Fæðingarorlof

Fréttamynd

Mið­flokkurinn vill að for­eldrar ráði al­farið skiptingu or­lofs

Þingmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að foreldrum verði tryggður sameiginlegur réttur til tólf mánaða fæðingarorlofs sem þeir ráða alfarið hvernig þeir skipta milli sín. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins, segir að fólki hljóti að vera treystandi til að velja sjálft hvernig það skiptir mánuðunum milli sín. Ragna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur skilning á sjónarmiðum um aukið valfrelsi en bendir einnig á að feður taki almennt það hlutfall óframseljanlegs fæðingarorlofs sem þeim er úthlutað samkvæmt lögum.

Innlent
Fréttamynd

„Það er enginn að banna konum að vera heima“

Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir þingsályktunartillögu um breytingar á fæðingarorlofi fela í sér afturför en með þeim yrðu réttindi tekin af feðrum. Hún upplifir bakslag í jafnréttisbaráttunni og meiri heift í umræðunni en áður.

Innlent
Fréttamynd

Vilja fá konur í mæðra­vernd sama hvernig þær fæða börn sín

Elísabet Heiðarsdóttir, leiðtogi ljósmæðra hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ljósmæður sem sinna meðgönguvernd á Íslandi vilja hitta allar konur sem eigi von á barni. Sama hvar og hvernig þær ætla að fæða sín börn. Hún segir þjónustuna algjörlega á forsendum konunnar og harmar að einhverjar konur, þó fáar séu, vilji frekar fæða börnin sín ein og afþakka meðgönguvernd.

Innlent
Fréttamynd

Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl

Fæðingarorlofskerfið á Íslandi er mér sérstaklega hugleikið. Á ég þó hvorki barn né von á barni, en eftir að hafa heyrt margar sögur í gegnum tíðina ákvað ég að setjast niður og athuga hver réttindi mín væru ef ég eignaðist nú barn einn daginn.

Skoðun
Fréttamynd

Vill skoða að lengja fæðingar­or­lof

Bæjarstjóri Mosfellsbæjar vill að stjórnvöld skoði að lengja fæðingarorlof til að mæta vanda foreldra. Tal um breytingar á fyrirkomulagi leikskóla megi ekki fara fram í skotgröfum.

Innlent
Fréttamynd

Hærri greiðslur í fæðingar­or­lofi

Nú þegar Alþingi kemur saman að hausti er ljóst að það er verk að vinna. Á fyrstu mánuðum ríkisstjórnar hafa verið stigin stór og mikilvæg skref í málefnum samfélagsins. Má þar nefna réttlætið í því að þjóðin njóti sanngjarnari hlut af nýtingu auðlinda sem eru í eigu þjóðarinnar. Þetta skref var mikilvægt.

Skoðun
Fréttamynd

Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur

Framlag til Fæðingarorlofssjóðs mun hækka um 1,8 milljarð króna á komandi fjárlagaári. Er það gert vegna ákvæðis í kjarasamningum frá því í fyrra um að hámarksgreiðslur úr sjóðnum eigi að hækka úr átta hundruð þúsund krónum í níu hundruð þúsund.

Innlent
Fréttamynd

For­eldrar fjöl­bura fá lengra fæðingar­or­lof

Foreldrar sem eignast fjölbura eða lenda í veikindum á meðgöngu eiga nú rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks. Þetta var lögfest er frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Nýbakaðir for­eldrar og óbökuð lof­orð

Í mars 2024 lagði þáverandi ríkisstjórn fram aðgerðarpakka til að styðja við kjarasamninga til næstu fjögurra ára. Meðal annars var boðað að hækka skyldi hámarksgreiðslur fæðingarorlofsgreiðslna upp í 900 þúsund kr. á mánuði í þremur skrefum. Það þótti nauðsynlegt til að ná fram sáttum og klára kjarasamninga. Þessum breytingum var náð fram í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna.

Skoðun
Fréttamynd

Kjara­samningar undir­ritaðir fyrir nær allt launa­fólk

Kjarasamningar til ársins 2028 hafa verið undirritaðir fyrir nær allt launafólk bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði í yfirstandandi samningalotu sem hófst í febrúar 2024. Í heild er áætlað að gerðir hafi verið um 250 kjarasamningar í núverandi lotu. Á kjörskrám stéttarfélaganna voru um 189 þúsund manns.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjöl­skyldan fyrst

Á undanförnum árum hafa kröfur um aukna þjónustu og lengri opnunartíma leikskóla orðið háværari. Kröfur sem oft eru settar fram með skírskotun til þarfa foreldra og atvinnulífs, en sem í raun spegla afturför í réttindum barna og fjölskyldna. Sveigjanlegur opnunartími leikskóla er til að þóknast vinnumarkaðinum fremur en þörfum barna.

Skoðun
Fréttamynd

Við viljum jafnan rétt for­eldra

Á síðasta kjörtímabili studdu þingmenn Sjálfstæðisflokksins breytingu á lögum sem vörðuðu hækkun í skrefum á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi. Mikilvæg breyting var gerð á málinu í þinginu á þann veg að fyrsta hækkunin gilti fyrir alla foreldra sem áttu rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði.

Skoðun
Fréttamynd

Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof

Formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra mælti á Alþingi í dag fyrir breytingum á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Breytingarnar eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um breytingar á kerfinu til að styrkja afkomuöryggi fjölskyldna.

Innlent
Fréttamynd

Þorpið

Þú kannast kannski við það orðatiltæki að það taki þorp til að ala upp barn. En þú hefur eflaust líka heyrt að margar mæður, hér á landi, telja sig ekki hafa þetta þorp á bakvið sig. Ég er ein af þessum mæðrum. Það getur verið erfitt að fá hjálp því allir sem gætu hjálpað þér eru í vinnunni og ef þeir eru ekki í vinnunni þá eru þeir líka með sín eigin áhugamál, áhyggjur og þreytu.

Skoðun
Fréttamynd

Kæru ungu for­eldrar

Ég og hvaða nýbakaða móðir sem er getur sagt þér að síðustu vikurnar fyrir fæðingu er hvíldin nauðsynleg. Konum er þó ekki tryggður réttur til þessarar hvíldar hér á landi heldur þurfa þær að ganga á veikindarétt sinn undir lok meðgöngunnar, ef þær eru svo heppnar að eiga einhvern veikindarétt eftir þegar að því kemur.

Skoðun
Fréttamynd

Kæra unga móðir

Frá einni nýbakaðri móður til annarrar móður: Ég held með þér og vona að það gangi allt vel. Það er þó sjaldnast alveg þannig, hvort sem það er svefnleysi, brjóstagjöfin, kveisa, erfiðleikar við þyngdaraukningu hjá litla krílinu, fæðingarþunglyndi eða hvaðeina.

Skoðun