Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2025 07:30 Stephen Bunting var mikið niðri fyrir á blaðamannafundinum og tárin runnu. @livedarts Pílukastarinn Stephen Bunting varð fyrir barðinu á illvígum netverjum eftir yfirlýsingu sína á dögunum. Hann tók allt til baka á blaðamannafundi og þar sáust miklar tilfinningar hjá þessum vinsæla fertuga Breta. „Ég hef fengið töluvert skítkast á samfélagsmiðlum,“ segir Bunting sem vanalega er í miklu uppáhaldi hjá áhorfendum á leikjum sínum. Englendingurinn er í fjórða sæti heimslistans og er kominn áfram í þriðju umferð á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Eftir sigurinn á Nitin Kumar var ekki mikið um fagnaðarlæti hjá þeim enska. Þess í stað hóf hann blaðamannafund á því að verja ummæli sem hann lét falla eftir leikinn sinn í fyrstu umferðinni. An emotional Stephen Bunting broke down in tears during his post-match press conference 😢Watch in full 👉 https://t.co/f7F9qmHDcM pic.twitter.com/FvlQt8NbCw— Live Darts (@livedarts) December 21, 2025 „Ég sagði að ég væri meistari fólksins. En það var bókstaflega bara tilvitnun í það sem Sky Sports og PDC (Professional Darts Corporation) hafa sagt. Það er ekkert sem ég fann upp á,“ segir Stephen Bunting. Ummælin mættu talsverðri gagnrýni á samfélagsmiðlum frá öðrum stuðningsmönnum. „En heyrið þið, ég er ekki meistari fólksins. Ég mæti á svæðið, ég reyni að gera mitt besta til að vinna hvern einasta leik. Ég gef 110 prósent hverju sinni,“ sagði Bunting. Bunting hrósar þeim sem styðja hann, nefnir að YouTube-rásin hans hafi náð hundrað þúsund áskrifendum og segist finna fyrir stuðningnum á netinu. Þegar hann talar um áhorfendurna og andrúmsloftið í Alexandra Palace varð hann tilfinningasamur og þurfti að berjast við tárin. Hann sagist vera að verða viðkvæmur og baðst afsökunar á því að þurfa að ná áttum. Uppáhald áhorfenda nefndi einnig að hann hafi fengið yfir sig mikið skítkast á miðlunum sínum. „Ég hef líka fengið heilmikið af tölvupóstum. En ég verð að láta það yfir mig ganga. Fólk á netinu er duttlungafullt. Heyrið þið, þið sjáið áhorfendurna hérna inni í kvöld. Þetta eru alvöru pílukastaðdáendur. Þeir vita fyrir hvað ég stend,“ sagði Bunting. Í fjórðu umferð mætir Stephen Bunting landa sínum James Hurrell. 😢 Stephen Bunting broke down in tears this evening after receiving "A lot of stick" online following his first round match last week. Bunting explained he will always give time to his fans following his win over Nitin Kumar, before taking a breather in his post-match press… pic.twitter.com/fahi7IJHlB— Tungsten Tales Darts (@Tungsten_Tales) December 20, 2025 Pílukast Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
„Ég hef fengið töluvert skítkast á samfélagsmiðlum,“ segir Bunting sem vanalega er í miklu uppáhaldi hjá áhorfendum á leikjum sínum. Englendingurinn er í fjórða sæti heimslistans og er kominn áfram í þriðju umferð á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Eftir sigurinn á Nitin Kumar var ekki mikið um fagnaðarlæti hjá þeim enska. Þess í stað hóf hann blaðamannafund á því að verja ummæli sem hann lét falla eftir leikinn sinn í fyrstu umferðinni. An emotional Stephen Bunting broke down in tears during his post-match press conference 😢Watch in full 👉 https://t.co/f7F9qmHDcM pic.twitter.com/FvlQt8NbCw— Live Darts (@livedarts) December 21, 2025 „Ég sagði að ég væri meistari fólksins. En það var bókstaflega bara tilvitnun í það sem Sky Sports og PDC (Professional Darts Corporation) hafa sagt. Það er ekkert sem ég fann upp á,“ segir Stephen Bunting. Ummælin mættu talsverðri gagnrýni á samfélagsmiðlum frá öðrum stuðningsmönnum. „En heyrið þið, ég er ekki meistari fólksins. Ég mæti á svæðið, ég reyni að gera mitt besta til að vinna hvern einasta leik. Ég gef 110 prósent hverju sinni,“ sagði Bunting. Bunting hrósar þeim sem styðja hann, nefnir að YouTube-rásin hans hafi náð hundrað þúsund áskrifendum og segist finna fyrir stuðningnum á netinu. Þegar hann talar um áhorfendurna og andrúmsloftið í Alexandra Palace varð hann tilfinningasamur og þurfti að berjast við tárin. Hann sagist vera að verða viðkvæmur og baðst afsökunar á því að þurfa að ná áttum. Uppáhald áhorfenda nefndi einnig að hann hafi fengið yfir sig mikið skítkast á miðlunum sínum. „Ég hef líka fengið heilmikið af tölvupóstum. En ég verð að láta það yfir mig ganga. Fólk á netinu er duttlungafullt. Heyrið þið, þið sjáið áhorfendurna hérna inni í kvöld. Þetta eru alvöru pílukastaðdáendur. Þeir vita fyrir hvað ég stend,“ sagði Bunting. Í fjórðu umferð mætir Stephen Bunting landa sínum James Hurrell. 😢 Stephen Bunting broke down in tears this evening after receiving "A lot of stick" online following his first round match last week. Bunting explained he will always give time to his fans following his win over Nitin Kumar, before taking a breather in his post-match press… pic.twitter.com/fahi7IJHlB— Tungsten Tales Darts (@Tungsten_Tales) December 20, 2025
Pílukast Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira