Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2025 11:01 Nitin Kumar vann sögulegan sigur á HM í pílukasti í gær. getty/Andrew Redington Alþýðuhetjan Stephen Bunting lenti í kröppum dansi í viðureign sinni við Sebastian Bialecki í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti. Hann mætir Indverjanum Nitin Kumar í næstu umferð en sá skrifaði söguna með sigri sínum í gær. Bunting, sem er í 4. sæti heimslistans, hafði betur gegn Bialecki, 3-2. Hann vann fyrstu tvö settin en sá pólski sett þrjú og fjögur og úrslitin réðust því í oddasetti. Þar tryggði Bunting sér sigurinn og sæti í annarri umferð. BUNTING STUMBLES OVER THE LINE 🎯What a contest 🙌In our first tiebreaker of the tournament, Stephen Bunting breaks Sebastian Bialecki's throw, and finishes the job to win 3-2 and stumble over the line!📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R1 pic.twitter.com/MiCtllqPgO— PDC Darts (@OfficialPDC) December 14, 2025 „Ég var heppinn að sleppa með þetta. Ég þarf að safna kröftum og æfa. Þessi taugastrekkjandi leikur er að baki og ég verð betri í næstu umferð,“ sagði Bunting sem var með 96 í meðaltal í leiknum. Andstæðingur Buntings í 64-manna úrslitunum er hinn fertugi Kumar sem sigraði Richard Veenstra í spennutrylli í gær, 3-2. KUMAR MAKES HISTORY 🙌Nitin Kumar becomes the first ever player from India to win on the Alexandra Palace stage 🇮🇳He defies FIVE ton-plus finishes from Richard Veenstra to win 3-2 and advance to Round Two!Why we love the darts.📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R1 pic.twitter.com/9BUZNj2UaU— PDC Darts (@OfficialPDC) December 14, 2025 Þetta var fyrsti sigur Kumars á HM og jafnframt fyrsti sigur indversks leikmanns í sögu mótsins. „Ég veit ekki hvað ég á að segja núna. Þetta er yfirþyrmandi og ég er glaður. Ef þig dreymir eitthvað er allt mögulegt,“ sagði Kumar sem hafði fjórum sinnum tapað í 1. umferð HM áður en hann vann loks sigur í gær. Kumar vonast til að sigurinn hafi jákvæð áhrif á indverska pílukastara. „Ég hef opnað flóðgáttir fyrir milljarða. Afsakið að ef eftir tíu ár ganga átta leikmenn inn á sviðið á HM með Bollywood-tónlist,“ sagði Kumar sem var afar öruggur í útskotunum gegn Veenstra. Sá indverski var með 75 prósent útskotsprósentu og það skipti því ekki máli þótt hann væri með lægra meðaltal í leiknum. Pílukast Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Sjá meira
Bunting, sem er í 4. sæti heimslistans, hafði betur gegn Bialecki, 3-2. Hann vann fyrstu tvö settin en sá pólski sett þrjú og fjögur og úrslitin réðust því í oddasetti. Þar tryggði Bunting sér sigurinn og sæti í annarri umferð. BUNTING STUMBLES OVER THE LINE 🎯What a contest 🙌In our first tiebreaker of the tournament, Stephen Bunting breaks Sebastian Bialecki's throw, and finishes the job to win 3-2 and stumble over the line!📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R1 pic.twitter.com/MiCtllqPgO— PDC Darts (@OfficialPDC) December 14, 2025 „Ég var heppinn að sleppa með þetta. Ég þarf að safna kröftum og æfa. Þessi taugastrekkjandi leikur er að baki og ég verð betri í næstu umferð,“ sagði Bunting sem var með 96 í meðaltal í leiknum. Andstæðingur Buntings í 64-manna úrslitunum er hinn fertugi Kumar sem sigraði Richard Veenstra í spennutrylli í gær, 3-2. KUMAR MAKES HISTORY 🙌Nitin Kumar becomes the first ever player from India to win on the Alexandra Palace stage 🇮🇳He defies FIVE ton-plus finishes from Richard Veenstra to win 3-2 and advance to Round Two!Why we love the darts.📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R1 pic.twitter.com/9BUZNj2UaU— PDC Darts (@OfficialPDC) December 14, 2025 Þetta var fyrsti sigur Kumars á HM og jafnframt fyrsti sigur indversks leikmanns í sögu mótsins. „Ég veit ekki hvað ég á að segja núna. Þetta er yfirþyrmandi og ég er glaður. Ef þig dreymir eitthvað er allt mögulegt,“ sagði Kumar sem hafði fjórum sinnum tapað í 1. umferð HM áður en hann vann loks sigur í gær. Kumar vonast til að sigurinn hafi jákvæð áhrif á indverska pílukastara. „Ég hef opnað flóðgáttir fyrir milljarða. Afsakið að ef eftir tíu ár ganga átta leikmenn inn á sviðið á HM með Bollywood-tónlist,“ sagði Kumar sem var afar öruggur í útskotunum gegn Veenstra. Sá indverski var með 75 prósent útskotsprósentu og það skipti því ekki máli þótt hann væri með lægra meðaltal í leiknum.
Pílukast Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Sjá meira