Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Aron Guðmundsson skrifar 16. desember 2025 23:21 Gerwyn Price fagnaði sigri í kvöld. Vísir/Getty Fyrrverandi heimsmeistarinn Gerwyn Price, Ísmaðurinn, tryggði sér í kvöld sæti í 2.umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti. Segja mætti að úrslitin í viðureignum kvöldsins hafi farið eins hafði verið búist við nema í síðustu viðureign kvöldsins. Í fyrstu viðureigninni mættust Þjóðverjinn Ricardo Pietreczko og Portúgalinn José de Sousa. Pietreczko, sem jafnan vill láta tengja sig við Pokémon veruna Pikachu bar 3-1 sigur úr býtum í þeirri viðureign. Hann komst 2-0 yfir í settum áður en De Sousa minnkaði muninn í stöðuna 2-1. Pietreczko tók hins vegar fjórða settið og tryggði sér þar með sigur í næstu umferð. Þá hafði Danny Noppert, sjötti efsti maður heimslistans, betur gegn samlanda sínum frá Hollandi Jurjen van der Velde. Noppert vann fyrsta settið en Van Der Velde það annað en með því að taka sett þrjú og fjögur tryggi Noppert sér 3-1 sigur og farmiða í næstu umferð. Fyrrverandi heimsmeistarinn frá árinu 2021, Gerwyn Price tók síðan öll settin gegn hinum tékkneska Adam Gawlas og vann 3-0 sigur. Í síðustu viðureign kvöldsins mættust Þjóðverjinn Niko Springer og Ástralinn Joe Comito. Springer talinn mun líklegri til afreka en það var hins vegar Joe Comito sem byrjaði betur og tók fyrsta settið. Springer sló frá sér í öðru setti en Ástralinn brotnaði ekki við það og svaraði með því að taka þriðja settið. Með sigri í fjórða settinu vissi Comito að sæti í næstu umferð yrði hans. Það sett var æsispennandi og fór alla leið í oddalegg. Þar fékk Springer tvö tækifæri til þess að kasta fyrir settinu og knýja fram framlengingu en brásts bogalistin í bæði skiptin. Svo fór að Comito tókst að klára fjórða settið og tryggja sig á ævintýralegan hátt áfram í 2.umferð. Afar óvænt niðurstaða og auðsjáanlega var Springer brjálaður með niðurstöðuna og var fljótur að koma sér af sviðinu, honum til tekna barði hann ekki í borð og endaði blóðugur líkt og Skotinn Cameron Menzies í gær. Keppni á HM heldur áfram á morgun þar sem annar fyrrverandi heimsmeistari, Raymond van Barneveld, mætir til leiks. Sýnt verður beint frá mótinu á Sýn Sport Viaplay rásinni og hefst útsendingin klukkan sjö. Pílukast Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
Í fyrstu viðureigninni mættust Þjóðverjinn Ricardo Pietreczko og Portúgalinn José de Sousa. Pietreczko, sem jafnan vill láta tengja sig við Pokémon veruna Pikachu bar 3-1 sigur úr býtum í þeirri viðureign. Hann komst 2-0 yfir í settum áður en De Sousa minnkaði muninn í stöðuna 2-1. Pietreczko tók hins vegar fjórða settið og tryggði sér þar með sigur í næstu umferð. Þá hafði Danny Noppert, sjötti efsti maður heimslistans, betur gegn samlanda sínum frá Hollandi Jurjen van der Velde. Noppert vann fyrsta settið en Van Der Velde það annað en með því að taka sett þrjú og fjögur tryggi Noppert sér 3-1 sigur og farmiða í næstu umferð. Fyrrverandi heimsmeistarinn frá árinu 2021, Gerwyn Price tók síðan öll settin gegn hinum tékkneska Adam Gawlas og vann 3-0 sigur. Í síðustu viðureign kvöldsins mættust Þjóðverjinn Niko Springer og Ástralinn Joe Comito. Springer talinn mun líklegri til afreka en það var hins vegar Joe Comito sem byrjaði betur og tók fyrsta settið. Springer sló frá sér í öðru setti en Ástralinn brotnaði ekki við það og svaraði með því að taka þriðja settið. Með sigri í fjórða settinu vissi Comito að sæti í næstu umferð yrði hans. Það sett var æsispennandi og fór alla leið í oddalegg. Þar fékk Springer tvö tækifæri til þess að kasta fyrir settinu og knýja fram framlengingu en brásts bogalistin í bæði skiptin. Svo fór að Comito tókst að klára fjórða settið og tryggja sig á ævintýralegan hátt áfram í 2.umferð. Afar óvænt niðurstaða og auðsjáanlega var Springer brjálaður með niðurstöðuna og var fljótur að koma sér af sviðinu, honum til tekna barði hann ekki í borð og endaði blóðugur líkt og Skotinn Cameron Menzies í gær. Keppni á HM heldur áfram á morgun þar sem annar fyrrverandi heimsmeistari, Raymond van Barneveld, mætir til leiks. Sýnt verður beint frá mótinu á Sýn Sport Viaplay rásinni og hefst útsendingin klukkan sjö.
Pílukast Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira