur á bílastæðum á svæðinu. Þessi tillaga er reist á óraunsærri sýn á samgöngumál og mikilvægi Suðurlandsbrautar sem einnar af lykilumferðaræðum borgarinnar. Fyrirliggjandi hugmyndir taka hvorki mið af nauðsynlegu aðgengi né viðkvæmum rekstraraðstæðum þessara fyrirtækja þar sem fækkun bílastæða er veruleg, og horfa fram hjá þeim samfélagslegu og efnahagslegu áhrifum sem slík truflun hefði í för með sér,“ segir í bókun Framsóknar. Framkvæmdir hefjist 2027 Fulltrúar meirihlutans fagna hins vegar áfanganum. „Við fögnum tillögu að deiliskipulagi göturýmis Suðurlandsbrautar sem verður nú sett í auglýsingu. Nýjar verklagsreglur eiga að tryggja að íbúar á svæðinu verði vel upplýstir um hana. Tillagan er hluti af 1. lotu Borgarlínu og er í samræmi við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og Aðalskipulag Reykjavíkur 2040. Tillagan er einnig í samræmi við þá yfirlýstu stefnu borgarinnar að efla vistvæna og virka samgöngumáta,“ segir í bókun meirihlutans. Áætlað er að framkvæmdir á Suðurlandsbraut vestan Grensásvegar standi yfir frá 2027 til 2029 og austan Grensásvegar frá 2028 til 2030. Fréttin hefur verið uppfærð.
Borgarlína Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira