Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Nettó 13. desember 2025 09:01 „Við erum með rúmlega tvö hundruð titla í ár sem er það mesta sem við getum komið fyrir í verslunum okkar,“ segir Halldóra Jóna Lárusdóttir, innkaupastjóri Samkaupa. Mynd/Íris Dögg Einarsdóttir. Jólabókaflóðið er skollið á þjóðinni og eins og síðustu ár býður Nettó upp á fjölda bókartitla í verslunum sínum rétt fyrir jólin um land allt. Nýleg úttekt ASÍ sýnir að bókaverð í Nettó er meðal þess lægsta á markaðnum, einungis 0,7% frá þeim ódýrasta. Í dag, laugardag 13. desember, á að gera gott betur í Nettó og bjóða 20% afslátt af öllum bókum í öllum 21 verslunum Nettó um land allt. „Jóla undirbúningurinn hjá mér snýst mikið um baráttuna um besta bókaverðið,” segir Halldóra Jóna Lárusdóttir, innkaupastjóri Samkaupa, glaðlega en hún hefur séð um bókainnkaup fyrir Nettó síðustu árin. „Við höfum verið að ná frábærum árangri í verðum á bókum og erum mjög hreykin af því. Það þýðir að við fylgjumst daglega með verðinu á bókum hjá samkeppnisaðilum okkar.“ Hvatning að barnabækur seljist vel Hún segir að þrátt fyrir að besta verðið skipti fólk miklu máli þá sé úrvalið líka mikilvægt. „Við erum með rúmlega tvö hundruð titla í ár sem er það mesta sem við getum komið fyrir í verslunum okkar. Það getur verið erfitt að velja inn en við vinnum þetta í mikilli og góðri samvinnu við útgefendur. Mynd/Íris Dögg Einarsdóttir. Við höfum þó ákveðið að leggja sérstaka áherslu á að vera með gott úrval af bókum eftir íslenska höfunda og bókum fyrir börn og unglinga. En í gegnum árin hafa barna- og unglingabækur verið helmingur af allri sölu hjá okkur, sem okkur hefur þótt ánægjulegt í ljósi þess hve mikið er talað um að börn lesi ekki nógu mikið nú til dags. Þetta hvetur okkur áfram í að gera barna- og unglingabókum hátt undir höfði en við viljum vera virkir þátttakendur í því að ýta undir betri orðfærni og lestrarskilning barna.“ Metsölulisti Nettó birtur í fyrsta sinn Í verslunum Nettó um land allt má finna borð sneisafull af fjölbreyttum bókum í kring um mandarínur og jólakonfektið. En í ár hefur Nettó ákveðið að birta í fyrsta sinn eigin metsölulista í fjórum flokkum, skáldverk fyrir börn og unglinga, skáldverk fyrir fullorðna, almenn rit og ævisögur. Listinn verður uppfærður og birtur aftur nokkrum dögum fyrir jól. Efstu bækur í hverjum flokki á metsölulista Nettó. Flokkarnir eru barna- og unglingabækur, skáldsögur fyrir fullorðna, fræðirit og ævisögur. „Það er dálítið skemmtilegt að sjá að metsölulistinn okkar er ekki endilega sá sami og við sjáum hjá öðrum. Það segir okkur að fólk er að lesa allskonar bækur en mestu máli skiptir að allir finni eitthvað við sitt hæfi og finni kyrrðina i því að lesa, því það er fátt jólalegra en að lesa,” segir Halldóra Jóna. Bókametsölulisti Nettó Barna- og unglingabækur: 1. Skólastjórinn eftir Ævar Þór Benediktsson 2. Bókajóladagatal barnanna, þýðandi Andri Karel Ásgeirsson 3. Lára fer á hestbak eftir Birgittu Haukdal 4. Atli fer í tívolí eftir Birgittu Haukdal 5. Birtingur og símabannið mikla eftir Gunnar Helgason 6. Lína fer í lautarferð eftir Astrid Lindgren / þýð. Sigrún Árnadóttir 7. Hér kemur