Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. desember 2025 12:07 Alma Möller, heilbrigðisráðherra, ætlar að skýra betur hvenær heilbrigðisstarfsmenn mega rjúfa þagnarskyldu, til dæmis þegar grunur er um stigvaxandi heimilisofbeldi. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hyggst skýra það hvenær heilbrigðisstarfsmenn eru undanþegnir þagnarskyldu. Helstu málsaðilar verða kallaðir á fund ráðherra og næstu skref metin. Þagnarskylda hefur verið til mikillar umræðu meðal lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks að undanförnu og sérstaklega eftir að dómur yfir Margréti Höllu Löf féll í vikunni. Hún var sakfelld fyrir að hafa drepið föður sinn og fyrir stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás gegn móður sinni. Báðir foreldrar hennar höfðu fyrir þessa árás oft leitað til lækna, sem margir höfðu áhyggjur af ofbeldin sem þau voru beitt. Foreldrar hennar vildu þó ekki að málið yrði tilkynnt eða leitað til lögreglu og kom fram í dómi að þau óttuðust viðbrögð dóttur sinnar og annarra. Formaður Læknafélagsins kallaði í vikunni eftir því að þagnarskyldan yrði skýrð frekar, sérstaklega með tilliti til folks í viðkvæmri stöðu, eins og fólks með heilabilun. Fram kemur í lögum að rjúfa megi þagnarskyldu sé rökstudd ástæða til og brýn nauðsyn. „Það er ef að ofbeldi er til dæmis stigvaxandi eða ef fólk heldur að lífi kunni að vera ógnað. Þá myndi það falla þar undir. En þetta er að sjálfsögðu alltaf erfitt að meta. Þegar lögunum var breytt þá voru skoðanir skiptar en við munum taka á þessu snúning og byrja að funda með helstu aðilum sem eru Landspítalinn, Læknafélagið og ríkislögreglustjóri,“ segir Alma Möller, heilbrigðisráðherra. Skoðað verði hvort skýra þurfi lagaákvæðið eða hvort muni nægja að gefa út leiðbeiningar eða verklagsreglur. Hún segist viss um að þetta þurfi að skýra. „Ég hugsa að það þurfi að gera það já, en ég er ekki endilega viss að það þurfi að breyta lögum. En í það minnsta að gefa út leiðbeiningar og verklagsreglur og kannski fylgja eftir með fræðslu.“ Manndráp í Súlunesi Eldri borgarar Heimilisofbeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins kallar eftir því að þagnarskylda lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks verði skýrð frekar og sérstaklega með tilliti til fólks í viðkvæmri stöðu, eins og fólks með heilabilun. Hún segir málið flókið og virða þurfi sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og tryggja að allir geti leitað sér læknisþjónustu án ótta við að lögregla verði kölluð til. 18. desember 2025 20:30 Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Ekki er að sjá á dómi héraðsdóms í máli Margrétar Löf að langvarandi heimilisofbeldi hennar gagnvart foreldrum sínum hafi verið tilkynnt til lögreglu. Varaformaður velferðarnefndar telur að mögulega þurfi að skýra betur í lögum hvenær heilbrigðisstarfsmenn mega rjúfa þagnarskyldu komi upp rökstudd ástæða til þess. 18. desember 2025 13:18 „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Margrét Halla Löf las upp yfirlýsingu fyrir dómi við upphaf aðalmeðferðar þar sem hún mótmælti lýsingu ákæruvaldsins og lýsti sig saklausa. Í dómi héraðsdóms sem birtur var í dag kemur fram að Margrét hafi þar viðurkennt erfið og stundum líkamleg átök í samskiptum við foreldra sína. Hún sagði hins vegar að aldrei hafi verið um barsmíðar, vopn eða ásetning til að skaða að ræða og lagði áherslu á að umhyggja hefði alltaf verið til staðar þrátt fyrir ágreining. 16. desember 2025 20:31 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Þagnarskylda hefur verið til mikillar umræðu meðal lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks að undanförnu og sérstaklega eftir að dómur yfir Margréti Höllu Löf féll í vikunni. Hún var sakfelld fyrir að hafa drepið föður sinn og fyrir stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás gegn móður sinni. Báðir foreldrar hennar höfðu fyrir þessa árás oft leitað til lækna, sem margir höfðu áhyggjur af ofbeldin sem þau voru beitt. Foreldrar hennar vildu þó ekki að málið yrði tilkynnt eða leitað til lögreglu og kom fram í dómi að þau óttuðust viðbrögð dóttur sinnar og annarra. Formaður Læknafélagsins kallaði í vikunni eftir því að þagnarskyldan yrði skýrð frekar, sérstaklega með tilliti til folks í viðkvæmri stöðu, eins og fólks með heilabilun. Fram kemur í lögum að rjúfa megi þagnarskyldu sé rökstudd ástæða til og brýn nauðsyn. „Það er ef að ofbeldi er til dæmis stigvaxandi eða ef fólk heldur að lífi kunni að vera ógnað. Þá myndi það falla þar undir. En þetta er að sjálfsögðu alltaf erfitt að meta. Þegar lögunum var breytt þá voru skoðanir skiptar en við munum taka á þessu snúning og byrja að funda með helstu aðilum sem eru Landspítalinn, Læknafélagið og ríkislögreglustjóri,“ segir Alma Möller, heilbrigðisráðherra. Skoðað verði hvort skýra þurfi lagaákvæðið eða hvort muni nægja að gefa út leiðbeiningar eða verklagsreglur. Hún segist viss um að þetta þurfi að skýra. „Ég hugsa að það þurfi að gera það já, en ég er ekki endilega viss að það þurfi að breyta lögum. En í það minnsta að gefa út leiðbeiningar og verklagsreglur og kannski fylgja eftir með fræðslu.“
Manndráp í Súlunesi Eldri borgarar Heimilisofbeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins kallar eftir því að þagnarskylda lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks verði skýrð frekar og sérstaklega með tilliti til fólks í viðkvæmri stöðu, eins og fólks með heilabilun. Hún segir málið flókið og virða þurfi sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og tryggja að allir geti leitað sér læknisþjónustu án ótta við að lögregla verði kölluð til. 18. desember 2025 20:30 Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Ekki er að sjá á dómi héraðsdóms í máli Margrétar Löf að langvarandi heimilisofbeldi hennar gagnvart foreldrum sínum hafi verið tilkynnt til lögreglu. Varaformaður velferðarnefndar telur að mögulega þurfi að skýra betur í lögum hvenær heilbrigðisstarfsmenn mega rjúfa þagnarskyldu komi upp rökstudd ástæða til þess. 18. desember 2025 13:18 „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Margrét Halla Löf las upp yfirlýsingu fyrir dómi við upphaf aðalmeðferðar þar sem hún mótmælti lýsingu ákæruvaldsins og lýsti sig saklausa. Í dómi héraðsdóms sem birtur var í dag kemur fram að Margrét hafi þar viðurkennt erfið og stundum líkamleg átök í samskiptum við foreldra sína. Hún sagði hins vegar að aldrei hafi verið um barsmíðar, vopn eða ásetning til að skaða að ræða og lagði áherslu á að umhyggja hefði alltaf verið til staðar þrátt fyrir ágreining. 16. desember 2025 20:31 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins kallar eftir því að þagnarskylda lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks verði skýrð frekar og sérstaklega með tilliti til fólks í viðkvæmri stöðu, eins og fólks með heilabilun. Hún segir málið flókið og virða þurfi sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og tryggja að allir geti leitað sér læknisþjónustu án ótta við að lögregla verði kölluð til. 18. desember 2025 20:30
Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Ekki er að sjá á dómi héraðsdóms í máli Margrétar Löf að langvarandi heimilisofbeldi hennar gagnvart foreldrum sínum hafi verið tilkynnt til lögreglu. Varaformaður velferðarnefndar telur að mögulega þurfi að skýra betur í lögum hvenær heilbrigðisstarfsmenn mega rjúfa þagnarskyldu komi upp rökstudd ástæða til þess. 18. desember 2025 13:18
„Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Margrét Halla Löf las upp yfirlýsingu fyrir dómi við upphaf aðalmeðferðar þar sem hún mótmælti lýsingu ákæruvaldsins og lýsti sig saklausa. Í dómi héraðsdóms sem birtur var í dag kemur fram að Margrét hafi þar viðurkennt erfið og stundum líkamleg átök í samskiptum við foreldra sína. Hún sagði hins vegar að aldrei hafi verið um barsmíðar, vopn eða ásetning til að skaða að ræða og lagði áherslu á að umhyggja hefði alltaf verið til staðar þrátt fyrir ágreining. 16. desember 2025 20:31