Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2025 10:17 Ásgeir Elvar er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Reykjavíkur og starfar sem framkvæmdastjóri Bílaleigunnar Geysis. Ásgeir Elvar Garðarsson, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis, hefur ákveðið að sækjast eftir að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ í leiðtogaprófkjöri 31. janúar næstkomandi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ásgeir Elvar greinir frá þessu í tilkynningu. Þar segir hann að ekki séu allir stormar til að sökkva skipum, sumir breyti stefnu. „Með þessum orðum vil ég deila með ykkur að ég hef ákveðið að bjóða mig fram í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ 31. Janúar 2026. Í sveitastjórnarkosningunum 2026 fá sveitastjórnarmenn tækifæri til að endurnýja umboð sitt og nýjum frambjóðendum gefst færi á að koma að borðinu með nýja sýn og breyttar áherslur. Ég fell þar undir síðari hópinn en með framboði mínu boða ég nýja og breytta nálgun á stjórnmálin í Reykjanesbæ. Ég bý ekki yfir áralangri reynslu úr stjórnmálum, þótt ég hafi fylgst mjög vel með og tekið virkan þátt í samfélaginu mínu. Ný nálgun er nauðsynleg fyrir sveitastjórnarstigið. Reykjanesbæ þarf að reka meira eins og skilvirkt fyrirtæki og minna eins og opinbera, hægfara stofnun. Það er ekki nóg að reksturinn líti vel út á blaði þegar bæjarbúar upplifa algjöra andstæðu á eigin skinni. Ég er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Reykjavíkur og starfa sem framkvæmdastjóri Bílaleigunnar Geysis. Ég er fæddur og uppalinn í Reykjanesbæ og bý í Keflavík ásamt eiginkonu minni Gígju Sigríði Guðjónsdóttur. Saman eigum við tvö börn á leik- og grunnskólaaldri og þar af leiðandi hef ég upplifað frá fyrstu hendi þau endurteknu vandræði sem Reykjanesbær hefur átt í skólamálum sínum. Með breyttum áherslum eru það hins vegar verkefni sem hefur verið sýnt fram á áður að vel megi leysa. Ég ólst upp í metnaðarfullu samfélagi með skýra stefnu. Reykjanesbær var líflegur fjölskyldu-, íþrótta- og menningarbær. Þá var stefna bæjarins að reka hér bestu skóla landsins og með skýrum, mælanlegum markmiðum náðum við markverðum árangri. Reykjanesbær er vagga íslenskrar tónlistar- og íþróttamenningar og við megum aldrei hætta að rækta okkar sérkenni. Við þurfum að þora að vera stolt af því sem við gerum og tala okkur upp. Þannig löðum við að fólk og fyrirtæki sem vilja taka þátt í þessu frábæra samfélagi. Samfélagið okkar í Reykjanesbæ stendur á krossgötum. Við búum yfir einum mestu tækifærum landsins með aðgengi að einstökum innviðum í kringum alþjóðaflugvöll og stórskipahöfn en því miður hefur okkur ekki tekist nógu vel að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf í bænum. En það er hægt að breyta því. Til þess að gera Reykjanesbæ að spennandi fjárfestingakosti þurfum við skilvirka stjórnsýslu sem ryður veginn fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Ég hlakka til að eiga samtal við íbúa Reykjanesbæjar næstu vikur og kynna betur mína sýn og áherslur. Við eigum öfluga forystumenn í þinginu sem mikilvægt er að styðja til að vinna betur fyrir Reykjanesbæ. Ég býð mig ekki aðeins fram fyrir flokkinn í bænum heldur fólkið í bænum og hvet ég því alla sem hafa áhuga á bæjarmálunum að slá á þráðinn til mín,“ segir Ásgeir Elvar. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Ásgeir Elvar greinir frá þessu í tilkynningu. Þar segir hann að ekki séu allir stormar til að sökkva skipum, sumir breyti stefnu. „Með þessum orðum vil ég deila með ykkur að ég hef ákveðið að bjóða mig fram í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ 31. Janúar 2026. Í sveitastjórnarkosningunum 2026 fá sveitastjórnarmenn tækifæri til að endurnýja umboð sitt og nýjum frambjóðendum gefst færi á að koma að borðinu með nýja sýn og breyttar áherslur. Ég fell þar undir síðari hópinn en með framboði mínu boða ég nýja og breytta nálgun á stjórnmálin í Reykjanesbæ. Ég bý ekki yfir áralangri reynslu úr stjórnmálum, þótt ég hafi fylgst mjög vel með og tekið virkan þátt í samfélaginu mínu. Ný nálgun er nauðsynleg fyrir sveitastjórnarstigið. Reykjanesbæ þarf að reka meira eins og skilvirkt fyrirtæki og minna eins og opinbera, hægfara stofnun. Það er ekki nóg að reksturinn líti vel út á blaði þegar bæjarbúar upplifa algjöra andstæðu á eigin skinni. Ég er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Reykjavíkur og starfa sem framkvæmdastjóri Bílaleigunnar Geysis. Ég er fæddur og uppalinn í Reykjanesbæ og bý í Keflavík ásamt eiginkonu minni Gígju Sigríði Guðjónsdóttur. Saman eigum við tvö börn á leik- og grunnskólaaldri og þar af leiðandi hef ég upplifað frá fyrstu hendi þau endurteknu vandræði sem Reykjanesbær hefur átt í skólamálum sínum. Með breyttum áherslum eru það hins vegar verkefni sem hefur verið sýnt fram á áður að vel megi leysa. Ég ólst upp í metnaðarfullu samfélagi með skýra stefnu. Reykjanesbær var líflegur fjölskyldu-, íþrótta- og menningarbær. Þá var stefna bæjarins að reka hér bestu skóla landsins og með skýrum, mælanlegum markmiðum náðum við markverðum árangri. Reykjanesbær er vagga íslenskrar tónlistar- og íþróttamenningar og við megum aldrei hætta að rækta okkar sérkenni. Við þurfum að þora að vera stolt af því sem við gerum og tala okkur upp. Þannig löðum við að fólk og fyrirtæki sem vilja taka þátt í þessu frábæra samfélagi. Samfélagið okkar í Reykjanesbæ stendur á krossgötum. Við búum yfir einum mestu tækifærum landsins með aðgengi að einstökum innviðum í kringum alþjóðaflugvöll og stórskipahöfn en því miður hefur okkur ekki tekist nógu vel að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf í bænum. En það er hægt að breyta því. Til þess að gera Reykjanesbæ að spennandi fjárfestingakosti þurfum við skilvirka stjórnsýslu sem ryður veginn fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Ég hlakka til að eiga samtal við íbúa Reykjanesbæjar næstu vikur og kynna betur mína sýn og áherslur. Við eigum öfluga forystumenn í þinginu sem mikilvægt er að styðja til að vinna betur fyrir Reykjanesbæ. Ég býð mig ekki aðeins fram fyrir flokkinn í bænum heldur fólkið í bænum og hvet ég því alla sem hafa áhuga á bæjarmálunum að slá á þráðinn til mín,“ segir Ásgeir Elvar.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira