Lífið samstarf

Glóandi hættulestur

Lestrarklefinn
Rán Flygenring hefur sent frá sér nýja bók.
Rán Flygenring hefur sent frá sér nýja bók.

Díana Sjöfn tekur nýjustu bók Ránar Fygenring fyrir á menningarvefnum Lestrarklefinn. Hún hefur þetta að segja um bókna.

Blaka er nýjasta bók Ránar Flygenring rithöfundar og myndhöfundar. Í fyrra tefldi hún fram líklega mest seldu barnabók ársins 2024 en það var bókin Tjörnin sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin og Fjöruverðlaunin. Ég er alveg örugglega að gleyma einhverjum verðlaunum og tilnefningum en Tjörnin var svo sannarlega bók sem átti öll lof skilið og ég skrifaði einmitt um hana hér á Lestrarklefanum í fyrra.

Díana Sjöfn fjallar um bækur á menningarvefnum Lestrarklefinn

Það eru því óhjákvæmilega ákveðnar væntingar til þessarar nýjustu bókar Ránar, en hún er í svipuðu broti og Tjörnin og hughrifin því kannski óvart hjá þeirri verðlaunabók sem mun seint líða okkur úr minni, enda mun hún líklega lifa um ókomin ár sem ein bókmenntaperla Íslands. Kannski þarf samt að passa sig að bera þær ekki of mikið saman.

Afar óvæntur söguþráður

Blaka fjallar um hana Vöku. Hún er á leið til sólarlanda með pabba sínum og litla bróður. Strax í upphafi kemur Rán foreldrum sem lesa fyrir börn sín kyrfilega í opna skjöldu með þeirri staðhæfingu að faðir Vöku sé á leið í þessa sólarlandaferð með börnin sín tvö í þeim aðaltilgangi að fara í hárígræðslu. Ég segi bara hjartans þakkir fyrir að ég hafi fengið þetta kjörna tækifæri til að útskýra þessa tilteknu fegrunaraðgerð fyrir börnum mínum, en þarna sýnir Rán einmitt hvernig hún er svo einkar leikinn við að skrifa beint inn í tifandi samtímann.

Rán ákveður líka greinilega að taka Gunillu Bergström sér til fyrirmyndar í því að bæta við mikilvægri birtingarmynd um einstætt foreldri, sem er með lítið sem ekkert hár, og sem er að ná að halda öllum boltum svona nánast á lofti. Foreldri sem er samt um leið trúanlegur í algjörri óvissu sinni um þessa vegferð sem felst í því að ala upp og passa öryggi barna sinna. Ekki er farið nánar út í það hvað ungu börnin tvö eiga að gera meðan einstæður faðirinn er í aðgerðinni. En burtséð frá því að þá eru þau öll mjög spennt enda á að nýta tímann vel, flýja svartasta skammdegið og súpa sólina í sig. Þetta með praktíkina er kannski aukaatriði sem enginn spáir í nema einhverjir allt of raunsætt þenkjandi foreldrar, börnunum er sama. Þessi saga er öðruvísi og það er grípandi.

Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri ritdóma er að finna á Lestrarklefinn.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.