Flísi, þýðandi Huginn Þór Grétarsson 8. Leikum með sveinka - verkefnabók 9. Bóbó Bangsi og slökkviliðið eftir Hartmut Bieber / þýð. Ágúst Sindri Karlsson 10. Bóbó Bangsi og aðventan Hartmut Bieber / þýð. Ágúst Sindri Karlsson Skáldsögur fyrir fullorðna: 1. Tál eftir Arnald Indriðason 2. Syndafall eftir Yrsu Sigurðardóttir 3. Kvöldsónatan eftir Ólaf Jóhann Ólafsson 4. Franski spítalinn eftir Katrínu Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson 5. Hin helga kvöl eftir Stefán Mána 6. Allar litlu lygarnar eftir Evu Björg Ægisdóttir 7. Sjá dagar koma eftir Einar Kárason 8. Líf eftir Reynir Finndal Grétarsson 9. Jötunsteinn eftir Andra Snæ Magnason 10. Emelía eftir Ragnar Jónsson Fræðirit: 1. Jeppar í lífi þjóðar, höf. Örn Sigurðsson 2. Söguþættir landpóstanna, ritstj. Helgi Valtýsson, umsj. Guðjón Ragnar Jónasson 3. Fólkið í vitanum, höf. Reynir Traustason 4. Spegill þjóðar. Fréttamyndir í fimmtíu ár og sagan bak við þær, höf. Gunnar V. Andrésson og Sigmundur Ernir Rúnarsson 5. Fimm aurar, umsj. Guðjón Ingi Eiríksson 6. Hrossfræði, höf. Ingimar Sveinsson 7. Hlaðan. Þankar til framtíðar eftir Bergsvein Birgisson 8. Pabbabrandarar 1, höf. Þorkell Guðmundsson 9. Spurningabókin 2025, höf. Guðjón Ingi Eiríksson 10. Flóra, höf. Jón Baldur Hlíðberg Ævisögur: 1. Útkall: Ég er á lífi eftir Óttar Sveinsson 2. Fjórar árstíðir eftir Reyni Finndal Grétarsson 3. Mamma og ég eftir Kolbein Þorsteinsson 4. Óli Jó eftir Ingva Þór Sæmundsson 5. Karl Sigurbjörnsson - Minningabrot 6. Piparmeyjar: Fröken Thora og saga einhleypra kvenna á Íslandi eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttir 7. Einn, tveir þrír, fjórir - Bítlarnir í tímanna rás, höf. Craig Brown / þýð. Helgi Ingólfsson 8. Stúlkan með Fálka: fullorðinsminningar, höf. Þórunn Valdimarsdóttir 9. Heimsins besti dagur í helvíti, höf. Lilja Ósk Snorradóttir Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Sjá meira
„Jóla undirbúningurinn hjá mér snýst mikið um baráttuna um besta bókaverðið,” segir Halldóra Jóna Lárusdóttir, innkaupastjóri Samkaupa, glaðlega en hún hefur séð um bókainnkaup fyrir Nettó síðustu árin. „Við höfum verið að ná frábærum árangri í verðum á bókum og erum mjög hreykin af því. Það þýðir að við fylgjumst daglega með verðinu á bókum hjá samkeppnisaðilum okkar.“ Hvatning að barnabækur seljist vel Hún segir að þrátt fyrir að besta verðið skipti fólk miklu máli þá sé úrvalið líka mikilvægt. „Við erum með rúmlega tvö hundruð titla í ár sem er það mesta sem við getum komið fyrir í verslunum okkar. Það getur verið erfitt að velja inn en við vinnum þetta í mikilli og góðri samvinnu við útgefendur. Mynd/Íris Dögg Einarsdóttir. Við höfum þó ákveðið að leggja sérstaka áherslu á að vera með gott úrval af bókum eftir íslenska höfunda og bókum fyrir börn og unglinga. En í gegnum árin hafa barna- og unglingabækur verið helmingur af allri sölu hjá okkur, sem okkur hefur þótt ánægjulegt í ljósi þess hve mikið er talað um að börn lesi ekki nógu mikið nú til dags. Þetta hvetur okkur áfram í að gera barna- og unglingabókum hátt undir höfði en við viljum vera virkir þátttakendur í því að ýta undir betri orðfærni og lestrarskilning barna.“ Metsölulisti Nettó birtur í fyrsta sinn Í verslunum Nettó um land allt má finna borð sneisafull af fjölbreyttum bókum í kring um mandarínur og jólakonfektið. En í ár hefur Nettó ákveðið að birta í fyrsta sinn eigin metsölulista í fjórum flokkum, skáldverk fyrir börn og unglinga, skáldverk fyrir fullorðna, almenn rit og ævisögur. Listinn verður uppfærður og birtur aftur nokkrum dögum fyrir jól. Efstu bækur í hverjum flokki á metsölulista Nettó. Flokkarnir eru barna- og unglingabækur, skáldsögur fyrir fullorðna, fræðirit og ævisögur. „Það er dálítið skemmtilegt að sjá að metsölulistinn okkar er ekki endilega sá sami og við sjáum hjá öðrum. Það segir okkur að fólk er að lesa allskonar bækur en mestu máli skiptir að allir finni eitthvað við sitt hæfi og finni kyrrðina i því að lesa, því það er fátt jólalegra en að lesa,” segir Halldóra Jóna. Bókametsölulisti Nettó Barna- og unglingabækur: 1. Skólastjórinn eftir Ævar Þór Benediktsson 2. Bókajóladagatal barnanna, þýðandi Andri Karel Ásgeirsson 3. Lára fer á hestbak eftir Birgittu Haukdal 4. Atli fer í tívolí eftir Birgittu Haukdal 5. Birtingur og símabannið mikla eftir Gunnar Helgason 6. Lína fer í lautarferð eftir Astrid Lindgren / þýð. Sigrún Árnadóttir 7. Hér kemur Flísi, þýðandi Huginn Þór Grétarsson 8. Leikum með sveinka - verkefnabók 9. Bóbó Bangsi og slökkviliðið eftir Hartmut Bieber / þýð. Ágúst Sindri Karlsson 10. Bóbó Bangsi og aðventan Hartmut Bieber / þýð. Ágúst Sindri Karlsson Skáldsögur fyrir fullorðna: 1. Tál eftir Arnald Indriðason 2. Syndafall eftir Yrsu Sigurðardóttir 3. Kvöldsónatan eftir Ólaf Jóhann Ólafsson 4. Franski spítalinn eftir Katrínu Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson 5. Hin helga kvöl eftir Stefán Mána 6. Allar litlu lygarnar eftir Evu Björg Ægisdóttir 7. Sjá dagar koma eftir Einar Kárason 8. Líf eftir Reynir Finndal Grétarsson 9. Jötunsteinn eftir Andra Snæ Magnason 10. Emelía eftir Ragnar Jónsson Fræðirit: 1. Jeppar í lífi þjóðar, höf. Örn Sigurðsson 2. Söguþættir landpóstanna, ritstj. Helgi Valtýsson, umsj. Guðjón Ragnar Jónasson 3. Fólkið í vitanum, höf. Reynir Traustason 4. Spegill þjóðar. Fréttamyndir í fimmtíu ár og sagan bak við þær, höf. Gunnar V. Andrésson og Sigmundur Ernir Rúnarsson 5. Fimm aurar, umsj. Guðjón Ingi Eiríksson 6. Hrossfræði, höf. Ingimar Sveinsson 7. Hlaðan. Þankar til framtíðar eftir Bergsvein Birgisson 8. Pabbabrandarar 1, höf. Þorkell Guðmundsson 9. Spurningabókin 2025, höf. Guðjón Ingi Eiríksson 10. Flóra, höf. Jón Baldur Hlíðberg Ævisögur: 1. Útkall: Ég er á lífi eftir Óttar Sveinsson 2. Fjórar árstíðir eftir Reyni Finndal Grétarsson 3. Mamma og ég eftir Kolbein Þorsteinsson 4. Óli Jó eftir Ingva Þór Sæmundsson 5. Karl Sigurbjörnsson - Minningabrot 6. Piparmeyjar: Fröken Thora og saga einhleypra kvenna á Íslandi eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttir 7. Einn, tveir þrír, fjórir - Bítlarnir í tímanna rás, höf. Craig Brown / þýð. Helgi Ingólfsson 8. Stúlkan með Fálka: fullorðinsminningar, höf. Þórunn Valdimarsdóttir 9. Heimsins besti dagur í helvíti, höf. Lilja Ósk Snorradóttir
Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Sjá meira