Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 12. desember 2025 21:03 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hyggst beita sér í þeim málum þar sem einstaklingar lenda milli skips og bryggju í fæðingarorlofskerfinu. Vísir/Lýður Valberg Félags- og húsnæðismálaráðherra hyggst ekki beita sér fyrir auknum sveigjanleika vegna tilhögunar fæðingarorlofs þótt hennar persónulega skoðun sé að ríkisvaldið ætti að sleppa forræðishyggjunni í þeim efnum. Þá sé ekki einhugur í ríkisstjórninni í málaflokknum. Fréttastofa ræddi í gær við Unni Ósk Thorarensen, einstæða móður sem er gáttuð á fæðingarorlofskerfinu. Sex mánaða fæðingarorlofsréttur barnsföður hennar, sem er ekki hluti af lífi barns hennar í dag, verður ekki færður yfir til hennar þrátt fyrir að barnsfaðirinn hyggist ekki nýta sér réttinn. Foreldrar hafa kallað eftir að fá að ákveða sjálfir hvernig orlofinu er skipt á milli sín. Þá hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar lagt fram þingsályktunartillögu um aukinn sveigjanleika í ráðstöfun fæðingarorlofs fyrir foreldra. Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi er fæðingarorlofsréttur á Íslandi tólf mánuðir samtals. Stærsti hlutinn er bundinn við hvort foreldri fyrir sig en foreldrar geta þó skipt sex vikum á milli sín. Sjálfstæðis- og Miðflokksmenn mæla í þingsályktunartillögunni fyrir auknum sveigjanleika í skiptingu orlofs. Ekki eining í ríkisstjórn Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, ræddi málið í kvöldfréttum. Hún segist ætla að beita sér í þeim málum þar sem einstaklingar eins og Unnur lenda milli skips og bryggju í kerfinu. „Það er náttúrlega dapurt að einstæð móðir með sitt fyrsta barn skuli ekki vita hvað verður eftir sex mánuði. Við erum búin að tryggja foreldrum tólf mánuði, almennt, í fæðingarorlof. Og mér finnst skilyrðislaust að það eigi enginn að búa við kvíða og afkomukvíða vegna þess að viðkomandi er í forræðisdeilu eða annað slíkt.“ Hún segist vera að skoða slík mál í ráðuneytinu og að í hennar ráðuneyti sé brugðist skjótt við. Hugsanlega þurfi að breyta löggjöfinni. „Mín persónulega skoðun er sú að ríkisvaldið eigi ekki að vera með einhverja forræðishyggju hvað það varðar heldur treysta foreldrunum algjörlega til þess að ráða sínum ráðum sjálf með þessa tólf mánuði og að þeir nýtist barninu, alltaf.“ Er það eitthvað sem þú hyggst jafnvel beita þig fyrir sem ráðherra og er eining um þetta í ríkisstjórn? „Nei, ég ætla ekki að beita mér. Það hefur ekki verið á okkar borði þannig lagað séð og ég veit að það er ekki eining um það. Það sjá það ekki allir sömu augum og ég.“ Inga ræddi sína afstöðu í málaflokknum ítarlega í Reykjavík síðdegis í dag. Viðtalið má nálgast að neðan. Fæðingarorlof Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Fréttastofa ræddi í gær við Unni Ósk Thorarensen, einstæða móður sem er gáttuð á fæðingarorlofskerfinu. Sex mánaða fæðingarorlofsréttur barnsföður hennar, sem er ekki hluti af lífi barns hennar í dag, verður ekki færður yfir til hennar þrátt fyrir að barnsfaðirinn hyggist ekki nýta sér réttinn. Foreldrar hafa kallað eftir að fá að ákveða sjálfir hvernig orlofinu er skipt á milli sín. Þá hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar lagt fram þingsályktunartillögu um aukinn sveigjanleika í ráðstöfun fæðingarorlofs fyrir foreldra. Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi er fæðingarorlofsréttur á Íslandi tólf mánuðir samtals. Stærsti hlutinn er bundinn við hvort foreldri fyrir sig en foreldrar geta þó skipt sex vikum á milli sín. Sjálfstæðis- og Miðflokksmenn mæla í þingsályktunartillögunni fyrir auknum sveigjanleika í skiptingu orlofs. Ekki eining í ríkisstjórn Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, ræddi málið í kvöldfréttum. Hún segist ætla að beita sér í þeim málum þar sem einstaklingar eins og Unnur lenda milli skips og bryggju í kerfinu. „Það er náttúrlega dapurt að einstæð móðir með sitt fyrsta barn skuli ekki vita hvað verður eftir sex mánuði. Við erum búin að tryggja foreldrum tólf mánuði, almennt, í fæðingarorlof. Og mér finnst skilyrðislaust að það eigi enginn að búa við kvíða og afkomukvíða vegna þess að viðkomandi er í forræðisdeilu eða annað slíkt.“ Hún segist vera að skoða slík mál í ráðuneytinu og að í hennar ráðuneyti sé brugðist skjótt við. Hugsanlega þurfi að breyta löggjöfinni. „Mín persónulega skoðun er sú að ríkisvaldið eigi ekki að vera með einhverja forræðishyggju hvað það varðar heldur treysta foreldrunum algjörlega til þess að ráða sínum ráðum sjálf með þessa tólf mánuði og að þeir nýtist barninu, alltaf.“ Er það eitthvað sem þú hyggst jafnvel beita þig fyrir sem ráðherra og er eining um þetta í ríkisstjórn? „Nei, ég ætla ekki að beita mér. Það hefur ekki verið á okkar borði þannig lagað séð og ég veit að það er ekki eining um það. Það sjá það ekki allir sömu augum og ég.“ Inga ræddi sína afstöðu í málaflokknum ítarlega í Reykjavík síðdegis í dag. Viðtalið má nálgast að neðan.
Fæðingarorlof Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira