Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. desember 2025 16:49 Bakaríið Hygge var lokað í alls 245 daga á meðan beðið var eftir rekstrarleyfi. Vísir/Anton Brink Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu íbúa í grennd við bakaríið og kaffihúsið Hygge á Barónsstíg. Íbúarnir lögðu fram stjórnvaldskæru og kölluðu eftir því að starfsleyfi staðarins yrði afturkallað, meðal annars vegna sorphirðumála og mengunar. Íbúar við Hverfisgötu 94 til 96 og Barónsstíg 6 lögðu fram stjórnvaldskæru um miðjan nóvember þar sem þau kröfðust þess að starfsleyfi Hygge yrði afturkallað. Staðurinn var opnaður í júlí eftir 245 daga bið eftir rekstrarleyfinu. Meðal þess sem tafði leyfisveitinguna voru sorphirðumálin. „Þannig að í stuttu máli þá var þannig að þeir vildu ekki að upprunalega sorpið sem var þarna frá fyrrum veitingastað væri þarna sem það átti að vera. Þannig við þurftum að finna aðra lausn og við þurftum að koma því fyrir og þeir að koma og gefa grænt ljós. Þá mátti það allt í einu ekki vera þar og þeir hættu við. Þá þurftum við aftur að fara grafa eitthvað og þá allt í einu mátti upprunalega sorpið vera til staðar,“ sagði Axel Þorsteinsson, einn eigenda, á Bylgjunni í sumar. Í kærunni er reifuð forsagan þar sem kemur fram að ítrekað hafi verið kvartað yfir slæmri umgengni í ruslagerðinu, sem bæði íbúar húsanna og veitingastaðurinn Grazie Trattoria notuðu. Í umsögn heilbrigðiseftirlitsins kom fram að ruslagerðið væri ekki nægilega stórt fyrir bæði Grazie og Hygge og segja íbúar að það hefði átt að leiða til þess að umsókn Hygge hefði aldrei verið samþykkt. Þá er einnig sett út á að veruleg lyktarmengun berist í sameign húsanna og frá útblæstri á svölum íbúðar 501. Rörin séu ekki í samræmi við lög og frágangurinn hafi leitt til mengunar og skerðingar loftgæða fyrir íbúa hússins. Höfnuðu kröfunum Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála tók kæruna fyrir en hafnaði kröfum íbúanna um að ógilda ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að gefa út starfsleyfi til tólf ára til reksturs kaffihúss að Barónsstíg 6. Í niðurstöðum úrskurðarins segir að byggingarfulltrúi hafi fyrst veitt neikvæða umsögn um að nýta sameignarlóðina fyrir sorpaðstöðu, en síðan skipt um skoðun í júlímánuði. Þótt breytingin hafi ekki verið rökstudd kemur fram að í samningi Hygge og seljanda fasteigna í fjölbýlishúsinu frá 2021 kveður skýrt á um aðgengi leigutaka atvinnurýmis á jarðhæð að sorpaðstöðunni. Þegar litið var til kvartana um að útblásturinn væri mengandi fyrir íbúa segir að fyrirkomulag loftræstingarinnar sé óheppilegt. Þó sé ákvæði um að útsog úr eldhúsum skuli almennt ná upp fyrir efstu klæðningu þaks en embættið taldi staðsetningu útsogsins ekki vera í ósamræmi við greint ákvæði byggingarreglugerðarinnar. „Fyrir liggur að útsog frá hinni umdeildu starfsemi er við enda rúmgóðra svala íbúðar 501 í húsinu að Hverfisgötu 96 og nær ekki upp fyrir efstu klæðningu þaks hússins. Verður að telja fyrirkomulag loftræsingarinnar óheppilegt með tilliti til grenndaráhrifa gagnvart íbúum þeirrar íbúðar,“ segir í niðurstöðunum. „Aftur á móti er ljóst af orðalagi ákvæðisins að ekki er um ófrávíkjanlegt skilyrði að ræða. Þrátt fyrir að útsogið nái ekki upp fyrir efstu klæðningu þaks hússins verður ekki talið að ósamræmið fari gegn tilvitnuðum ákvæðum byggingarreglugerðar þannig að raskað geti gildi hins kærða starfsleyfis.“ Reykjavík Bakarí Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Heilbrigðiseftirlit Stjórnsýsla Sorphirða Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira
