Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2025 08:45 Frá fundi forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Smiðju. Dagbjört Hákonardóttir er formaður íslensku landsdeildarinnar í Norðurlandaráði og fulltrúi í forsætisnefndinni. Alþingi Allsherjarvarnir og öryggisviðbúnaður voru ofarlega á baugi þegar forsætisnefnd Norðurlandaráðs hittist á fundi á Íslandi fyrr í þessari viku. Nefndin heimsótti meðal annars varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli og kynnti sér varnarsamstarf Íslands við bandalagsríki. Fulltrúi Íslands í nefndinni segir staðsetningu Íslands mikilvæga í hernaðarlegu tilliti og því hafi mikla þýðingu að fundur nefndarinnar hafi farið fram hér á landi. Forsætisnefndin hefur æðsta ákvörðunarvald innan Norðurlandaráðs á milli árlegra þinga ráðsins og hefur þannig völd til að taka ákvarðanir fyrir hönd ráðsins. Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs og situr í forsætisnefnd, ásamt Höllu Hrund Logadóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. „Staðsetning Íslands í Norður-Atlantshafi er hernaðarlega mjög mikilvæg. Í heimsókn okkar á varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli fengum við dýrmæta innsýn í bæði NORDEFCO- og NATO-samstarfið sem er nátengt starfssviði forsætisnefndarinnar. Það hefur því mikla þýðingu að fundurinn hafi verið haldinn hér,“ er haft eftir Dagbjörtu í tilkynningu á vef Norðurlandaráðs um fundinn. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs heimsótti varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli.Norden.org/Miriam Fottland Að lokinni heimsókn á varnarsvæðið í Keflavík á mánudag fór fundur nefndarinnar fram í Smiðju Alþingis á þriðjudaginn þar sem tillaga ríkisstjórna Norðurlanda um aukið vægi allsherjarviðbúnaðar í norrænu samstarfi var meðal annars til umfjöllunar. Tillagan fjallar um þörf til aukinnar samræmingar bæði hvað lítur að almannavörnum og hernaðarlegum viðbúnaði í ljósi breyttrar stöðu í öryggismálum, en Norðurlöndin eru nú öll aðildarríki að NATO eftir að Svíþjóð og Finnland gengu í bandalagið í kjölfar allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu. „Tillagan felur meðal annars í sér að Norðurlandaráð beini þeim tilmælum til norrænu ríkisstjórnanna að veita Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi aðild að Haga-samstarfinu og efla norrænt samstarf um æfingar, aðfangaleiðir, orkuöryggi og flutninga, segir meðal annars í tilkynningu Norðurlandaráðs. „Forsætisnefndin bendir á að kórónuveirufaraldurinn og breytt landslag í öryggismálum á Norðurlöndum hafi sýnt fram á þörfina á traustari og samþættari allsherjarvörnum. Einn af meginþáttum tillögunnar felst einnig í því að veita frjálsum félagasamtökum skýrara hlutverk í krísuviðbrögðum og tryggja stöðugar birgðir og aðfangaleiðir um öll Norðurlönd, einnig á Norður-Atlantshafi. Fjallað verður áfram um tillöguna á fundum Norðurlandaráðs í Hróarskeldu í febrúar.“ Utanríkismál Alþingi Öryggis- og varnarmál Norðurlandaráð Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Forsætisnefndin hefur æðsta ákvörðunarvald innan Norðurlandaráðs á milli árlegra þinga ráðsins og hefur þannig völd til að taka ákvarðanir fyrir hönd ráðsins. Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs og situr í forsætisnefnd, ásamt Höllu Hrund Logadóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. „Staðsetning Íslands í Norður-Atlantshafi er hernaðarlega mjög mikilvæg. Í heimsókn okkar á varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli fengum við dýrmæta innsýn í bæði NORDEFCO- og NATO-samstarfið sem er nátengt starfssviði forsætisnefndarinnar. Það hefur því mikla þýðingu að fundurinn hafi verið haldinn hér,“ er haft eftir Dagbjörtu í tilkynningu á vef Norðurlandaráðs um fundinn. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs heimsótti varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli.Norden.org/Miriam Fottland Að lokinni heimsókn á varnarsvæðið í Keflavík á mánudag fór fundur nefndarinnar fram í Smiðju Alþingis á þriðjudaginn þar sem tillaga ríkisstjórna Norðurlanda um aukið vægi allsherjarviðbúnaðar í norrænu samstarfi var meðal annars til umfjöllunar. Tillagan fjallar um þörf til aukinnar samræmingar bæði hvað lítur að almannavörnum og hernaðarlegum viðbúnaði í ljósi breyttrar stöðu í öryggismálum, en Norðurlöndin eru nú öll aðildarríki að NATO eftir að Svíþjóð og Finnland gengu í bandalagið í kjölfar allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu. „Tillagan felur meðal annars í sér að Norðurlandaráð beini þeim tilmælum til norrænu ríkisstjórnanna að veita Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi aðild að Haga-samstarfinu og efla norrænt samstarf um æfingar, aðfangaleiðir, orkuöryggi og flutninga, segir meðal annars í tilkynningu Norðurlandaráðs. „Forsætisnefndin bendir á að kórónuveirufaraldurinn og breytt landslag í öryggismálum á Norðurlöndum hafi sýnt fram á þörfina á traustari og samþættari allsherjarvörnum. Einn af meginþáttum tillögunnar felst einnig í því að veita frjálsum félagasamtökum skýrara hlutverk í krísuviðbrögðum og tryggja stöðugar birgðir og aðfangaleiðir um öll Norðurlönd, einnig á Norður-Atlantshafi. Fjallað verður áfram um tillöguna á fundum Norðurlandaráðs í Hróarskeldu í febrúar.“
Utanríkismál Alþingi Öryggis- og varnarmál Norðurlandaráð Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira