Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. desember 2025 17:57 Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið hvetur einstaklinga í áhættuhópum til að þiggja bólusetningu gegn inflúensu, þótt þeir hafi þegar veikst af inflúensu í haust eða vetur. Heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarheimili eru hvött til að gera eigin ráðstafanir varðandi almennar sóttvarnir til að minnka smitdreifingu innan stofnunar á flensutímanum, svo sem varðandi heimsóknir, notkun andlitsgríma og handhreinsun. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að inflúensan sé fyrr á ferðinni en síðastliðna vetur, faraldurinn standi yfir og sé enn á uppleið. Fyrstu vikuna í desember hafi 27 einstaklingar legið á Landspítala með inflúensu. Sóttvarnarlæknir hvetur þá sem eru í áhættuhópu sérstaklega til að þiggja bólusetningu sem fyrst, en í áhættuhópi teljast eftirfarandi: Allir einstaklingar 60 ára og eldri. Börn undir 5 ára aldri sem náð hafa 6 mánaða aldri við bólusetningu. Öll börn og fullorðnir með langvinna hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, offitu, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma. Barnshafandi. Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan. Fólk í starfstengdri áhættu vegna hugsanlegs samsmits árlegrar inflúensu og fuglainflúensu. „Inflúensa er öndunarfærasjúkdómur af völdum inflúensuveiru. Á hverjum vetri gengur inflúensufaraldur venjulega á tímabilinu október til mars. Inflúensan veldur mismiklum veikindum hjá einstaklingum en veikindin geta verið alvarleg.“ „Þegar smit eru útbreidd er meiri hætta á að einstaklingar í áhættuhópum veikist með alvarlegri afleiðingum, álag eykst einnig á heilbrigðiskerfið og í samfélaginu verður aukning á fjarvistum frá vinnu og skóla.“ Nánar er fjallað um inflúensufaraldurinn í tilkynningu sóttvarnalæknis á vef embættis landlæknis. Heilbrigðismál Heilsa Bólusetningar Tengdar fréttir Flensan orðin að faraldri Tuttugu og einn lá inni á spítala vegna inflúensunnar og greindust 86 með sjúkdóminn í síðustu viku. Veikindin eru mjög útbreidd að mati sóttvarnalæknis, sem segir faraldur farinn af stað. 28. nóvember 2025 12:01 Fólk hafi samband áður en það mæti á stappaða Læknavakt Gunnlaugur Sigurjónsson, lækningaframkvæmdastjóri Læknavaktarinnar, segir að þangað leiti um 250 til 300 manns á virkum dögum þessi misserin vegna inflúensufaraldurs. Læknavaktin hefur gripið til aðgerða vegna álags, og hvetur Gunnlaugur fólk til að hringja og hafa samband áður en það kemur svo hægt sé að meta hvort þörf sé á því. 29. nóvember 2025 00:05 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að inflúensan sé fyrr á ferðinni en síðastliðna vetur, faraldurinn standi yfir og sé enn á uppleið. Fyrstu vikuna í desember hafi 27 einstaklingar legið á Landspítala með inflúensu. Sóttvarnarlæknir hvetur þá sem eru í áhættuhópu sérstaklega til að þiggja bólusetningu sem fyrst, en í áhættuhópi teljast eftirfarandi: Allir einstaklingar 60 ára og eldri. Börn undir 5 ára aldri sem náð hafa 6 mánaða aldri við bólusetningu. Öll börn og fullorðnir með langvinna hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, offitu, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma. Barnshafandi. Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan. Fólk í starfstengdri áhættu vegna hugsanlegs samsmits árlegrar inflúensu og fuglainflúensu. „Inflúensa er öndunarfærasjúkdómur af völdum inflúensuveiru. Á hverjum vetri gengur inflúensufaraldur venjulega á tímabilinu október til mars. Inflúensan veldur mismiklum veikindum hjá einstaklingum en veikindin geta verið alvarleg.“ „Þegar smit eru útbreidd er meiri hætta á að einstaklingar í áhættuhópum veikist með alvarlegri afleiðingum, álag eykst einnig á heilbrigðiskerfið og í samfélaginu verður aukning á fjarvistum frá vinnu og skóla.“ Nánar er fjallað um inflúensufaraldurinn í tilkynningu sóttvarnalæknis á vef embættis landlæknis.
Heilbrigðismál Heilsa Bólusetningar Tengdar fréttir Flensan orðin að faraldri Tuttugu og einn lá inni á spítala vegna inflúensunnar og greindust 86 með sjúkdóminn í síðustu viku. Veikindin eru mjög útbreidd að mati sóttvarnalæknis, sem segir faraldur farinn af stað. 28. nóvember 2025 12:01 Fólk hafi samband áður en það mæti á stappaða Læknavakt Gunnlaugur Sigurjónsson, lækningaframkvæmdastjóri Læknavaktarinnar, segir að þangað leiti um 250 til 300 manns á virkum dögum þessi misserin vegna inflúensufaraldurs. Læknavaktin hefur gripið til aðgerða vegna álags, og hvetur Gunnlaugur fólk til að hringja og hafa samband áður en það kemur svo hægt sé að meta hvort þörf sé á því. 29. nóvember 2025 00:05 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Flensan orðin að faraldri Tuttugu og einn lá inni á spítala vegna inflúensunnar og greindust 86 með sjúkdóminn í síðustu viku. Veikindin eru mjög útbreidd að mati sóttvarnalæknis, sem segir faraldur farinn af stað. 28. nóvember 2025 12:01
Fólk hafi samband áður en það mæti á stappaða Læknavakt Gunnlaugur Sigurjónsson, lækningaframkvæmdastjóri Læknavaktarinnar, segir að þangað leiti um 250 til 300 manns á virkum dögum þessi misserin vegna inflúensufaraldurs. Læknavaktin hefur gripið til aðgerða vegna álags, og hvetur Gunnlaugur fólk til að hringja og hafa samband áður en það kemur svo hægt sé að meta hvort þörf sé á því. 29. nóvember 2025 00:05