Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. desember 2025 16:26 Halla hefur varið mörgum stundum í verkfræðibyggingunni á háskólasvæði Brown-háskóla. Hún sækir oftast tíma í sömu skólastofu og skotárásin var framin í gær. Aðsend Íslenskur nemandi við Brown-háskóla hefði mætt í kennslustund í kvöld í sömu skólastofu og mannskæð skotárás var framin í gær, en hún sækir flesta sína tíma í umræddri stofu. Öll kennsla og lokapróf hafa nú verið felld niður vegna árásarinnar. Hún segir samfélagið í Providence í áfalli og lýsir flótta vinar síns af háskólasvæðinu eftir að hafa heyrt skothvelli frá stofunni. Halla Eiríksdóttir er þriðja árs nemi í hagfræði og stjórnmálafræði við Brown-háskóla í Providence á Rhode-eyju í Bandaríkjunum. Hún var á heimili sínu að tala við móður sína símleiðis í lærdómspásu síðdegis í gær þegar hún fékk skyndilega skilaboð frá skólanum. Einn vinanna í byggingunni „Ég fæ viðvörun um að það sé skotárás nálægt verkfræðibyggingunni, þar sem ég er mjög oft. Ég hélt fyrst að þetta væri eitthvað djók eða kannski væri verið að prófa kerfið,“ segir Halla í samtali við fréttastofu. Hún hafi í fyrstu ekki trúað því sem stóð í skilaboðunum, enda upplifi hún mikið öryggi í Providence. „Svo fékk ég símhringingu frá vinum mínum sem spurðu allir, er í lagi með þig? Og þá komst ég að því að það var bókstaflega maður að skjóta fólk í verkfræðibyggingunni,“ segir Halla. Halla ásamt skólafélaga sínum í kennslustund fyrir tveimur árum í sömu skólastofu og árásin var framin í gær. Hún segir að stofan sé líklega sú stofa sem hún situr flesta tíma.Aðsend Hún hafi strax sent skilaboð á vin sinn, sem er einnig oft í umræddri byggingu. „Hann var í byggingunni þegar þetta gerðist og var að labba út þegar hann heyrði í skotárásinni. Hann var fyrstur til að flýja og hljóp heim. Sem betur fer er í lagi með hann.“ Halla bendir á að í verkfræðibyggingunni séu oft próf og kennslustundir um helgar. Hún hafi einmitt átt erindi í bygginguna rúmum sólarhring eftir árásina. „Ég átti að vera í tíma í kvöld, í akkúrat sömu stofu og skotárásin var gerð.“ Lokaprófum aflýst Samkvæmt umfjöllun AP er árásarmaðurinn sagður hafa skotið yfir fjörutíu sinnum úr skammbyssu inni í einni skólastofu í verkfræðibyggingunni. Tveir létust og níu særðust í árásinni. Á myndefni úr öryggismyndavélum má sjá viðkomandi ganga rólega frá vettvangi eftir að hafa framið verknaðinn. Lögregla hefur handtekið einn í tengslum við rannsókn málsins. AP hefur eftir lögreglunni í Providence að hinn grunaði sé á fertugsaldri. Lögregla veitti ekki upplýsingar um hvort viðkomandi væri nemandi við skólann. Halla hefur haldið sig heima fyrir eftir atburðarásina í gær og hyggur á heimför í kvöld eða á morgun.Aðsend Halla segir marga vini sína hafa verið í felum á svæðinu í allt að átta klukkustundir eftir árásina. Samkvæmt erlendri umfjöllun þurftu margir viðstaddir að bíða í felum svo klukkustundum skipti eftir að lögregla fylgdi þeim af vettvangi. „Þetta er mjög mikið áfall af því að mér hefur alltaf liðið svo örugg í þessari borg. Mér líður oft eins og ég sé öruggari hér en jafnvel í miðbæ Reykjavíkur. Ef ég labba ein heim á nóttunni er mér alveg sama þó ég sé ein, mér finnst ég það örugg.“ Halla segist upplifa sig mjög örugga í Providence, jafnvel öruggari en í miðbæ Reykjavíkur. Henni er því verulega brugðið yfir atburðarás gærdagsins.Aðsend Halla fékk tölvubréf í morgun þess efnis að lokaprófunum hefði verið aflýst vegna atviksins. Tvö próf voru á dagskrá hjá henni næsta föstudag, annað þeirra í umræddri verkfræðibyggingu. „Ég held þau verði alveg felld niður. Mér finnst ólíklegt að við séum að fara að taka þessi próf,“ segir Halla. Hún hefur því í hyggju að flýta heimferð til Íslands, hvar hún ætlar að vera yfir jólin. Íslendingar erlendis Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Einn er í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á skotárás í Brown-háskóla á Rhode eyju í Bandaríkjunum í gær. Tveir eru látnir og níu særðir eftir árásina. 14. desember 2025 13:51 Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tveir eru látnir og og níu slasaðir eftir skotárás í Brown háskóla í Rhode Island í Bandaríkjunum í gær. Lögregla leitar árásarmannsins. 14. desember 2025 08:22 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Halla Eiríksdóttir er þriðja árs nemi í hagfræði og stjórnmálafræði við Brown-háskóla í Providence á Rhode-eyju í Bandaríkjunum. Hún var á heimili sínu að tala við móður sína símleiðis í lærdómspásu síðdegis í gær þegar hún fékk skyndilega skilaboð frá skólanum. Einn vinanna í byggingunni „Ég fæ viðvörun um að það sé skotárás nálægt verkfræðibyggingunni, þar sem ég er mjög oft. Ég hélt fyrst að þetta væri eitthvað djók eða kannski væri verið að prófa kerfið,“ segir Halla í samtali við fréttastofu. Hún hafi í fyrstu ekki trúað því sem stóð í skilaboðunum, enda upplifi hún mikið öryggi í Providence. „Svo fékk ég símhringingu frá vinum mínum sem spurðu allir, er í lagi með þig? Og þá komst ég að því að það var bókstaflega maður að skjóta fólk í verkfræðibyggingunni,“ segir Halla. Halla ásamt skólafélaga sínum í kennslustund fyrir tveimur árum í sömu skólastofu og árásin var framin í gær. Hún segir að stofan sé líklega sú stofa sem hún situr flesta tíma.Aðsend Hún hafi strax sent skilaboð á vin sinn, sem er einnig oft í umræddri byggingu. „Hann var í byggingunni þegar þetta gerðist og var að labba út þegar hann heyrði í skotárásinni. Hann var fyrstur til að flýja og hljóp heim. Sem betur fer er í lagi með hann.“ Halla bendir á að í verkfræðibyggingunni séu oft próf og kennslustundir um helgar. Hún hafi einmitt átt erindi í bygginguna rúmum sólarhring eftir árásina. „Ég átti að vera í tíma í kvöld, í akkúrat sömu stofu og skotárásin var gerð.“ Lokaprófum aflýst Samkvæmt umfjöllun AP er árásarmaðurinn sagður hafa skotið yfir fjörutíu sinnum úr skammbyssu inni í einni skólastofu í verkfræðibyggingunni. Tveir létust og níu særðust í árásinni. Á myndefni úr öryggismyndavélum má sjá viðkomandi ganga rólega frá vettvangi eftir að hafa framið verknaðinn. Lögregla hefur handtekið einn í tengslum við rannsókn málsins. AP hefur eftir lögreglunni í Providence að hinn grunaði sé á fertugsaldri. Lögregla veitti ekki upplýsingar um hvort viðkomandi væri nemandi við skólann. Halla hefur haldið sig heima fyrir eftir atburðarásina í gær og hyggur á heimför í kvöld eða á morgun.Aðsend Halla segir marga vini sína hafa verið í felum á svæðinu í allt að átta klukkustundir eftir árásina. Samkvæmt erlendri umfjöllun þurftu margir viðstaddir að bíða í felum svo klukkustundum skipti eftir að lögregla fylgdi þeim af vettvangi. „Þetta er mjög mikið áfall af því að mér hefur alltaf liðið svo örugg í þessari borg. Mér líður oft eins og ég sé öruggari hér en jafnvel í miðbæ Reykjavíkur. Ef ég labba ein heim á nóttunni er mér alveg sama þó ég sé ein, mér finnst ég það örugg.“ Halla segist upplifa sig mjög örugga í Providence, jafnvel öruggari en í miðbæ Reykjavíkur. Henni er því verulega brugðið yfir atburðarás gærdagsins.Aðsend Halla fékk tölvubréf í morgun þess efnis að lokaprófunum hefði verið aflýst vegna atviksins. Tvö próf voru á dagskrá hjá henni næsta föstudag, annað þeirra í umræddri verkfræðibyggingu. „Ég held þau verði alveg felld niður. Mér finnst ólíklegt að við séum að fara að taka þessi próf,“ segir Halla. Hún hefur því í hyggju að flýta heimferð til Íslands, hvar hún ætlar að vera yfir jólin.
Íslendingar erlendis Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Einn er í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á skotárás í Brown-háskóla á Rhode eyju í Bandaríkjunum í gær. Tveir eru látnir og níu særðir eftir árásina. 14. desember 2025 13:51 Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tveir eru látnir og og níu slasaðir eftir skotárás í Brown háskóla í Rhode Island í Bandaríkjunum í gær. Lögregla leitar árásarmannsins. 14. desember 2025 08:22 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Einn er í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á skotárás í Brown-háskóla á Rhode eyju í Bandaríkjunum í gær. Tveir eru látnir og níu særðir eftir árásina. 14. desember 2025 13:51
Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tveir eru látnir og og níu slasaðir eftir skotárás í Brown háskóla í Rhode Island í Bandaríkjunum í gær. Lögregla leitar árásarmannsins. 14. desember 2025 08:22