Íbúar við Hverfisgötu 94 til 96 og Barónsstíg 6 lögðu fram stjórnvaldskæru um miðjan nóvember þar sem þau kröfðust þess að starfsleyfi Hygge yrði afturkallað. Staðurinn var opnaður í júlí eftir 245 daga bið eftir rekstrarleyfinu. Meðal þess sem tafði leyfisveitinguna voru sorphirðumálin. „Þannig að í stuttu máli þá var þannig að þeir vildu ekki að upprunalega sorpið sem var þarna frá fyrrum veitingastað væri þarna sem það átti að vera. Þannig við þurftum að finna aðra lausn og við þurftum að koma því fyrir og þeir að koma og gefa grænt ljós. Þá mátti það allt í einu ekki vera þar og þeir hættu við. Þá þurftum við aftur að fara grafa eitthvað og þá allt í einu mátti upprunalega sorpið vera til staðar,“ sagði Axel Þorsteinsson, einn eigenda, á Bylgjunni í sumar. Í kærunni er reifuð forsagan þar sem kemur fram að ítrekað hafi verið kvartað yfir slæmri umgengni í ruslagerðinu, sem bæði íbúar húsanna og veitingastaðurinn Grazie Trattoria notuðu. Í umsögn heilbrigðiseftirlitsins kom fram að ruslagerðið væri ekki nægilega stórt fyrir bæði Grazie og Hygge og segja íbúar að það hefði átt að leiða til þess að umsókn Hygge hefði aldrei verið samþykkt. Þá er einnig sett út á að veruleg lyktarmengun berist í sameign húsanna og frá útblæstri á svölum íbúðar 501. Rörin séu ekki í samræmi við lög og frágangurinn hafi leitt til mengunar og skerðingar loftgæða fyrir íbúa hússins. Höfnuðu kröfunum Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála tók kæruna fyrir en hafnaði kröfum íbúanna um að ógilda ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að gefa út starfsleyfi til tólf ára til reksturs kaffihúss að Barónsstíg 6. Í niðurstöðum úrskurðarins segir að byggingarfulltrúi hafi fyrst veitt neikvæða umsögn um að nýta sameignarlóðina fyrir sorpaðstöðu, en síðan skipt um skoðun í júlímánuði. Þótt breytingin hafi ekki verið rökstudd kemur fram að í samningi Hygge og seljanda fasteigna í fjölbýlishúsinu frá 2021 kveður skýrt á um aðgengi leigutaka atvinnurýmis á jarðhæð að sorpaðstöðunni. Þegar litið var til kvartana um að útblásturinn væri mengandi fyrir íbúa segir að fyrirkomulag loftræstingarinnar sé óheppilegt. Þó sé ákvæði um að útsog úr eldhúsum skuli almennt ná upp fyrir efstu klæðningu þaks en embættið taldi staðsetningu útsogsins ekki vera í ósamræmi við greint ákvæði byggingarreglugerðarinnar. „Fyrir liggur að útsog frá hinni umdeildu starfsemi er við enda rúmgóðra svala íbúðar 501 í húsinu að Hverfisgötu 96 og nær ekki upp fyrir efstu klæðningu þaks hússins. Verður að telja fyrirkomulag loftræsingarinnar óheppilegt með tilliti til grenndaráhrifa gagnvart íbúum þeirrar íbúðar,“ segir í niðurstöðunum. „Aftur á móti er ljóst af orðalagi ákvæðisins að ekki er um ófrávíkjanlegt skilyrði að ræða. Þrátt fyrir að útsogið nái ekki upp fyrir efstu klæðningu þaks hússins verður ekki talið að ósamræmið fari gegn tilvitnuðum ákvæðum byggingarreglugerðar þannig að raskað geti gildi hins kærða starfsleyfis.“
Reykjavík Bakarí Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Heilbrigðiseftirlit Stjórnsýsla Sorphirða Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira