Lífið

Ís­kaldir IceGuys jólatónleikar

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
IceGuys trylltu lýðinn.
IceGuys trylltu lýðinn. Samsett

Strákahljómsveitin Ice Guys steig fjórum sinnum á svið í Laugardalshöll um helgina. Þeir fylltu salinn aftur og aftur og stigu þaulæfð danspor á ísilögðu sviði.

Hljómsveitin samanstendur af Aroni Can, Friðriki Dór, Herra Hnetusmjöri, Jóni Jónssyni og Rúrik Gíslasyni. Bandið, sem var upprunalega stofnað fyrir samnefnda sjónvarpsþætti, varð gífurlega vinsælt árið 2023 með útgáfu fyrsta lagsins þeirra Rúlletta.

Þrátt fyrir að þetta séu þriðju jólatónleikar hljómsveitarinnar eru þeir alltaf jafn vinsælir. Fólk á öllum aldri streymdi í Laugardalshöllina þar sem drengirnir klæddust fötum úr gallaefni og stigu nokkur dansspor.

Jón Jónsson og Aron Can koma sér í gírinn.Vísir/Viktor Freyr
Flottur hópur dansara sýndi listir sínar.Vísir/Viktor Freyr
Blátt krap á ísaldartónleikunum.Vísir/Viktor Freyr
Tinna Miljevic með góðu fólki.Vísir/Viktor Freyr
Allir æstir í Kviss-sigurvegarann Herra Hnetusmjör.Vísir/Viktor Freyr
Ísdrengirnir voru klæddir í gallaefni, einkennisklæðnaður strákahljómsveita.Vísir/Viktor Freyr
Jóna Margrét, Kristófer Atlason og Kristín Péturs.Vísir/Viktor Freyr
Gríðarlegur fjöldi var í höllinni.Vísir/Viktor Freyr
Skvísur að skvísast.Vísir/Viktor Freyr
Fólk trylltist þegar IceGuys tóku danssporin.Vísir/Viktor Freyr
Gellurnar Bía og Róberta.Vísir/Viktor Freyr
Þeir létu gallaefnið ekki nægja heldur skiptu yfir í sérmerkta galla.Vísir/Viktor Freyr





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.